Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 04.06.2016, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 04.06.2016, Qupperneq 10
Enginn maður hefur verið dæmd- ur hér á landi fyrir að hrella aðra manneskju og brjóta þannig gróf- lega gegn friðhelgi einkalífs við- komandi en þó er ljóst að eltihrellar eru stigvaxandi vandamál, þá ekki síst vegna nýrra tækni og nálægð- ar sem skapast á internetinu. Þetta kemur meðal annars fram í samtali við yfirlögregluþjón lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, og talskonu Stíga- móta, Guðrúnu Jónsdóttur. Fréttatíminn hefur rætt við nokkrar konur sem allar lýsa grófu langvarandi ofsóknum sem hafa breytt hegðunarmynstri þeirra. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera varar um sig, að berjast við kvíða og haga lífi sínu af ótta við ofsóknir eltihrellanna – jafnvel þó mörg ár séu liðin frá því ofbeldinu lauk. Það er ljóst að ofbeldið er gíf- urlega flókið og djúpstætt. Vilja drottna Aðeins tvær konur vildu koma fram undir nafni og lýsa reynslu sinni. Hinar óttuðust að ofsóknirn- ar tækju sig upp aftur ef þær veittu eltihrellinum minnstu athygli; þó slík athygli sé ekki sú sem hrellun- um hugnast, enda þrífast þeir best í myrkum skúmaskotum og þrúgandi þögn. Tilgangur eltihrellanna er misjafn samkvæmt sérfræðingum; sumir þeirra eru ástsjúkir á meðan aðrir vilja einfaldlega drottna yfir fórnarlömbum sínum. Þá er þriðji hópurinn sem verður heltekinn Ofsóknir eru vaxandi vandamál í tæknisamfé- lagi. Einstaklingar ofsækja ókunnugt fólk árum saman án þess að þeim sé refsað fyrir háttsemi sína. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Eltihrelling refsilaus glæpur Eltihrelling er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi, en svo virðist sem lögin nái afar sjaldan í skottið fólki sem ofsækir einstaklinga sem þeir þekkja lítið sem ekkert. af frægðarmennum og eru til slík dæmi hér á landi. Öll mál sem snúa að nálgunar- banni, sem hafa ratað fyrir Hæsta- rétt Íslands, snúa að fyrrverandi mökum. Þar er oft um líkamlegt ofbeldi að ræða og oftar en ekki eru börn í spilinu. Aftur á móti eru nær engin dæmi, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst, um að eltihrellar, sem eiga engin tengsl við fórnarlömb sín, hafi verið úr- skurðaðir í nálgunarbann – nema um sé að ræða mál er snúa að opin- berum starfsmönnum, svo sem lög- reglumönnum og starfsfólki barna- verndanefnda. Konurnar tvær, sem Fréttatím- inn ræddi við, eru fórnarlömb tveggja eltihrella sem höfðu engin tengsl við þær. Fjölmargar konur hafa sakað mennina tvo um að of- sækja sig og því er ljóst að gerendur af þessari tegund eru fáir, á meðan fórnarlömbin eru mörg. Fangar óttans Þetta eru ekki endilega „venjuleg- ir“ brotamenn, þetta eru líka menn sem hafa ekki neinn brotaferil,“ segir Alda Hrönn sem segir elti- hrella vel þekkt fyrirbæri víða um heim og tekur undir að ákveðin brotalöm séu í lögum á Íslandi þegar kemur að þessari tegund af- brota. Það sýnir sig helst að engum hefur verði refsað fyrir að brjóta með svo grófum hætti á friðhelgi einkalífs annarrar manneskju. „Við höfum þó fengið ákveðin vopn í þessari baráttu, meðal annars með lögum um nálgunar- bann og brottvísun af heimili. Það skipti miklu máli. Við teljum þó að ganga þurfi lengra í að tryggja úr- ræði er varðar eltihrella til þess að fullnægja skuldbindingum Íslands hvað Istanbúl-samninginn varðar,“ segir Alda Hrönn. Istanbúl-samn- ingurinn snýr að forvörnum og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og var samþykktur hér á landi 2011. Alda segir að lög- reglan hafi óskað eftir því að það verði skerpt á þessu atriði í lögum til þess að auðvelda þeim að vernda einstaklinga sem mega þola ofsókn- ir. „Þetta eru svakalega alvarleg brot,“ segir Alda Hrönn. „Og þó að áreitið hætti, tímabundið, þá taka þyngstu áhyggjurnar við. Þannig verður sá, sem fyrir þessu verður, fangi óttans,“ segir Alda Hrönn. Hrefna I. Jónsdóttir var kúguð og ofsótt af manni í fjölda ára eftir að hann myndaði hana í kynlífsathöfnum „Það er náttúrulega mjög sér- kennileg staða að þegar maður kynnist fólki, byrjar í sambönd- um, nýrri vinnu, eða eitthvað slíkt, þá þurfi maður að upplýsa að þeir geti búist við því að fá í hendurnar kynlífsmyndband af mér,“ segir Hrefna I. Jónsdóttir, sem mátti sæta ofsóknum mun eldri manns frá menntaskólaaldri sem reyndi að lokum að neyða hana í vændi, ella yrði mynd- bandið gert opinbert. Maðurinn, sem ofsótti hana í tæpan áratug, komst í samband við hana í gegnum netið. Hrefna segir manninn, sem hún taldi þá pilt á sínum aldri, hafa verið næman, hrósað henni og látið henni líða vel. Hún hafi þurft á stuðningi að halda á þeim tíma og því tekið vel í athyglina. Síð- ar féllst hún á að hitta mann- inn og kom þá í ljós að um var ræða karlmann á miðjum aldri, ekki ungan áhugasaman pilt. Það breytti því ekki að Hrefna upplifði sambandið sem eitthvað jákvætt. Hrefna segir að það sé flókið að útskýra hvað kom næst. Hún féllst á að sofa hjá honum í eitt skipti. Hún hafi upplifað hann sem klett í sínu lífi og það er meðal annars ástæðan fyrir því að hún kenndi sér sjálfri um að einhverju leyti hvernig fór. Maðurinn brást trausti hennar algjörlega og tók kynlífið upp án hennar samþykkis. Þar með hófst matraðakennt tímabil í lífi Hrefnu. Maðurinn hótaði ítrekað að birta myndbandið opinberlega eða senda það á ástvini hennar ef hún hitti hann ekki, eða væri í samskiptum við hann. Að lokum reyndi hann að neyða hana út í vændi; það var þá sem hún braust út úr ofbeldinu. „Hann náði bara algjörum tökum á lífi mínu,“ segir Hrefna sem náði að brjótast undan ægi- valdi mannsins árið 2005. Meðal annars með aðstoð lögreglu. „Það er samt sorglegt að segja frá því að ég hringdi í lögregluna um daginn, eftir að önnur kona lenti í honum, og þá kom í ljós að engar upplýsingar voru inni í kerfi lögreglunnar um að ég hefði ósk- að eftir aðstoð,“ segir Hrefna sem telur að lögreglan verði að bæta verklagsreglur þegar kemur að eltihrellum. Hún segir ofbeldið sem hún mátti þola hafa verið mikið á netinu. Þar hafi stærsti hluti samskiptanna farið fram og hann hafi neytt hana til þess að vera í samskiptum við sig með hótun- um. Hún framvísaði þeim upplýs- ingum til lögreglu, meðal annars hótunum um að hann myndi gera myndbandið opinbert. „En þeir sögðust aldrei geta gert neitt,“ segir hún, og lýsir upplifun sinni þannig að lögreglan hafi verið algjörlega úrræðalaus þegar það kom að málinu. Nokkrar konur hafa lýst því hvernig þessi sami maður hafi ofsótt þær og hefur ein þeirra meðal annars kært hann til lögreglu vegna ofsókna og er það mál í rannsókn. Þá hefur þriðja konan óskað eftir nálgunar- banni gegn honum. Reyndi að neyða fórnarlambið í vændi Mynd | Rut Mynd | Hari 10 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið. 568.320.- á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. 0 4 - 1 9 O k t ó b e r 2 0 1 6 Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA MEXICO, BELIZE & GUATEMALA w alla föstudaga og laugardaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.