Berklavörn - 01.06.1945, Page 43
í bréfinu, hann var bara skálkaskjól. Bless-
aður, góði pabbi, hún hafði alltaf verið
eftirlætið hans, hann mundi ekki amast
við að hún kæmi heim, en hann hafði ævin-
lega verið borinn ráðum.
Gremjan yfir bréfunum hafði sezt svo
að í hug hennar, að hún hafði ekki fengið
sig til að svara þeim. Og enn hafði hún
engar ráðstafanir gert til að útvega sér at-
hvarf. Þetta hafði hún ætlað að segja
lækninum en brostið þrek til þess, og hún
hafði ennfremur ætlað að minna hann á,
hvernig til hafði tekizt, þegar hún útskrif-
aðist af hælinu áður. Of snemma byrjaði
hún að vinna og heilsa hennar bilaði á ný.
Þá hafði hún sjálf verið ódeig og þeir,
sem næst henni stóðu, höfðu fremur örvað
hana en latt til vinnu. Mamma hennar,
sem sjálf var hraust og harðgerð hafði
ráðið þær báðar í fiskvinnu og látið hana
fylgja sér eftir, hvernig sem viðraði. Þeg-
ar svo kom í ljós að vinnan hefði orðið
henni um megn, varð mömmu hennar það
efni til mikils málskrafs, hvílíkt ábyrgðar-
leysi læknarnir sýndu með því að útskrifa
af hælunum fólk, sem ekki hefði hreysti
til að vinna.
Nei, hún vildi ekki um þetta hugsa. það
var aðeins til að ýfa upp gremju hennar
og hryggð, heldur flýja á náðir vanda-
lausra.
Hún velti fyrir sér, hvaða störf hún gæti
helzt unnið. Hún gæti tekið að sér inn-
heimtu, létta afgreiðslu- eða verksmiðju-
vinnu; en þó helzt saumaskap. Bindandi
starf væri óhentugt fyrst í stað. Ef hún
tæki heim sauma- eða handavinnu gæti
hún fremur hagað sér eftir því, sem starfs-
þol hennar leyfði, og tekið sér hvíld, þegar
hún væri þreytt og slöpp. En hana vantaði
heimili. Hún mátti ekki til þess hugsa að
hýrast ein í einhverri herbergisholu og
eiga enga aðhlynningu vísa, ef hún veikt-
ist.
Hún hafði stundum talað um þetta við
Böðvar, en það var eins og honum fyndist
ekkert liggja á.
„Þú verður ekki látin fara á næstunni,
fyrst þú átt ekki að neinu heimili að
hverfa“, sagði hann jafnan.
Svo hafði hún látið tímann, líða í fyrir-
hyggjuleysi og þó ugg. Hvað mundi Böðvar
segja nú? En hann var fjarri, hafði farið
suður á sambandsþingið og yrði viku eða
meira í ferðinni.
— Nú var hælið langt að baki henni.
Hún gekk eftir tjarnarbakka, þar, sem
strjálir viðarrunnar spegluðust í vatninu.
Það var dimmóskulegt og kalt, þéttur rign-
ingarúðinn sat eins og héla á steinum og
stráum.
Svona var lífið alloftast, myrkt og nöt-
urlegt. Enginn bjarmi, sem lýsti leiðina
framundan, enginn varmi, sem yliaði
hröktum vegfaranda----------Hvers vegna
halda svo fast í það? Örvænta og stríða,
líða óbærilegar þrautir, bera þungar á-
hyggjur og algert vonleysi, en lifa þó —
-----Ekki þurfti mikið út af að bera til
þess að öllu væri lokið. Hún gæti misstigið
sig hérna á tjarnarbakkanum, hún vissi
um hyl við bakkann.---------
Nei, það var of hryllilega opinskátt.
Ef henni aðeins yrði verulega kalt----
— Nú var hráslagarigning. Hún þyrfti
ekki annað en að fara úr kápunni og losa
um kjólinn, svo að regndroparnir skyllu
á nöktu höundi hennar og vindurinn næddi
um brjóst hennar. Veðrið var að færast í
aukana. Hún kæmi heim rennvot og skylfi
af kuldaflogum og svo----------.
Hún hristi höfuðið yfir hugsunum sín-
um. Þetta var brjálsemi, óþolandi aum-
ingjaskapur. Henni var nær að taka Drop-
laugu, stofusystur sína sér til fyrirmynd-
ar, hún bar þungbær veikindi með bros á
vör og æðraðist aldrei.
Þrátt fyrir allt var þó dýrmætt að hafa
fengið bata. Bak við úrræðaleysi hennar
og kvíða djarfaði fyrir von um betri tíma.
BEEKLAVÖRN
27.