Berklavörn - 01.06.1945, Síða 40
bórunn Magnúsdóltir, skáld:
Dagsbrún
(
Þórunn Magrmsdóttir.
„Eins og ég hef áður sagt yður . .
sagði læknirinn og stakk hlustarpípunni í
sloppvasa sinn. Honum fataðist, þegar
hann leit á ungu stúlkuna, sem sat fyrir
framan hann á hvíta, gljáborna stólnum.
Hún hafði brugðið litum, það dimmdi vfir
augum hennar. Með hröðum, óstyrkum
hreyfingum tók hún fötin sín og byrjaði
að klæða sig.
Aumingja stúlkan, þetta var sjálfsagt
ekki auðvelt fyrir hana, umskiptin urðu
mörgum örðug og kvíðvænleg, en hann
mátti ekki láta það hafa áhrif á ákvörðun
sína. Hann rjálaði óafvitandi við hlustar-
pípuna og hóf máls á ný: „Eins og ég hef
áður sagt yður, eruð þér nú fleyg og fær
og þurfið ekki að dvelja hér lengur“ —
hann hafði hugsað sér að skjóta hér inn í
einhverju gamanyrði, en hann sleppti því
og hélt áfram í sama alvörutón, — svo að
ég hef ákveðið að útskrifa yður um næstu
mánaðamót“.
Þá var það sagt, og á eftir fylgdi þögn
mögnuð kynngi þeirrar örvæntingar, sem
varnaði ungu stúlkunni máls. Nú var tæki-
24
færið, nú átti það að segjast, að hún vissi
ekki, hvað við tæki, kenndi sig ekki mann
til að taka á sig byrðar brauðstritsins og
farg afkomuáhyggjanna. Nú fór sumarið
í hönd og hún mundi styrkjast og hressast
svo óendanlega mikið til hausts og hefði
tímann fyrir sér til að ráðstafa sér, ef
hún aðeins fengi að vera hér næstu mán-
uði, tvo—þrjá næstu mánuði. En hún gat
ekki stunið upp neinu af því, sem hún
þurfti að segja, þorði það ekki, því að grát-
urinn sat eins og blý fyrir brjósti hennar
og hún vildi ekki gera sig að aumingja í
augum læknisins.
Hjúkrunarkonan, sem var lækninum til
aðstoðar við sjúkraskoðunina, sagði í
hressilegum róm: „Þér eruð ekki óviðbú-
in, Bergljót mín, það var um þetta talað
við síðustu skoðun“.
Nei, hún var ekki óviðbúin, hún hafði
kviðið fyrir þessu heilan mánuð.
„Já, það er einmitt það, og þess vegna
vona ég, að þér séuð búin að átta yður á
hlutunum og hafið séð yður fyrir samastað
og léttri vinnu, því að annað kemur vitan-
lega ekki til greina“.
„En það hef ég ekki“, hefði hún átt að
segja og gera glögga grein fyrir kringum-
stæðum sínum, en hún gat það ekki, grát-
urinn þrengdi að kverkum hennar, nú
mátti engu muna.
„Það er svo mikil aðsókn að hælinu,
þörfin er svo brýn fyrir marga, að við get-
um ekki varið það, að hafa hér fólk, sem
við teljum albata og getur, með góðri að-
búð, alveg eins dvalið annarstaðar".
„Auðvitað“, stundi Bergljót upp. Eitt-
hvað varð hún að segja, en ekki of mikið.
Nú var hún klædd og snéri til dyra. Hún
varð að komast burt, burt héðan, sem allra
skjótast, áður en hún missti alla stjórn á
tilfinningum sínum.
Hjúkrunarkonan virtist eitt andartak
ætla að varna henni útgöngu eins og hún
BEEJvLAVÖRN