Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 30.09.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 30.09.2016, Qupperneq 54
Mariah Carey reynir að bjarga sambandinu Söngkonan Mariah Carey sást á gangi á strönd- um Mykonos á dögunum í fallegum, hvítum síðkjól. RadarOnline segir að hún og kærast- inn hennar, James Packer, hafi farið í frí til Mykonos til þess að reyna að bjarga sam- bandinu. Heimildarmaður RadarOnline sagði: „Þessi ferð var síðasta hálmstrá- ið í því að reyna að halda sambandinu gangandi en það hefur ekki gengið vel hjá þeim.“ Parið byrjaði saman um sumarið 2015 og James bað Mariah í janúar á þessu ári og gaf henni 35 karata dem- antshring. Sumarið var erfitt hjá par- inu en Mariah hefur ekki enn klárað að skilja við Nick Cannon og hefur það bitnað á nýja sambandinu. Verður betri með aldrinum Ellen Pompeo (46) þykir eldast svakalega vel og hún veit það. Hún vill að dætur sínar muni gera það sama. „Við verðum betri með aldrinum,“ segir Ellen í samtali við People. „Við eigum að hvetja hver aðra og hafa sam- kennd með öðrum. Við eigum að hjálpa öðrum og líða vel með okkur sjálf,“ segir þessi glæsilega leikkona sem við þekkjum best úr þáttunum Greys Anatomy. Ellen segir líka í þessu viðtali að það sé svo mikið af röngum skilaboðum í gangi og ein þeirra séu að minna sé í okkur spunnið eftir því sem við eldumst. „Sannleikurinn er að við verðum betri með aldrinum, að öllu leyti og við þurfum að hætta að hugsa þetta öðruvísi. Ég er til dæmis 10 sinnum betri kona núna, en ég var fyrir 10 árum.“ Frægðin er besta hefndin Leikkonan Kate Winslet segir að frægð sín í Hollywood sé besta hefndin fyrir það að sér hafi verið strítt þegar hún var barn. „Þetta er mín hefnd, nákvæmlega þarna. Þessi dá- samlegi frami sem ég er svo heppin að hafa átt,“ sagði Kate í Today. Kate segir að hún hafi orðið fyrir mikilli stríðni þegar hún var í skóla fyrir að vera of þung og að hafa áhuga á leiklist. „Það voru stelpur í kringum mig sem voru afbrýðisamar út í mig fyrir að ég var að leika þegar ég var táningur,“ sagði Kate. Kate hefur nóg að gera og segist vera mjög hamingjusöm. „Núna hugsa ég bara: Sjáið mig núna stelpur! því ég á svo gott líf.“ Söngkonan Britney Spears segist njóta lífsins betur eftir að hún komst á fertugsaldurinn eftir „hræðilegan“ áratug milli tvítugs og þrítugs. Britney er nú 34 ára. „Mér líður betur á fertugsaldrinum en á þrí- tugsaldrinum, það voru hræðileg ár. Það var gaman að vera táning- ur og nú er aftur gaman. Nú veit ég alveg hver ég er,“ sagði hún í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Spears sagði skilið við unnusta sinn, Jason Trawick, árið 2013 og kveðst njóta þess vel að vera ein- hleyp. „Já, það er í góðu lagi að vera einhleyp, algjörlega. Ég er á góðum stað núna, ég er að kynn- ast því betur hver ég er á hverjum degi.“ Britney sátt við að vera einhleyp Líður vel á fertugsaldrinum – betur en fyrir tíu árum. Á góðum stað Britney Spears hefur náð sér eftir erfiðleika sem hún gekk í gegnum og hún er sátt við líf sitt. Mynd | Getty Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þegar flestir Íslendingar kúrðu í hlýjum rúm-um sínum eftir að hafa skoðað dansandi norð-urljósin, sem voru ansi mögnuð á miðvikudagskvöld, svaf fjölskylda á Laugarvatni úti undir berum himni, á pallinum við húsið sitt. Blaðamaður náði tali af fjöl- skylduföðurnum, Smára Stefáns- syni, eftir nóttina á pallinum, sem hann sagði bara hafa verið notalega þrátt fyrir næturfrost. En var þeim ekkert kalt? „Það var vissulega frost en við vorum vel búin þannig það var engum kalt. Við nutum stjörnudýrðar innar og norðurljósanna og höfðum það fínt.“ Ætla að sofa úti 52 sinnum En þau eru ekki að sofa úti í fyrsta skipti og ekki það síðasta. Fjöl- skyldan, sem samanstendur af Smára, konunni hans Hallberu Gunnarsdóttur, og tvíburastrák- unum þeirra Friðriki og Loga, tók nefnilega ákvörðun um það síðasta sumar að sofa úti 52 sinnum áður en strákarnir verða 9 ára, þann 24. júní á næsta ári. Elsta dóttirin, sem býr á Akureyri, hefur reyndar einu sinni slegist í hópinn. Láta sér ekki verða kalt „Við ætlum að reyna að sofa úti að meðaltali einu sinni í viku. Við erum á áætlun núna og erum búin með fjórtán nætur,“ segir Smári og hann kvíðir ekki vetrinum sem er handan við hornið. „Við ætlum að sofa bæði í tjöldum og snjóhúsum í vetur. Aðalatriðið er að láta sér ekki verða kalt þó það sé kalt úti.“ En hvað þarf til þess? „Aðallega góða svefnpoka og einangrunar- dýnur.“ Innblástur fyrir aðra Aðspurður hvort strákarnir séu ekki spenntir fyrir þessu verkefni segir Smári þá yfirleitt vera það, en stundum þurfi aðeins að hvetja þá. „Þeir nenna ekki alltaf en það er aldrei neitt vesen þegar við erum byrjuð,“ segir Smári enda þetta að- allega til gamans gert. En það býr þó meira að baki. „Okkur langar að vera innblástur fyrir aðra og sýna fram á að þetta er ekki eins erfitt og fólk heldur.“ Sváfu úti í frosti undir dansandi norðurljósum Fjölskylda á Laugarvatni tók ákvörðun um það síðasta sumar að sofa úti 52 tvisvar sinnum á einu ári. Þau eru á áætlun núna, búin með 14 skipti, en stefna á að sofa í tjöldum og snjóhúsum í vetur. Höfðu það gott Það væsti ekki um fjölskylduna á pallinum þó það hefði fryst um nóttina. Fjölskyldan Smári viðurkennir að strákarnir nenni ekki alltaf að sofa úti, en þegar á hólminn er komið er aldrei neitt vesen. …fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.