Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 49

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 49
www.tskoli.is Langar þig að læra að búa til tæknibrellur í þrívídd, sauma ík, búa til þína heimasíðu, forrita eða júga, læra að logsjóða og búa til verðlaunagrip úr málmi, gera tilraunir með rafmagn, teikna og mála andlit? Tækniskóli unga fólksins býður upp á ölbreytt námskeið 13. - 16. júní og 20. til 24. júní fyrir fólk á aldrinum 12 –16 ára. Skráning og upplýsingar á tskoli.is Medalíur og rósir Saumuð er einföld ík. Tæknibrellur & 3D Efni er tekið upp í Green Screen Rafrásarföndur Rafeindarásir búnar til, lóðning með lóðbolta og eira. Fatasaumur Heimasíðan þín HTML, CSS og myndir. Leitin að andlitum – myndlist Framtíðarugmenn Tækniskóli unga fólksins tskoli.is/taekniskoli-unga-folksins | endurmenntun@tskoli.is | Sími 514 9602 Forritun - tungumál framtíðarinnar Ljósmyndanámskeið 3D hönnun í Inventor Grunnatriði í forritun, skemmtileg verkefni. Tækniteiknun, hanna brú og setja hana saman. Áhersla lögð á opinn hug og ölbreytt vinnubrögð. Kynnast ugtengdum störfum, júga sjálf. Ljósmyndun og myndvinnsla fyrir byrjendur. Stálrós, kertastjaki og medalía smíðuð. og unnið í After Eects forritinu. Kassabílar og rallý Sumarör með myndavél Lögð er áhersla á einfaldleika, léttleika og jákvæðni. Smíða sinn eigin kassabíl. Aldrei hafa fleiri þátt-takendur eða lið skráð sig leiks í hjól-reiðakeppnina WOW Cyclothon sem fram fer dagana 14. til 17. júní næstkom- andi. Rétt tæplega 1200 þátttak- endur í 123 liðum hafa skráð sig til leiks en ræst verður frá Egilshöll og endað í Hafnarfirði. Einn af þátttakendunum í ár er bandaríski hjólreiðakappinn George Hincapie. Sá er enginn au- kvisi en hann hefur meðal annars unnið það sér til frægðar að hafa klárað erfiðustu hjólreiðakeppni heims, Frakklandshjólreiðarnar, alls 17 sinnum og verið liðsfélagi þriggja sigurvegara í keppninni, Spánverjans Alberto Contador, Ástralans Cadel Evans og frægasta hjólreiðakappa sögunnar, Lance Armstrong, en Hincapie hjólaði sjö sinnum með honum til sig- urs – sigrar sem síðar voru teknir af honum vegna frægasta lyfja- hneykslis íþróttasögunnar. Hincapie sjálfur viðurkenndi sjálfur árið 2012 að hafa neytt ólöglegra lyfja á árunum 2004 til 2006 og sagði þá í yfirlýsingu að hann hefði metið það sem svo að allir notuðu ólögleg lyf og það væri eini möguleikinn til að ná í fremstu röð. Hann sæi hins vegar mikið eftir þeirri ákvörðun. Hincapie var dæmdur í sex mánaða bann sama ár og hætti sem atvinnumaður. Í samtali við amk... vill hann lítið tjá sig um sitt eigið dópmál – segist hafa skrifað bók um það, langt sé síðan það kom upp, hann hafi orðið vitni að miklum breytingum og telur sjálf- ur að hann eigi mikinn þátt í þeim breytingum. Hincapie segir að Ísland hafi lengi verið á lista yfir lönd sem hann hafi langað til að heim- sækja og þegar tækifærið gafst gat hann ekki sleppt því. „Lítur út fyrir að vera virkilega fallegt land og er nokkur leið betri til að skoða það en á hjóli,“ segir hann og bætir við að hjólreiðar séu svo sérstök íþrótt. „Ein erfiðasta en jafnframt fallegasta íþrótt verald- ar. Það besta við hana er að allir geta stundað hana. Hraðinn er mismunandi en sársaukinn og feg- urðin er sú sama.“ Ekki er hægt að sleppa Hincapie án þess að minnast á Lance Arm- strong. „Auðvitað vissi ég að hann neytti ólöglegra lyfja og hans mál hafði áhrif á marga á mismunandi hátt. En hann var óttalaus keppn- ismaður sem var tilbúinn til að gera allt til að vinna.“ George Hincapie Hann telur mesta afrek sitt hafa verið að hafa klárað 17 Frakklandshjólreiðar, fengið að skoða heiminn á hjóli og unnið nokkra sigra í keppnum. Mynd | Nordic Photos/Getty Images Ísland var á listanum yfir lönd sem mig langaði til heimsækja George Hincapie, sem hefur keppt 17 sinnum í Frakklandshjólreiðunum og unnið liðakeppnina með þremur ólíkum meisturum, keppir í WOW Cyclothon sem hefst 14. júní næstkomandi Súrsætir sigrar Hincapie hjólaði með Lance Armstrong í öllum hans sigrum í Frakklandshjólreiðunum – sigrum sem voru teknir af honum vegna lyfjahneykslis. Hjólakraftur styrktur í ár Í ár renna þeir fjármunir sem safn- ast í áheitasöfnun WOW Cyclot- hon til Hjólakrafts en samtökin hafa það að markmiði að virkja börn og unglinga sem eiga í bar- áttu við lífsstílssjúkdóma og hafa ekki fundið sig í hefðbundnum íþróttagreinum. Hjólakraftur hef- ur vaxið og dafnað frá stofnun samtakanna sem sést líklega best á því að árið 2014 tók eitt Hjóla- kraftslið þátt í WOW Cyclothon en í ár verða þau 16 og hjóla nú í sínum eigin Hjólakraftsflokki inn- an keppninnar. …heilsa9 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.