Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 9

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 9
Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Pantaðu ferðagjaldeyrinn á gjaldeyrir.is og gríptu hann með þér í nýja útibúinu okkar á Keflavíkurflugvelli á leið út í heim. Viðskiptavinir allra banka geta nýtt sér þessa þjónustu. Það verður ekki mikið þægilegra. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA –  1 6 - 1 2 6 8 | 9FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 Þeir sem skipta um trú eru réttdræpir, samkvæmt íslam „Ég get ekki sótt kirkju í Noregi og ekki heldur í Írak,“ segir Raisan sem er 39 ára Íraki sem var dæmd- ur í fangelsi fyrir liðhlaup en komst undan til Noregs. Hann snerist til kristinnar trúar fyrir tveimur mánuðum. Hann segir að Norðmenn setji alla frá Suður Írak undir sama hatt og sendi þá sjálfkrafa til baka. Þeir sem verði fluttir héðan til Noregs verði sendir þangað með hraðpósti, án tillits til aðstæðna. Ástandið í íröskum fangelsum sé þó hræði- legt. Hann segir að þeir sem snúist til kristinnar trúar eigi ekki sjö dag- ana sæla í múslimskum löndum, þeir séu í raun réttdræpir sam- kvæmt íslam. Engin landamæri „Einn vinur okkar, Kúrdi sem dvaldi lengi í Noregi og hefur reyndar verið sendur þangað aftur, vildi fá skírn í norsku kirkjunni en fékk það ekki vegna þess að hann var pappírslaus og ekki inni í kerf- inu. Í Danmörku hafa stjórnmála- menn skipt sér af starfi presta með hælisleitendum og hvatt til þess að enginn án gildra pappíra fái skírn,“ segir Kristín Þórunn Tómasdótt- ir, prestur í Laugarneskirkju. Hún segir að trúarafstaðan sé ekki at- riði í starfi þjóðkirkjunnar með hælisleitendum. „Við spyrjum ekki um trúarlegan bakgrunn þeirra sem koma á Seekers fundina okk- ar heldur bjóðum alla velkomna. Sumir hælisleitendur sem koma í starfið okkar vilja taka skírn, því það er áþreifanlegt og sýnilegt skref í þá átt að tilheyra samfé- laginu sem þau vilja vera hluti af. Þau sem vilja skírast fá fræðslu og undirbúning hjá presti og þetta verður því mikilvægt og merk- ingarbært fyrir þau. Við lítum ekki á skírnina sem stjórnsýsluaðgerð heldur leið til að miðla náð Guðs og kærleika sama hvernig stendur á – því að í guðsríkinu eru engin landamæri,“ segir hún. Hissa á Norðmönnum „Þeir sem vilja skírast þurfa að sækja fræðslu til mín sex sinnum áður en af skírninni getur orðið. Fræðslan fjallar um Biblíuna, boð- orð Móses, líf Jesús, fyrirgefn- inguna og merkingu hennar, hina heilögu þrenningu, faðirvorið og trúarjátninguna,“ segir Toshiki Toma. Hann segist vera mjög hissa á þeirri afstöðu norsku kirkjunnar að skíra ekki flóttamenn til kristinn- ar trúar ef þeir eru ekki með vega- bréf. Hann hafi stundum boðið upp á styttri fræðslu vegna þessa svo hælisleitendur geti látið skírast ef til stendur að senda þá til Noregs. Ég lít svo á að skírnin sé á grund- velli guðlegrar náðar en ekki eitt- hvað sem hann geti haft stjórn á. Allir þessir menn koma frá Suður Írak og hafa skipt um trú á Íslandi. Raisan segir að þeir sem snúist til kristni eigi ekki sjö dagana sæla.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.