Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.07.2016, Side 26

Fréttatíminn - 29.07.2016, Side 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 29. júlí 2016 Jón Atli Jónasson ritstjorn@frettatiminn.is La Sagrada Familia kirkjan í Barcelóna hefur verið í byggingu í ein 147 ár og áætlað er að byggingar- framkvæmdum við hana ljúki að fullu á fyrsta þriðjungi þessarar aldar. La Sagrada Familia þykir mik- ilfengleg bygging frá sjónarmiði arkitektúrs. Bygging hennar hef- ur verið samfelldur 147 ára gjörn- ingur. Að vissu leyti óskar maður þess að hann endi aldrei. Það er líkt og byggingarframkvæmdirnar, sveittir verkamennirnir, steypuryk- ið og stillansarnir séu trúariðkun í sjálfu sér; tærasta birtingarmynd tilbeiðslunnar. Ör ferðamanna- straumur til Barcelona á hverju ári er ekki síst þessu verki í vinnslu að þakka. La Sagrada Familia er vin- sæll áningarstaður ferðamanna. Í framtíðinni á fólk sjálfsagt eftir að vekja máls á því að það hafi nú heimsótt Barcelóna á meðan kirkj- an var enn ókláruð. Flugvöllur geðþekka kanslarans Forsvarsmenn byggingarfram- kvæmda á Berlin Brandenburg Willy Brandt flugvellinum, eins og hann heitir fullu nafni, horfa sjálf- sagt öfundaraugum til kollega sinna í Barcelóna. Því þeir hafa held- ur betur þurft að ganga í gegnum hreinsunareldinn við byggingu á sínu himnamusteri. Alþjóðaflugvöllurinn sem heitir í höfuðið á kanslaranum geðþekka og á að þjóna Berlín og nágrenni er ætlað að þjónusta 34 milljónir far- þega á ári hverju sem myndi gera hann að þriðja stærsta f lugvelli Þýskalands. Bara ef það tækist nú að klára hann. Í fyrstu átti flugvöllurinn að leysa af Tegel og Schönefeld alþjóðaflug- vellina í Berlín. En það er ljóst að þegar og ef framkvæmdum við flugvöllinn lýkur, að hann gerir það ekki. Fjölgun ferðamanna sem koma til Berlínar er of mikil til að þær spár rætist. Flugvöllur kanslarans geðþekka átti fyrst að opna árið 2010. En lé- legt skipulag við byggingu hans, fúsk og spilling gerðu þau áform að engu. Árið 2014 var því lýst yfir að flugvöllurinn skyldi opna árið 2017 en eftir opinbera rannsókn á vegum þingsins í Brandenburg líta menn nú vongóðir til ársins 2019 eftir því að geta afhent brottfararspjöldin og selt rakspíra, Toblerone og gúmmí- bangsa á flugvallarprísum. Öll ljós kveikt en enginn heima Heildarkostnaður við byggingu f lugvallarins kemur til með að verða tæpir sjö milljarðar evra þegar upp er staðið. Það er langt fram úr þeim kostnaðaráætlunum sem lagðar voru fram í upphafi og hefur þetta valdið miklum deilum innan Evrópusambandsins sem ber mikinn hluta kostnaðarins. Þjóðverjar súpa hveljur yfir tölunum en það er kannski einna helst spillingarangi framkvæmd- anna sem kemur á óvart og veld- ur skattgreiðendum talsverðri gremju. Spilling er yfirleitt ekki mikið vandamál í þýsku hagkerfi og kemur landið yfirleitt jákvætt út úr könnunum varðandi hana. Enda á spillingin rætur sínar að rekja til Rotterdam þar sem móðurfyrirtæki Imtech, fyrirtæki sem heitir Royal Imtech, er með höfuðstöðvar sínar. Imtech er með mikla starfsemi í Þýskalandi og meðal bygginga sem Imtech hefur komið að fyrir utan flugvölling má nefna höfuðstöðvar BND sem er utanríkisleyniþjónusta Þýskalands og Óperuhúsið í Köln. Imtech bar meðal annars ábyrgð á uppsetningu brunavarnakerfis á flugvellinum sem virkaði ekki auk 20 þúsund annarra atriða sem telja Síhrynjandi nýbyggingar Martraðarkennd byggingarsaga Willy Brandt flugvallarins í Berlín. allt frá grófri vanrækslu til fjárkúg- unar og mútustarfsemi. Það sem gerði menn rjóða í kinn- um af skömm var sú staðreynd að sökum mistaka við rafkerfi flug- vallarins var ekki hægt að slökkva ljós í flugstöðvarbyggingunum og loguðu þau svo dögum skipti áður en brugðið var á það ráð að klippa á vírana. Á listanum langa er líka að finna tilraun til manndráps þar sem reynt var að eitra fyrir starfsmanni Imtech sem ljóstraði upp um glæpi fyrirtækisins. Starfsmaðurinn varð alvarlega veikur eftir að hafa drukk- ið kaffibolla á byggingarsvæðinu og kennir fyrirtækinu um að hafa að eitrað kaffið fyrir sér. Það mál er nú rekið fyrir þýskum dómstólum. Glæpir og gegnsæi Dómstólar í Hollandi sáu sér vænstan kost í því að skipta fyrirtæk- inu upp enda þótti ljóst að rekstur þess líktist meira pýramídasvindli en alþjóðlegu verktakafyrirtæki. Skandallinn teygir anga sína víða um þýskt efnahagslíf og alla leið inn á æðstu staði stjórnmálanna. Klaus Wowereit borgarstjóri Berlínar til 13 ára neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslisins sem bygging flugvallarins er orðin. Gagnrýni á Klaus Wowereit snerist að mestu um hversu duglega hann þótti verja kauðslegar og glæpsam- legar framkvæmdir við flugvöllinn. Núverandi borgarstjóri Berlínar, Michael Müller, lýsti því yfir þegar hann tók við embætti að meira gegnsæi myndi ríkja varðandi flug- völlinn sem kostar nú þýska skatt- greiðendur 20 milljónir evra á dag. Það er sami daglegi rekstarkostnað- ur og er við að reka Tegel flugvöll- inn í Berlín og þó er hann í fullum rekstri. Með tilheyrandi rakspíra, Toblerone og gúmmíbangsasölu. Einn af kostnaðarliðum nýja flugvallarins er vegna viðhalds og þrifa. Þrátt fyrir að hann sé lok- aður og engin starfsemi í gangi þá sjá 50 manns um að halda honum hreinum. Fyrir þremur árum síðan flissuðu ráðamenn að ráðlegging- um um að Tegel flugvellinum skyldi ekki lokað þegar sá nýi yrði opnað- ur – það væri hægt að nota Tegel f lugvöllinn sem nokkurs konar öryggisventil fyrir umfram flug- umferð. Á þeim tíma stóð metnað- ur til þess að opna nokkurs konar tæknigarð sprotafyrirtækja í tölvu- geiranum í Berlín á grunni þeirra samgönguumbóta sem nýi völlur- inn átti að fela í sér. Evrópskan kís- ildal í samkeppni við Bandaríkin. Það er skemmst frá því að segja að sú hugmynd endaði ofan í skúffu. Undir áhrifum Það skyldi þó sýna aðgát þegar talað er um flugvöllinn í anda þess gegn- sæis sem núverandi borgarstjóri Berlínar taldi svo mikilvægt. Daniel Abbou, fjölmiðlafulltrúi flugvallar- ins, neyddist til að taka pokann sinn fyrr á árinu þegar hann tjáði fjöl- miðlum að flugvallarframkvæmd- in væri svínarí og að hann sæi ekki fyrir sér að völlurinn myndi nokkru sinni verða opnaður. Karsten Mühlenfeld stjórnarfor- maður flugvallarins tilkynnti í apr- íl síðastliðnum að framkvæmdum lyki í lok árs 2017 og þá væri hægt að opna. Það stangast á við yfirlýs- ingar fjölmiðlafulltrúans brottrekna sem hefur lýst því yfir að enginn geti gefið nákvæma tímasetningu á opn- un vallarins án þess að vera undir áhrifum fíkniefna. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum í Þýskalandi hafa hrósað fjölmiðlafulltrúanum fyrir hreinskilnina en þykjast líka skynja það sem svo að hann sé dauðslif- andi feginn að vera laus undan þeirri kvöð að svara opinberlega fyr- ir þessa mestu hörmung í gervallri þýskri byggingarsögu. Það væri fróðlegt að vita hvað kanslaranum geðþekka, sem þetta mannvirki heitir jú í höfuðið á, þætti um þetta basl, manni sem stóð vaktina í Vestur Berlín á þeim umbrotatímum þegar heimsbyggð- in stóð á barmi kjarnorkustyrjald- ar í kalda stríðinu. Kannski er það bara viðeigandi að völlurinn skuli bera nafn hans. Alþjóðaflugvöllurinn sem heitir í höfuðið á kanslar- anum geðþekka og á að þjóna Berlín og nágrenni er ætlað að þjónusta 34 milljónir farþega á ári hverju sem myndi gera hann að þriðja stærsta flugvelli Þýskalands. Bara ef það tækist nú að klára hann. Myndir | Getty Heildarkostnaður við byggingu flugvallarins kemur til með að verða tæpir sjö milljarðar evra þegar upp er staðið.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.