Berklavörn - 01.06.1945, Síða 34
þeir neikvæðu orðið harðast úti og veikzt
miklu alvarlegar, en þeir jákvæðu. Þetta á
við t. d. u.m börn og aðra sem eiga berkla-
veika aðstandendur, starfsfólk á heilsu-
hælum og sjúkrahúsum o. fl. Það er því
fyrst og fremst þetta fólk, sem lögð er
áherzla á að bólusetja, en æskilegast væri
að hægt væri að bólusetja alla, sem eru
neikvæðir.
í Danmörku er, auk þeirra, sem fyrr
eru taldir, öllum neikvæðiun á aldrinum
15—35 ára ráðlagt að láta bólusetja sig, og
þó sérstaklega börnum um fermingarald-
ur, sem eru að fara út í lífið. Það hcfur
sýnt sig að börn, einkum stúlkur á ferm-
ingaraldri og gelgjuskeiðinu, eru mjög
mótstöðulítil gegn árásum berklasýkilsins,
og er því sjálfsagt að gera ailt sem á valdi
manns stendur til þess að auka viðnáms-
þrótt þessara unglinga.
Ekki get ég stillt mig um í þessu sam-
bandi að minnast á eitt dæmi, sem sýnir
ágæti bólusetningarmnar. I menntaskóla
einum fyrir stúlkur í Kaupmannahöfn,
skeði það fyrir nokkrum árum, að f jóldi
nemenda varð lasin af sjúkdómi, sem einna
mest líktist inflúenzu. Nokkrum vikum
seinna, þegar nemendurnir voru orðnir
hressir og komnir á fætur, voru þeir skoð-
aðir á berklavarnastöð, og kom það þá í
ljós, að þeir sem neikvæðir hööfðu verið
nokkrum mánuðum áður en þeir veikt ist,
voru nú orðnir jákvæðir. Allir nemendur
skólans voru nú hafðir undir nákvæmu
eftirliti, og áður en langt um leið fóru að
koma fram ýmsar tegundir berklaveiki:
hnútarós, bólgublettir í lungun o. fl. og
það hjá 60—70 af hundraði af þeim sem
höfðu verið neikvæðir áður en þeir veikt-
ust, en hjá þeim sem höfðu verið jákvæðir,
annað hvort vegna smitana, sem þeir höfðu
yfirunnið áður, eða eftir bólusetningu,
fengu aðeins um 2 af hundraði berldavctt.
Það var augljóst að hér hafði verið um
mjög svæsna berklasmitun að ræða, og
höfðu neikvæðu nemendurnir veikst alveg
eins og um mjög næman umferðarsj úk-
dóm hefði verið að ræða, en þeir bólusóttu
sloppið eða orðið mjög lítið veikir. — Það
kom seinna í ljós að einn af kennurum
skólans hafði smitandi berkla. Þetta er að-
eins eitt dæmi af mörgum, sem nefna
mætti um þýðingu Calmettebólusetning-
arinnar.
Bólusetningin er því miður þeim vand-
kva?ðum bundin, að bóluefnið verkar ekki
nema nokkur ár (ca. 1—5) og er því nauð-
synlegt að hafa eftirlit með þeim, sem eru
bólusettir, og helzt að berklaprófa og gegn-
lýsa þá einu sinni á ári, því ef þeir reyn-
BEEKLAVÖ R N
Áður fyrr smituðust, a. m. k. í bæjum
og borgum flestir af berklum áunga aldri,
og urðu jákvæðir við berklapróf, þ. e. a. s.
höfðu fengið í sig mótefni gegn nýrri
smitun, Þetta var kannske heppilegt, þar
sem almennt er álitið, að bezt sé að smit-
ast á skólaskyldualdri, úr því að á annað
borð, vart verður hjá því komist að fólk
smitist fyrr eða seinna á lífsleiðinni.— Því
meir sem vinnst á í baráttunni gegn berkla-
veikinni, sýnir það sig að börn á skóla-
skylduaklri sleppa meira og meira við smit-
un og fleiri og fleiri eru neikvæðir á ungl-
ingsárum og jafnvel fullorðinsárum. Hætt-
an sem af þessu stafar er augljós, sem sé
að um smitun getur orðið að ræða á
óheppilegum aldri, því að eins og áður er
sagt, smitun verður varla komist hjá fyrr
eða seinna. Það liggur því beint við að
draga þá ályktun, að bólusetja beri alla
þá, sem reynast neikvæðir við berklapróf.
En sú mikla vinna og kostnaður sem slík
bólusetning myndi hafa í för með sér,
mun sennilega fyrst u.m sinn hamla þvi að
hægt verði að bólusetja aðra en þá, sem
álitið er að sé mest hætta búin, en það er
eins og fyrr er sagt, börn sem eiga berkla-
veika aðstandendur og starfsfólk á hælum
og sj úkrahúsum.
.18