Fréttatíminn - 04.06.2016, Qupperneq 12
Hún segir það skelfilegt að kon-
ur, og raunar karlar einnig, þurfi að
draga sig hreinlega úr samfélaginu
af ótta við að sæta ofsóknum af
þessu tagi.
Aðspurð hvað sé til ráða svarar
Alda Hrönn, að lykillinn sé að til-
kynna allt til lögreglunnar.
„Við getum bara hvatt fólk til þess
að tilkynna þetta í hvert skipti. Það
er mikilvægt að tilkynna smávægi-
legasta ónæði. Það styrkir mála-
reksturinn, sérstaklega ef maður
ætlar að fá nálgunarbann,“ segir
Alda Hrönn sem áréttar þó að það
sé verið að vinna í mikilvægum úr-
bótum í lögum hvað þetta varðar.
Tekur líf yfir á lúmskan hátt
Stígamót gerðu gangskör að mála-
f lokknum á dögunum, með-
al annars vegna þrýstings fórn-
arlamba eltihrella.
„Við höfum lengi haft vonda sam-
visku yfir því að komast ekki yfir
allt sem við vildum gera. Þar sem
nauðganir, sifjaspell og vændi eru
þau ofbeldisform sem við vinn-
um með dagsdaglega hefur það
orðið útundan að ráðast í vit-
undarvakningu um kyn-
ferðislega áreitni, staf-
rænt ofbeldi af ýmsum
toga,“ útskýrir Guðrún
Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta.
„Það þarf að koma því til
skila að ofbeldi án snertingar
getur verið mjög gróft og það
getur tekið yfir líf fólks á
lúmskan hátt. Vanmáttur
hefur einkennt um-
ræðuna. Það þarf
að bæta lagaum-
hverfi, þó það
eitt og sér
muni ekki
leysa neinn
vanda.
Lögin um kynferðislega áreitni eru
til dæmis til fyrirmyndar, en þau
eru lítt þekkt og þeim er sjaldan
beitt. En það þarf að koma lögum
yfir eltihrella,“ segir Guðrún.
Ekki ásættanlegt að bregðast
ekki við
Guðrún segir fæsta meðvitaða um
úrræði og ekki síst alvarleika mál-
anna. Hún segir það ekki ásættan-
legt að lögreglumenn bregðist ekki
við, sérstaklega vegna þess að oft
liggja fyrir áþreifanleg sönnunar-
gögn. „Ég veit að innan lögreglunn-
ar hefur áherslum verið breytt til
þess að mannskapur sé til staðar til
þess að fást við þessi mál.“
Guðrún segir fæsta meðvitaða
um úrræði og ekki síst alvarleika
málanna. „Það ber að taka þessum
málum mjög alvarlega, því þó brota-
þolar sæti ekki líkamlegu ofbeldi,
þá getur verið um mjög alvarlegar
ofsóknir að ræða,“ segir Guðrún
sem segir að það sé ekki ásættan-
legt að fórnarlömb slíkra ofsókna
mæti algjört úrræðaleysi eins og
fórnarlömbin upplifa í
dag.
Alexandra var sautján ára gömul þegar hún talaði fyrir
rælni við eltihrelli sem átti eftir að ofsækja hana í fjögur
ár og hóta að ræna barninu hennar.
Alexandra Arndísardóttir, rúmlega tvítug kona frá
Akranesi, segist hafa gert þau mistök að hafa spurt
eltihrellinn sinn á Facebook hver hann væri, eftir að
hann bað hana um að vera vinur sinn á samskipta-
miðlinum.
„Hann átti svo eftir að ofsækja mig í fjögur ár eftir
það,“ segir Alexandra sem segist hafa liðið eins og
hún hefði gengið á vegg þegar hún leitaði aðstoðar
hjá lögreglunni vegna ofsókna sem hún mátti þola.
Alexandra segir ofsóknirnar hafa byrjað á vefnum
þegar hún var 17 ára gömul en hún er 21 árs í dag.
Hægt og rólega fór áreitið að færast yfir í stanslaust
ónæði, meðal annars með linnulausum símhringing-
um auk þess sem hana grunar að hann hafi setið um
sig.
„Að lokum var hann bara farinn að anda í sím-
ann,“ segir Alexandra um það hvernig ofsóknirnar
stigmögnuðust.
Alexandra reyndi að útiloka hann á samskiptamiðl-
um, en allt kom fyrir ekki, hann bjó til nýjar síður og
sendi henni endalaust skilaboð. Spurð hverskonar
skilaboð var um að ræða, útskýrir hún að þetta hafi
oft snúist um það hvað hún væri falleg, að hann ætl-
aði að giftast henni og svo framvegis. Eltihrellirinn
er um 10 árum eldri en hún sjálf, eða í kringum þrí-
tugt, og í mikilli fíkniefnaneyslu að hennar sögn.
Það var ekki fyrr en ofsóknirnar breyttust í ljótar
hótanir sem Alexandra fór að óttast um eigið öryggi.
Ekki síst vegna þess að hún átti það til að sjá hann í
nærumhverfi sínu.
„Hann hótaði að taka af mér strákinn minn, sem
var eins árs þarna,“ útskýrir Alexandra og bætir við
að hann hefði tekið brjálæðisköst í hvert skiptið
sem hún reyndi að slíta samskiptunum. Þá var hún
farin að óttast manninn, en síðar átti eftir að koma í
ljós að fjöldi kvenna segjast hafa lent í ofsóknum af
hálfu mannsins.
„Þegar ég leitaði til lögreglunnar sagðist hún ekki
geta gert neitt þar sem maðurinn væri andlega veik-
ur,“ segir hún og bætir við: „Ekki að það hafi fengið
mig til þess að líða betur.“ Alexandra segist hafa
fundið fyrir algjöru úrræðaleysi hjá lögreglunni.
Hún segir að það eina sem virkaði að lokum var að
veita honum enga athygli. Þannig hafi tækninýjung á
Facebook gert meira gagn en lögreglan; sem var að
öll skilaboð frá þeim sem hún þekkti ekki fóru í inni
í sérstaka síu, þannig að hann gæti ekki séð hvort
hún hefði skoðað skilaboðin. Nokkuð sem notendur
Facebook ættu að kannast vel við.
„Hann er núna búinn að láta mig í friði síðan síð-
asta haust, maður vonar bara að það haldi áfram,“
segir Alexandra, vongóð að lokum.
Ofurlítið spjall endaði með ofsóknum í fjögur ár
Alda Hrönn
Jóhannsdóttir,
yfirlögfræðing-
ur lögreglunnar
á höfuðborgar-
svæðinu.
Mynd | Rut
www.rmm.is
LISTRÆNN STJÓRNANDI: VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON
16. - 19. júní 2016 í Hörpu
Reykjavík Midsummer Music
4 DAGAR · 7 TÓNLEIKAR · 18 MAGNAÐIR LISTAMENN
HÁTÍÐARPASSI AÐEINS 12.000 KR.
MARGVERÐLAUNUÐ
TÓNLISTARHÁTÍÐ
KRISTINN SIGMUNDSSON
Söngvar förusveins
17. júní kl. 20 í Eldborg
TAI MURRAY
Der Wanderer Grand finale
19. júní kl. 20 í Norðurljósum
VIKTORIA MULLOVA
Gangandi geimfari
16. júní kl. 20 í Norðurljósum
H
G
M
@
H
G
M
.IS
„Absolutely unmissable“
Reykjavík Grapevine
„Einn af hápunktum tónlistarársins“
Fréttatíminn
12 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016