Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 38

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 38
Karlotta Laufey keyrir á nýju mótorhjóli í sveitina þar sem hún starfar aðra hverja viku. Hina vikuna nýtur hún lífs- ins í miðbænum og treður upp sem gítarleikari í spand- exgalla. Hún er heimilislaus í augnablikinu en tekur lífinu létt og flúrar sjálfa sig viðbótum í tattúsafnið. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is „Ég var að klára að tattúera sjálfa mig rétt í þessu. Þess vegna er ég svona sein,“ útskýrir Karlotta Lauf- ey Halldórsdóttir sem er oftast köll- uð Lotta. „Ég er að prófa mig áfram í að teikna og flúra. Síðustu daga hefur setið í mér sú hugmynd að fá mér gamla köttinn minn á lærið. Ég lét að því verða áður en ég held aft- ur upp í sveit.“ Lotta starfar aðra hverja viku á veitingastað á sveitabæ undir Eyja- fjöllum. Hina vikuna rúllar hún í bæinn á mótorhjólinu sínu og nýt- ur þess að vera í fríi. „Ég elska að eiga þessa tvo ólíka heima, sveitina og miðbæinn. Aðra vikuna er ég með túperað hár í spandexgalla að troða upp í miðbænum, hina er ég í sveitinni að kíkja á rollurnar í fjár- húsinu.“ Pabbi Lottu kenndi henni á gítar og spilaði hún lengi með rokk- hljómsveitinni Vicky sem var ein af fáu stúlknarokkhljómsveitunum á þeim tíma. Hún var einnig með- limur rokk- og metalhljómsveitinni Dimmu í tvö ár. Um þessar mundir er Lotta heim- ilislaus og f lakkar milli íbúðina þegar hún er í bænum. „Allt dótið mitt er læst í gámi einhversstað- ar. Ég kom heim eina vikuna og þá hafði blöndunartækið inni á baði sprungið og sjóðandi vatn lak út um allt, þetta var eins og gufubað.“ Hún er þó ekki að stressa sig á kringum- stæðum, það er ekki í hennar eðli. Í sumar ætlar Lotta að ferðast til Frakklands og njóta lífsins og ekki í kortunum að skjóta rótum. „Ég er langt frá þeim pælingum að fjár- festa í íbúð og eignast börn. Ég var loksins að kaupa mér nýtt mótor- hjól, mér hundleiðist að keyra bíl.“ „Aðra vikuna er ég kannski í spandexgalla að troða upp í miðbænum, hina er ég komin í sveitina að kíkja á rollurnar í fjárhúsinu.“ Úr spandex- gallanum í fjárhúsið Lotta fjárfesti í nýju og stærra mótorhjóli til þess að halda í við hóp strák- anna sem hún hjólar með. Mynd | Hari Gígja á Brúðubílnum Að mati Gígju Hólmgeirsdóttur sviðslistamanns er hún með besta sumarstarfið: Að keyra Brúðubílinn. Á mánudaginn er fyrsta sýn- ing Brúðubílsins í Hallargarðinum og segir Gígja eitt það mik- ilvægasta við starfið að vera stundvís: „Brúðubíllinn má aldrei byrja of seint.“ Auk þess þarf bílstjórinn að vera frábær í að bakka bílnum og rata milli sýningarstaða. Á hverjum stað sér bílstjór- inn um að setja upp leikmyndina, tengja rafmagn í bílinn og gera klárt svo sýningin geti byrjað. „Þetta er algjört draumastarf og að fá að hitta öll þessi börn á hverjum degi er galdur.“ Bílstjórinn er líka reddari ef eitthvað kemur upp á. Brúðubíllinn er útileikhús og tengjast vandamálin oft veðri: „Ég set plastpoka á hátalarana ef rignir, eða hleyp til ef brúðurnar fjúka úr bílnum í roki.“ Óhefðbundin sumarstörf Rúntað með brúður og sýslað með kísil Á sumrin skipta margir um starfssvið: Ljóðskáld selja pylsur, unglingar reyta arfa og lögfræðinemar laga kaffi. Fréttatíminn tók púlsinn á nokkrum óhefðbundnum sumarstörfum. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is Gefur kísil með annari og gleði með hinni Starf Sturlaugs Haraldssonar sem gleðigjafa í Bláa lóninu felst meðal annars í að gefa gestum kísil, taka myndir af þeim ofan í lóninu og ein- faldlega „mingla“. „Maður verður að þora að tala við fólk, geta gert grín að sér og hafa gaman. Margir gleðigjafar eru í leiklist, leiklistarnemar eru oft góðir að tjá sig. Ég er samt ekki leiklistarmenntaður, bara nógu hress.“ Sturlaugur sinnir starfinu mikið ofan í lóninu og segir gesti oft ekki átta sig á að hann sé starfsmaður og haldi að hann hafi tekið upp hjá sjálfum sér að útdeila kísil til þeirra. „Það eina erfiða er að halda uppi góðri orku á löngum vöktum.“ Sturlaugur hefur eytt ófáum stundum ofan í lóninu, en jarðsjórinn hefur löngum verið talinn góður fyrir húðina: „Ég er með full- komna húð eftir þrjá mánuði í þessu starfi,“ segir Sturlaugur glettinn. Miðlar sjálfsást til Garðbæinga Myndlistarkonan Kristín Dóra ræddi við Fréttatímann í apríl um sjálfs- ástarátak sitt sem staðið hefur yfir í tvö ár. Átakið fólst í að hætta að rakka sjálfa sig niður og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Þetta sumarið miðlar Kristín sjálfsástinni áfram: „Við erum þrjár vinkonur, sálfræði- nemi, mannfræðinemi og ég, sem vinnum verkefni sem heitir Málglað- ar á vegum Garðabæjar.“ Í sumar ætla þær því að miðla sjálfsást með ýmsum leiðum, meðal annars með gerð hlaðvarps og þátttöku í ýms- um viðburðum: „Það er margt sem við höfum lært um sjálfsást sem við hefðum viljað vita fyrr.“ Því er markhópur Málglaðra yngra fólk og vonast þær til að geta unnið með vinnuskólahópum. „Þetta er frá- bært sumarstarf. Ég vil vera talsmaður sjálfsástar eins lengi og fólk vill hlusta,“ segir Kristín. Fylgjast má með hópnum í sumar á malgladar.tumblr.com Mynd | Hari Brúðubílstjórinn Gígja segir sumarstarf sitt vera algjöran draum. Kristín Dóra hefur verið í sjálfsástarátaki í tvö ár, en miðlar nú ástinni áfram. Sturlaugur mun eyða dögunum ofan í Bláa lóninu í sumar – og fá borgað. „Við höfum verið að fljúga svo mikið í kross að við höfum varla hist í tvær vikur,“ segir kærustuparið Jóhanna og Rebekka Rut, en þær vinna báðar sem flugfreyjur í sumar. Jó- hanna er hjá WOW-air og Rebekka hjá Icelandair: „Ég í bleiku og hún í bláu,“ segir Jóhanna brosandi. Því hafa báðar skilning á næturbrölti hinnar þegar þær vakna fjögur á morgn- ana til að undirbúa sig fyrir morgunflug: „Við vöknum venjulega báðar og sú sem er ekki að fara á vakt býr til hafragraut handa hinni á meðan hún gerir sig til, málar sig og setur upp hárið. Svo skutlum við hvor annarri almennt í vinnuna, enda erum við á einum bíl,“ seg- ir Rebekka Rut. Þennan morguninn eru þær hins vegar báðar í fríi, og hafa því tíma til að njóta morgunsins saman með pönnukökum, drekaávexti og öllu tilheyrandi: „Við reynum að vera alltaf með í það minnsta einn spennandi ávöxt við morgunverðarborðið,“ segir Jó- hanna. Jóhann og Rebekka hafa verið saman í 7 ár, allt frá því þær voru saman í Versló, og síðan hafa þær oft unnið saman, í flugfreyjustarfinu sem öðrum störfum. „Það gengur mjög vel að vinna saman, því við erum með alveg sitt hvora eiginleika,“ segir Rebekka. Jóhanna er lögfræðingur og Rebekka viðskiptafræðingur og stefna þær á að flytja á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn í haust, þar sem Rebekka verður í mastersnámi í viðskiptafræði. Morgunstundin Önnur í bláu og hin í bleiku Jóhanna og Rebekka Rut búa saman í Sjálandshverfinu í Garðabæ, viðeigandi tenging við Danmörku þangað sem þær flytja í haust. Mynd | Hari 38 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 4. júní – 5. júní 2016 KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI BARNA- GLERAUGU til 18 ára aldurs frá 0 kr. Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.