Berklavörn - 01.06.1945, Síða 48
— Sigurður Magnússon, prófessor —
Prófessor Sigurður Magnús-
son fyrrverandi yfirlæknir Víf-
ilsstaðahælis andaðist í Landa-
kotsspítala þann 20. júlí síðast-
liðinn. Hann var fæddur 24.
nóvember 1869. Lauk lækna-
prófi 1901. Hann var kennari
við læknaskólann 1901—1902.
Dvaldi við framhaldsnám er-
lendis frá 1902—1907.
Þegar Vífilsstaðahæli tók til
starfa árið 1910 var próf. Sig-
urður ráðinn yfirlæknir þess og
gegndi hann því starfi fram til
ársins 1939.
Próf. Sigurður var kvæntur
Sigríði Jónsdóttur frá Bíldudal.
Þau hjónin eignuðust 4 börn,
sem öll eru á lífi og uppkomin.
Sigurður Magnússon var
fyrsti berklalæknir þessa lands.
Þegar hann tók til starfa, sem
yfirlæknir fyrsta heilsuhælisins
hér á landi, þá biðu hans mörg
mikilvæg verkefni.
Berklaveikin fór þá vaxandi,
einangrunin var í rénun, sam-
göngur jukust, kaupstaðir og
þéttbýli var að myndast með
ákjósanlegum jarðvegi fyrir út-
breiðslu berklaveikinnar.
Auk starfanna við heilsuhælið varð hann
því að vera í fylkingarbrjósti þeirra
manna, er í ræðu og riti börðust fyrir öfl-
ugri vörnum gegn veikinni, kynntu al-
menningi hættur sjúkdómsins og mögu-
leika til varnar. Hann átti ásamt þáver-
andi landlækni drýgstan þátt í þeim merku
berklavarnalögum, er hlutu gildistöku á
Alþingi 1922 og sem gilda enn óbreytt
Sigurður Magnússon.
að mestu. Próf. Sigurður var víðlesinn
maður og fylgdist alla tíð vel með í sín-
um fræðum. Hann ritaði margt, bæði í
erlend og innlend læknarit og einnig til
almenningsfræðslu. Hann var heill í starf-
inu, starfið var honum allt. Hann stjórn-
aði stofnun sinni með röggsemi og festu
og ávann sér hylli og virðingu sjúkhng-
anna.
32
BERKLAVORN