Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 4
Ögmundur Jónasson segir kirkjuna hafi tekið á málinu með þöggunartilburðum og hún ætti að reiða fram fé fyrir sann- girnisbótum. Ólöf Nordal segir að ríkið verði að standa sína plikt þó kaþ- ólska kirkjan hafi ekki tekið á málinu af festu. Landakot Kaþólska kirkjan á Íslandi veltir háum fjár- hæðum og á stórt eignasafn, en það er ríkið sem greiðir sanngirnisbætur til þeirra sem sættu illri meðferð af hálfu starfsmanna kirkj- unnar. Kaþólski biskupinn, Davíð Tencer, spyr hvernig peningar eigi að hjálpa þessu fólki. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Ríkið hefur boðið 33 fyrrum nem­ endum Landakotsskóla samtals um 200 milljónir króna í sanngirn­ isbætur vegna illrar meðferðar sem þeir sættu af hálfu starfsmanna ka­ þólsku kirkjunnar. Kaþólska kirkjan á Íslandi er stöndug og eignamikil en hefur sáralítið greitt til þolenda í málinu. Hæstu bætur sem hún bauð þolendum voru um 170 þúsund krónur til Ísleifs Friðrikssonar. Hann endurgreiddi upphæðina og þótti hún smánarleg. Kirkjan á stórar fasteignir víða um land, rekur 19 kirkjur og kapellur og er með um 50 starfsmenn. Hún fær fjárstuðning að utan en auk þess hefur fjöldi sóknarbarna tvöfaldast á undanförnum áratug, og fær kirkj­ an því meira í sóknargjöld. Kaþólski biskupinn á Íslandi, Dav­ íð Tencer, furðar sig á sanngirnis­ bótunum. ­Hvað finnst þér um að skattgreið- endur borgi 200 milljónir vegna tjóns sem starfsmenn kaþólsku kirkjunn- ar ollu? „Fyrst þarf að vera ljóst að séra George (innskot blm. skólastjóri Landakotsskóla) hafi verið dæmdur, en hann var ekki dæmdur. Hvernig er hægt að borga þessa upphæð án dóms? Ég veit ekki hvers vegna ríkið borgar þetta og hvar það hefur feng­ ið leyfi til að borga svona upphæð af peningum skattgreiðenda.“ ­Væri ekki réttara að kaþólska kirkj- an greiddi sanngirnisbæturnar? „Nei, mér finnst það ekki rétt. Hvers vegna á að borga peninga?“ -Hvað finnst þér eðlilegt að gera fyr- ir þolendur, þegar fjöldi þeirra glímir enn við afleiðingar illrar meðferðar? „Fyrst vil ég hitta þau og tala við þau. Þá getum við fundið út hvernig ég get hjálpað.“ -Hvers vegna ætti fólkið að vilja að ræða við starfsmenn kirkjunnar sem rannsóknarnefnd hefur sagt hafa brugðist í málinu? „Hvað á ég að gera ef þau vilja það ekki? Það er að góður vilji frá minni hálfu til að tala við þau og finna það sem hjálpar. Munu peningar hjálpa þessu fólki? Ég hef mörgum sinnum beðið fyrir fórnarlömbunum. Ég las messur fyrir þau. Ef ég get hjálpað meira, þá er ég tilbúinn til þess. En þessar bætur eru eins og refsing fyrir kaþólsku kirkjuna. Mér finnst skrítið að ríkið ætli að borga þær.“ Trúir þú því að séra Goerge og Mar- grét Muller hafi beitt börn ofbeldi? „Ég veit það ekki. Þetta er svo flók­ ið.“ Trúir þú því sem fram kemur í skýr- slu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar frá 2012? „Ég er ekki lögregla en ég tek hana alvarlega.“ Í rannsóknarskýrslunni segir að séra Patrick Breen hafi vanrækt að til- kynna um ofbeldi sem hann vissi um. Hvers vegna er hann enn að störfum hjá kirkjunni? „Sá sem vill saka hann um það, þarf að fara til lögreglu. Ég vissi ekki að hann væri nefndur svona í skýrsl­ unni. Ég er viss um að ef Patrick vissi um ofbeldi þá myndi hann segja yf­ irmönnum sínum frá því. Ég þekki hann.“ Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að kaþólska kirkj­ an eigi að reiða fram fé fyrir sann­ girnisbótum. „Hlutskipti kaþólsku kirkjunnar í þessu máli er mjög dap­ urlegt. Í fyrsta lagi að þetta ódæði hafi viðgengist undir hennar regn­ hlíf. Kirkjan tók á málinu með til­ burðum til þöggunar og kattaþvætti. Úr því að kirkjan rís ekki undir sið­ ferðislegri ábyrgð sinni, að standa vörð um þolendur ofbeldis, þá er ekki um annað að ræða en að ríkið komi til skjalanna. Auðvitað á kirkj­ an að reiða fram þetta fé.“ Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir ekkert ákveðið um hvort rík­ ið reyni að sækja peninga sem nem­ ur sanngirnisbótunum til kaþólsku kirkjunnar síðar meir. „Mér hefur ekki fundist kaþólska kirkjan taka á þessu máli af þeirri festu sem þurfti. Það leysir ríkið samt ekki undan skyldum sínum. Landakotsskóli var hluti af íslenska skólakerfinu. Íslenska ríkið þarf því að standa sína plikt,“ segir Ólöf. 4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Tveir læknar skiptu með sér 50 milljóna arði Heilbrigðismál Arðgreiðsl- ur úr heilsugæslustöðinni í Salahverfi nema 244 millj- ónum frá 2008. Samningur stöðvarinnar við Sjúkra- tryggingar Íslands rennur út um áramótin. Annar eig- andinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um nýjan samning í kjölfar arð- greiðslubanns úr einkarekn- um heilsugæslustöðvum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Eigendur Heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi í Kópavogi greiddu sér 50 milljóna króna arð út úr stöðinni í fyrra. Heilsugæslustöðin er önn­ ur af tveimur einkareknum stöðv­ um á höfuðborgarsvæðinu – hin er Lágmúlastöðin. Eigendurnir heita Böðvar Örn Sigurjónsson og Hauk­ ur Valdimarsson. Arðgreiðslan kem­ ur fram í ársreikningi móðurfélags heilsugæslustöðvarinnar, Salus ehf., fyrir árið í fyrra og byggir á rétt rúmlega 50 milljóna króna hagnaði ársins 2014. Með arðgreiðslunni hafa eigend­ ur Salastöðvarinnar tekið sér út 244 milljóna króna arð frá efnahags­ hruninu árið 2008. Arðgreiðslurnar renna til tveggja eignarhaldsfélaga sem eru í eigu Böðvars og Hauks. Heilsugæslustöðin er fjármögnuð af Sjúkratryggingum Íslands að lang­ mestu leyti, samkvæmt skammtíma­ samningum Salus ehf. og stofnunar­ innar – samningurinn er til eins árs í senn. Hagnaður heilsugæslustöðv­ arinnar í fyrra nam tæpum 40 millj­ ónum króna. Samkvæmt nýjum reglum um starfsemi heilsugæslustöðva á höf­ uðborgarsvæðinu munu arðgreiðsl­ ur út úr einkareknum stöðvum verða bannaðar samkvæmt öllum nýjum samningum sem Sjúkra­ tryggingar Íslands munu gera við rekstraraðila þeirra. Til að fá nýja samninga munu eigendur heilsugæslustöðvanna því þurfa að gangast undir arðgreiðslubannið. Haukur Valdimarsson segir í sam­ tali við Fréttatímann að samningur heilsugæslustöðvarinnar við Sjúkra­ tryggingar Íslands renni út um ára­ mótin og eigendur Salastöðvar­ innar hafi ekki tekið ákvörðun um framhaldið. „Ef við höldum áfram þá þurfum við að semja upp á nýtt […] Ég sé ekki hvernig menn ætla að fara að því að reka fyrirtæki sem er ekki í plús en það er annað mál. Menn verða bara að skoða hvort þeir treysta sér að reka svoleiðis fyrir­ tæki. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Kristján Þór Júlíusson hefur nú lagt bann við arðgreiðslum úr einkarekn- um heilsugæslustöðvum. Kaþólski biskupinn efast um sanngirnis bætur til Landakotsbarna Kaþólski biskupinn spyr hvers vegna ríkið ætli að greiða fólki peninga án þess að dómur hafi fallið. Stjórnmál „Mér hefði nú fundist það eðlilegt að forsætisráðherra væri úthlutað tíma fyrir ræðu á flokksþingi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætis- ráðherra og frambjóðandi til formanns í Framsóknar- flokknum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ekki er gert ráð fyrir að forsætisráð­ herra og frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins ávarpi flokks­ þing Framsóknar á sunnudag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugs­ son, sem ætlar að verja formanns­ embættið, fær hinsvegar úthlutað ræðutíma í eina klukkustund. „Mér finnst það sérstakt, að ekki sé gert ráð fyrir ræðu forsætis­ ráðherra flokksins á sjálfu flokks­ þinginu, ekki frekar en á miðstjórn­ arfundi á Akureyri um daginn,“ segir Sigurður Ingi en málið verður rætt á fundi landsstjórnar flokksins í kvöld en endanleg dagskrá mun liggja fyrir eftir fundinn. Málið veldur titringi í herbúðum forsætisráðherra sem er þó tals­ verður fyrir því ný könnun sem var gerð fyrir stuðningsmenn Sigurð­ ur Inga sýnir að Sigmundur Davíð nýtur talsvert meira fylgis meðal framsóknarmanna. Sigurður Ingi á þó vinninginn meðal landsmanna allra. „Þegar gengið er til kosninga, er rétt að reyna að höfða til allra kjós­ enda,“ segir Sigurður Ingi. „Mér sýnist þessar kannanir sýna það svart á hvítu að Framsóknarflokk­ urinn hefði mun breiðari skírskot­ un ef breytt yrði um forystu í flokknum, því ég hef aldrei litið svo á að þeir sem ekki kjósa Fram­ sóknarflokkinn séu óvinir flokksins. Þeir sem hvatt hafa mig til að bjóða mig til formanns hafa ekki síst nefnt þetta sem ástæðu fyrir því að ég ætti að bjóða mig fram.“ Þeir sem ekki kjósa Framsókn eru ekki óvinir flokksins Ég hef aldrei litið svo á að þeir sem ekki kjósa Framsóknarflokkinn séu óvinir flokksins, segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.