Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 56
…ferðir
kynningar
16 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016
Unnið í samstarfi við Urðartind
Við bjóðum upp á góða gistingu í Norðurfirði á Ströndum, bæði er hægt að leigja herbergi og
smáhýsi hjá okkur og öll okkar
gisting er með sér baðherbergj-
um,“ segir Arinbjörn Bernharðs-
son, eigandi gistiheimilisins
Urðartinds.
Arinbjörn segir einstaka nátt-
úrufegurð umkringja gistiheim-
ilið. „Norðurfjörður er dæmi um
stað sem enn hefur ekki verið
troðinn undir af ferðamönnum,
hérna er ágætis streymi af túrist-
um en enginn örtröð. Kyrrðin er
mikil hérna og náttúran engu
lík. Í Norðurfirði er mikið af
gönguleiðum, þú þarft ekki að
keyra neitt heldur gengur bara
út um dyrnar á gistiheimilinu og
þú ert komin út í náttúruna að
njóta.“
Norðurfjörður er miðpunktur
ferðaþjónustu í Árneshreppi
á Ströndum. „Hérna er
sundlaug, veitingahús, verslun
og siglingar á Hornstrandir.
Svo iðar allt af lífi við höfnina
þar sem eru 30 smábátar á
strandveiðum á sumrin,“ segir
Arinbjörn.
Unnið í samstarfi við Vesturbyggð
Sjómennskan er Vestfirðing-um í blóð borin og því er sjómannadagurinn hvert ár mikil hátíð. Í raun er varla
hægt að tala um sjómannadag á
Patreksfirði heldur væri nær að
tala um sjómannaviku því hátíðar-
höldin hófust á fimmtudag og
lýkur á morgun, sunnudag. Um er
ræða þétta dagskrá frá morgni
til miðnættis alla dagana. Í dag,
laugardag, verða tónleikar með
karlakórnum Vestra í Patreks-
fjarðarkirkju, boðið verður upp á
módelsýningu, hátíðarsiglingu og
kvöldinu er svo lokað með balli í
félagsheimilinu undir taktföstum
tónum Matta Matt, Stebba Jakobs,
Stefaníu Svavars og stórhljómsveit.
Á morgun, sunnudag, heldur
veislan áfram með sjómanna-
messu klukkan 11 þar sem sjómenn
eru heiðraðir. Að athöfn lokinni
verður skrúðganga frá kirkjunni að
minnisvarða látinna sjómanna þar
sem blóm verða lögð við minnis-
varðann. Árlegur kappróður fer
fram í höfninni og kvöldinu lýkur
svo með hátíðarkvöldverði á Foss
Hótel. Frábær skemmtun sem
enginn er svikinn af.
Unnið í samstarfi við
gistihúsið í Rauðsdal
Gistihúsið í Rauðsdal á Barðaströnd hafa hjónin Nanna Áslaug Jóns-dóttir og Gísli Ásbjörn
Gíslason rekið í 20 ár. „Við byrj-
uðum smátt en svo hefur þetta
sífellt verið að vinda upp á sig. Nú
rekum við gistihúsið með dyggri
aðstoð barnanna okkar og búum
hérna með bæði kindur og kýr,“
segir Nanna Áslaug en gistihús-
ið í Rauðsdal er opið allt árið um
kring.
„Við bjóðum upp á bæði svefn-
pokapláss og uppábúin rúm.
Gistingin er í sérhúsi með 12 her-
bergjum og aðgangur er að baði
og eldunaraðstöðu. Bæði er hægt
að gista í tveggja manna her-
bergjum og svo fjögurra manna
fjölskylduherbergjum. Morgun-
matur er í boði fyrir þá sem það
kjósa yfir sumartímann.“
Gistihúsið er fimm kílómetr-
um vestan við Brjánslæk þar
sem ferjan Baldur kemur að, 50
kílómetrar eru þaðan til Pat-
reksfjarðar og 85 kílómetrar að
Látrabjargi. „Það er mjög hentugt
fyrir farþega Baldurs sem ætla að
ferðast um sunnanverða Vestfirði
að gista tvær nætur hjá okkur, til
dæmis ef þeir hyggja á dagsferðir
á Rauðasand eða Látrabjarg, við
erum mjög vel staðsett fyrir slíkar
ferðir,“ segir Nanna.
Tvær sundlaugar eru í ná-
grenni við gistihúsið í Rauðsdal
og tvær heitar náttúrulaugar. „Í
Flókalundi, sem er í 12 kílómetra
fjarlægð, er sundlaug og heitur
náttúrupottur. Svo er einnig sund-
laug og heitur náttúrupottur á
Krossholtum, sem er 6 kílómetr-
um frá okkur. Góður matsölu-
staður er einnig í Flókalundi og
gott að geta vísað gestum mínum
þangað í mat.“
Skemmtileg sandfjara er fyrir
neðan gistiheimilið. „Nánast allir
sem gista hjá okkur fara í góða
gönguferð um fjöruna. Þegar
vel viðrar á sumrin hafa ferða-
menn jafnvel gjarnan fengið sér
sundsprett í sjónum. Reiðskörð
eru líka hér í næsta nágrenni og
í góðu göngufæri eftir fjörunni.
Gönguleiðir eru hérna í margar
áttir og einmitt nýbúið að gefa út
gönguleiðabók um þetta svæði
hérna á Barðaströnd,“ segir
Nanna.
Gæðagisting
við ysta haf
Mikil kyrrð og náttúran engu lík
Patreksfjörður undirlagður
á sjómannadaginn
Gisting í friðsælu og fallegu
umhverfi á Barðaströnd
Góð gisting fyrir fólk sem hyggur á ferðalög um sunnanverða Vestfirði
Gistiheimilið er í friðsælu
og fallegu umhverfi.
Gistingin er í sérhúsi með
12 herbergjum.
Róa, róa Keppt verður kappróðri í höfninni á sunnudaginn.
Einstök náttúrufegurð er í Norðurfirði á Ströndum.