Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 61

Fréttatíminn - 04.06.2016, Blaðsíða 61
„Ég er mjög hrifin af línulegri dagskrá. Ég horfi mikið á RÚV og sé þannig alls- konar hluti sem ég vissi ekki að ég hefði áhuga á. Það er það fallega við „venju- legt“ sjónvarp. Mér finnst mjög gaman að kíkja aðeins á þýsku stöðvarnar og halda þýskunni minni við. Uppáhaldssjónvarpsþættirnir mínir eru Survivor og ég hafði mjög gaman af The Good Wife. Annars virðist ég svo- lítið hafa fest bara í árinu 2003, The OC eru ennþá mjög ofarlega á lista hjá mér. Mér finnst vandræðalega gaman að horfa á My 600 lbs life, en í hverjum þætti er akfeitu fólki fylgt eftir í ár eftir að það fer í hjáveituaðgerð. Það er svo gaman að sjá fólk takast á við vanda- málin sín, sem eru oftast allt önnur en ofþyngd. Helst vil ég horfa á bíómyndir sem ég get speglað sjálfa mig í og eru svolítið hægar og þöglar. „Brynhildur vill bara horfa á myndir með skrýtnum skrúfum eins og hún sjálf er,“ segir kærastinn minn. Ég þoli eiginlega ekki Netflix. Maður gerir ekkert nema fletta í gegnum enda- laust af efni og enda á að slökkva á sjón- varpinu og fara bara að lesa. Kannski er það öllum fyrir bestu.“ Sófakartaflan Brynhildur Bolladóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri Föst í árinu 2003 Hrifin af línulegri dagskrá Brynhildur horfir mikið á RÚV og sér þannig allskonar hluti sem hún vissi ekki að hún hefði áhuga á. Mynd | Hari Sykursæt ástarsaga Netflix Maid in Manhattan. Sykursæt mynd með Jennifer Lopez og Ralph Fiennes í aðalhlut- verkum. Marisa Ventrua er einstæð móðir og vinnur sem þerna á flottu hóteli á Manhattan. Einn daginn verður myndarlegur þingmaður á vegi hennar á hótelinu og Marisa villir á sér heimildir. Þingmaðurinn er ekki lengi að falla fyrir Marisu en hann veit í raun enginn deili á henni og hefur ekki hugmynd um að hún sé þerna á hótelinu þar sem hann dvelur sem gestur. …sjónvarp21 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016 Íslenskt bíósumar hefst á RÚV RÚV Brim sunnudag klukkan 22.15. Íslensk bíómynd frá árinu 2010 eftir Árna Ólaf Ásgeirsson. Ung kona ræður sig sem háseta á bát þar sem fyrir er samheldin áhöfn fullskipuð karlmönnum. Hún kemst svo að því að plássið sem hún fékk losnaði vegna voveiflegra atburða og nærvera hennar fer illa í þá sem eru á skipinu fyrir. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egilsson og Víkingur Kristjánsson. Magnaður danskur spennutryllir Netflix A Hijacking. Rafmögn- uð spennumynd sem fjallar um danska flutningaskipið MV Rosen sem sómalskir sjóræningjar ræna á Indlandshafi. Skelfilegar aðstæður taka við þar sem skipverjar berjast við að halda lífi á meðan eigandi skipsins reynir að ná samkomulagi við sjóræningjana sem krefjast þess að fá milljónir dollara í lausnargjald. Aðalhlutverk: Søren Malling, Johan Philip Asbæk, Dar Salim, Amalie Ihle Alstrup, Linda Laursen, Hassan Abdullahi Mussa og Abdullah Jamal Mohamed. Leituðu uppi sæðisgjafann Netflix The Kids Are All Right. Dramatísk og skemmtileg mynd með frábæru leikkonunum Annette Bening og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Nic og Jules eiga tvö börn með hjálp sæðisgjafa. Börnin, sem forvitin eru um uppruna sinn, ákveða einn daginn að finna sæðisgjafann og mæta með hann heim til mæðra sinna, öllum að óvörum. Atburðarásin þegar sæðisgjafinn er kominn inn í myndina verður nokkuð skrautleg. Vönduð mynd sem tilnefnd var til fernra Óskarsverðlauna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.