Berklavörn - 01.06.1945, Side 32

Berklavörn - 01.06.1945, Side 32
Ungi maðurinn gengur um húsið og opnar allar hurðir, sem hann sér. Hann kemst að því, að í húsinu eru þrjú svefn- herbergi, dagstofa, lítill eldaklefi, baðher- bergi og smágeymsla. Húsið er ætlað fjór- um vistmönnum. Eitt svefnherbergið er ætlað tveimur. I dagstofunni sér hann tvo djúpa stóla og ekkert annað af húsgögnum, en fær að vita síðar, að þeir eigi að verða fjórir og eitt borð, auk þeirra húsmuna, sem vist- menn leggi til sjálfir. Hann sezt í annan stólinn og horfir út. Hann sér Hamra- iilíðina og Lágafellið, Esjuna og Akra- fjallið og út við sjóndeildarhring blasir Snæfellsjökull við, baðaður í sólskini. Og hann hallar sér aftur á bak og nýtur út- sýnisins. Ungi maðurinn vaknar klukkan átta næsta morgun. Hann klæðir sig og þvær sér, áður en hann fer út í borðstofuna til að borða morgunverðinn. Klukkan níu er hann mættur á vinnu- stað, ásamt hinum félögum sínum. Hann fer inn í skálann, sem trésmiðirnir hafa til umráða, en sér um leið og hann hverf- ur inn úr dyrunum, að stúlkurnar streyma inn í saumastofuna og járnsmiðirnir mn í járnsmíðaverkstæðið. Hann á að smíða leikföng og er sctt- ur við útsögunarvél. Honur er sýnt hvern- ig sagað er, og næsta hálftímann veit hann ekkert, hvað gerist í kringum hann, en þá lítur hann loks upp frá vinnunni og horfir á einn félagann renna bauka. Síð- ar kemst hann að því, að hann rennir allt milli himins og jarðar, allt frá krokket- kúlum upp í fagra borðlampa af ýmsum stærðum og gerðum. Bak við unga manninn hefur einhver verið að vinna allan tímann, og nú þegar hann gefur sér tíma til að virða allt fyrir sér, sér hann, að sá er að smíða bíla, litla barnabíla, og við hjólsögina stendur ann- ar og sagar timbur í bílana. Jón Eiriksson, lœknir: Bólusetn'ng gegn berl<laveil<i (Calmettevaccination) Þess hefur verið farið á leit við mig, að ég skýrði lesendum ,,Berklavarnar“ dálítið frá bólusetningu gegn berklaveiki, og enda þótt gömlum lesendum „Berklavarn- ar“ sé kunnugt í hverju bólusetning bessi er fólgin af grein dr. Óla Hjaltested í 3. árg. „Berklavarnar“, þá vil ég samt verða við þeim tilmælum. Því að bæði er það, að nokkuð er liðið síðan grein dr. Óla Hjalte- sted birtist og talsverð reynsla fengist á þessum árum, og svo hitt, að áður en langt um líður mun verða hafizt handa með að bólusetja gegn berldaveiki hér á landi. Bið ég dr. Óla Hjaltested og lesendur „Berkla- varnar“ velvirðingar á því, ef ég skyldi að Innar á verkstæðinu, standa hefilbekk- ir, en þar er enginn í bili, en við vélar þar inn af starfa tveir menn. Annar stendur við þykktarhefil, sem þynnir borðin eins mikið og vill eða rétt aðeins strýkur af þeim ójöfnurnar. Tra, la, la, la, syngur maðurinn við hef- ilinn. Hann er að búa til sköft á Mikka- mús. Ef til vill sér hann einhverja teikni- mynd Disneys í huganum og trallar með. Og hinn, sem stendur við vél, sem kölluð er fræsivél, tekur undir. Hann sker hand- föng á sköftin. Og ungi maðurinn lítur vfir nokkrar vélar, sem ekki eru í notkun. Hvenær skyldi hann verða fær um að vinna við þær allar? Ilann snýr sér aftur að sinni sög og sagar út hesthausa. Það er langt síðan hann hefur verið svona innilega ánægður og öruggur um framtíðina, og hann finn- ur hlýjan hug allrar þjóðarinnar leggja um staðinn. lö BERKLAV ÖRN

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.