Berklavörn - 01.06.1945, Side 45

Berklavörn - 01.06.1945, Side 45
um háloftin. Meira um það, þegar ég kem heim. Það er ekki fyrir mælskan mann að segja heila ferðasögu í fáum orðum. Við fulltrúarnir á þingi S. I. B. S. höfum mikið að gera. Stórir viðburð- ir eru í aðsigi. Fjársöfnunin hefur gengið fram yfir vonir og nú þegar er fært að hefjast handa með bygg- ingu vinnuheimilis. Ég hef skoðað staðinn og teikningarnar og lízt prýðilega á hvorttveggja. Það verður byrjað á því að byggja smá íbúðar- hús, en fyrst um sinn verða braggar notaðir fyrir vinnuskála. Þetta er okkar fyrirheitna land. Hin eina friðlýsta höfn. Þarna og að- eins þarna gefst okkur tækifæri til að eignast heimili. Þarna getum við verið saman, þú og ég, þangað til dauðinn aðskilur okkur. Undrar þig nokkuð, þó að mér yrði við eins og ég sæi dagsbrún eftir langa, myrka nótt. Enda þótt ég hafi reynt að dylja það fyrir þér, hefur mér sannarlega okki verið rótt, þegar ég hef hugsað til þess, að þú ættir að hrekjast frá mér á næstunni og þar með væri öll von um samvistir okkar að engu orðin. En nú ljómar dagur og lífið brosir á ný. Aðeins stutt bið og svo fáum við að vera saman á meðan við lifum bæði.. . Með þessa von ríkasta í hoga kveð ég þig, ástin mín. DAGSTOFA í REYKJALUNDI Ljósm. F. Ckiiisen. BERKLAVÖRN 29

x

Berklavörn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.