Berklavörn - 01.06.1945, Page 46

Berklavörn - 01.06.1945, Page 46
BROSTNIR HLEKKIR / Andrés J. Siraumlcmd, forseii S.I.B.S. Um svipað leyti og samtök okkar, — S. I. B. S., fögnuðu þeim sigri, að geta byrjað starfsrekstur Vinnuheimilis S. I. B. S. var það, að einn af að- alhvatamönnum að stofnun þess og forseti samtakanna frá byrj- un, — já, einn úr fremstu víg- línu, — lagðist inn á sjúkrahús þungt haldinn, og lézt harða og erfiða baráttu að miss- eri liðnu. Þannig eru örlög mannanna, þeir keppa að ákveðnu marki í lífinu, en oft- ar er það, að þeir sjá elcki áhugamál sín rætast að fullu, og þannig var það með forseta samtaka vorra. Eftir að Sam- band íslenzkra berklasjúkiinga Var stofnað 1938, var það hans eina áhugamál, að samtök þessi mættu sem allra mest og bezt af sér leiða fyrir alla þá mörgu, er voru eða höfðu verið berkla- veikir, — já, og alla þjóðina. Hann var í vöku og draumi, allt fram í andlátið, með hugann við S. í. B. S. og hugðarefni þess. Það var fyrst eftir stofnun S. í. B. S., að ég kynntist And- rési og urðum við þá strax góðir vinir, og á ég margar ljúfar minningar frá þeim samverustundum, er við unnum saman að málefnum S. I. B. S., og minnist ég alveg sérstaklega samvmnu- lipurðar hans. Þessar stundir urðu því Andrés J. Straumland. miður alltof fáar. Ég er viss um, að það var eigi tilviljun ein, er réði því, að Andrés var valinn fyrsti forseti samtaka vorra, og ávallt endurkjörinn á hverju 30 BBRKLAVÖRN

x

Berklavörn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Berklavörn
https://timarit.is/publication/1220

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.