Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 53

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 53
…ferðir kynningar 13 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Unnið í samstarfi við gistiheimilið Malarhorn Við hjónin fórum út í ferðaþjónustu árið 2007 og opnuðum gistiheim-ilið Malarhorn sem er á fallegum stað við sjóinn í mynni Steingrímsfjarðar við Húnaflóa á Ströndum,“ segir Ásbjörn Magn- ússon sem rekur Malarhorn ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Magn- úsdóttur. „Við höfum stækkað mikið síð- an við byrjuðum og erum núna með gistipláss fyrir 48 manns. Við erum með þrjú hús, 10 herbergja hús þar sem hvert herbergi er með sér inngangi, snyrtingu og sturtu. Það er hljóðeinangrun á milli herbergja og góð loftræsting. Í öðru húsi eru fjögur tveggja manna herbergi með aðgangi að snyrtingu og sturtu. Þar er set- ustofa og góður sólpallur með gasgrilli sem gestir geta notað. Í þriðja húsinu er íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjögur 2 manna her- bergi með baði, eitt fjölskylduher- bergi og svo eitt lúxusherbergi,“ segir Ásbjörn. Í fjöruborðinu, örstutt frá gistiheimilinu, eru þrír heitir pottar. „Þeim var komið fyr- ir þegar heitt vatn fannst á Drangsnesi árið 1997 og hafa verið afskaplega vinsælir bæði hjá ferðamönnum og heimafólki. Það stendur ekki til að fjarlægja þá þó byggð hafi verið glæsileg sundlaug hérna.“ Ásbjörn segir nóg vera um góð- ar gönguleiðir á svæðinu. „Það er merkt gönguleið upp á fjallið okk- ar hérna, Bæjarfell. Svo er virki- lega gaman að ganga ströndina við Bjarnanes, þar er margt áhugavert og fallegt að sjá. “ Frá og með 15. júní er boð- ið upp á siglingar út í Grímsey í Steingrímsfirði. „Það er svona sjö mínútna sigling út í eyjuna, svo er farið í kringum hana og til dæmis fjölbreytt fuglalífið skoð- að. Grímsey er mikil náttúruperla og þar er eitt stærsta lundavarp á Íslandi. Einnig býð ég upp á sjóstangaveiði,“ segir Ásbjörn. Ásbjörn og Valgerður reka líka veitingastaðinn Malarkaffi sem tekur 60 manns í sæti og opið er yfir allt sumarið. „Þar erum við með morgunverðarhlaðborð, hádegismat, kvöldmat og kaffi- veitingar. Á Malarkaffi eru svo svalir með frábæru útsýni yfir Steingrímsfjörð og út í Grímsey.“ Gistiheimili á fallegum stað við sjóinn Sigla með ferðamenn til Grímseyjar og bjóða upp á sjóstangaveiði Gistiheimilið er huggulegt með góðu útsýni. Gistiheimilið Malarhorn er á fallegum stað við sjóinn. Þ að verður enginn svik- inn af því að heimsækja Vestfirði, hvorki fjöl- skyldufólk eða aðrir. Nóg er að sjá og skoða og margir viðkomustaðir sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Raggagarður í Súðavík Það er vart hægt að fara til Súðavík- ur án þess að koma við í Ragga- garði. Raggagarður er virkilega skemmtilegur garður fyrir alla fjölskylduna. Í garðinum eru bekk- ir og borð ásamt grilli sem gestir geta notað. Nóg af leiktækjum er í garðinum, þar sem bæði börn og fullorðnir geta sleppt fram af sér beislinu. Raggagarður er einnig með mini-golfbrautir hjá Melrakka- setrinu í Súðavík og þar er hægt að leigja bæði kúlur og kylfur. Skrúður við Núp í Dýrafirði Skrúður er grasa- og trjágarður innan við Núp í Dýrafirði. Til listi- garðsins var stofnað af séra Sig- tryggi Guðlaugssyni en hann var skólastjóri Unglingaskólans á Núpi frá 1907-1929. Skrúður er sérstök perla á norðanverðum Vestfjörð- um sem enginn ætti að láta fram- hjá sér fara. Litlibær í Skötufirði Litlibær í Skötufirði er torfbær sem reistur var árið 1895 af tveimur fjölskyldum sem bjuggu í húsinu, bærinn fór svo í eyði í kringum árið 1969. Árið 1999 lét Þjóðminja- safn Íslands endurbyggja bæinn og er hann nú vinsæll áfangastað- ur fyrir ferðamenn. Litlibær er op- inn alla daga yfir sumartímann og hægt er að fá leiðsögn um hann. Horfðu á sólsetrið í flæðarmálinu Mörgum ferðalöngum þykir það alveg nauðsynlegt að geta komist í sund þegar ferðast er um landið. Það ætti að vera hægðarleikur á Vestfjörðum, enda sautján sund- laugar skráðar í þeim landshluta á vefnum sundlaug.is. Sem er magnað í ljósi þess að vatn þarf að hita upp með rafmagni á ýmsum stöðum. Innilaugar eru á nokkrum stöðum og þykir sundlaugin í íþróttamiðstöðinni á Þingeyri einkar glæsileg. Fyrir þá ævintýragjarnari er vert að vekja athygli á hinni stór- skemmtilegu Krossaneslaug sem er í flæðarmálinu í Norðurfirði. Um er að ræða litla laug og heitan pott ásamt búningsklefum. Rukk- að er inn í laugina og gert er ráð fyrir því að gestir skilji eftir þar til gert gjald í bauk í búningsklefun- um. Í góðu veðri er guðdómlegt að láta þreytuna líða úr sér í lauginni og jafnvel fylgjast með sólsetr- inu, ef maður er á svæðinu á þeim tíma. Skemmtilegir viðkomustaðir fyrir fjölskylduna Fjölskyldan getur komið víða við til þess að njóta lífsins á Vestfjörðum Skrúður er glæsilegur skrúðgarður. Litlibær í Skötufirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.