Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 62

Fréttatíminn - 04.06.2016, Side 62
SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp! GASTROPUB Að elda á viðarplanka er klassísk grillaðferð í Norður-Ameríku. Aðferðin er komin frá frumbyggjum á norð- vesturströnd Kyrrahafsins og mun hafa verið notuð frá ómunatíð. Fyrsta skráða heimildin um þessa aðferð er frá 1911 í Boston Cook- ing School Cookbook eftir Fannie Farmer – en þá var hún notuð til að elda kjúkling og kartöflur. Frumbyggjar munu hafa not- að aðferðina við að reykja lax til geymslu. Nú er hún oftast notuð til að snöggreykja fisk, helst feitan fisk eins og lax, silung og makríl, þar sem reykurinn á auðveldara með að bindast feitari fisktegund- um. Lykilatriði er að nota fjalir sem eru algjörlega ómeðhöndlaðar með gerviefnum og nota við sem gefur frá sér bragðgóðan reyk. Sedrusviður er mjög oft notað- ur en þó má nota hvaða við sem er, til dæmis af epla- eða kirsu- berjatrjám svo eitthvað sé nefnt. Annað sem þarf að hafa í huga er að mikilvægt er að bleyta upp í viðnum í nokkrar klukkustund- ir svo hann reyki sem mest og kvikni síður í honum. Það er reyndar líka í góðu lagi hafi mað- ur stjórn á hlutunum! Hlynsírópsgljáður silungur á viðarplanka Fyrir fjóra 1 kg silungsflök 2-4 msk hlynsíróp 1 msk jómfrúarolía sítrónusneiðar salt og pipar 1. Leggið viðarplankann í bleyti í minnst klukkustund. 2. Skolið og þerrið silunginn að því loknu og leggið á viðarplank- ann. 3. Blandið saman olíu og sírópi og penslið silunginn vandlega. Saltið og piprið. 4. Skerið sítrónu í þunnar sneiðar og leggið ofan á silunginn. 5. Leggið viðarplankann á blúss- heitt grill og eldið í 10-12 mínútur þar til fiskurinn er gegnumeld- aður. …matur 22 | amk… LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.