Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 64

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 64
alla föstudaga og laugardaga „Ég hætti samt ekkert að vera leikkona þó ég sé að skrifa og leikstýra“ Anna Gunndís Guðmundsdóttir er í viðtali í amk á morgun. Jimmy Fallon fullur uppi á borðum Blindfullur og reytti af sér brandara á bar. Nýtt grín hjá Mið-Íslandi Björn Bragi Arnarsson og félagar í Mið-Íslandi verða með tilraunasýningu í Þjóðleikhúskjall- aranum á sunnudagskvöld. Allir meðlimir hópsins, Dóri DNA, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benedikts- son og Jóhann Alfreð Kristinsson, mæta til leiks og prófa glænýtt efni á áhorfendum. Það sem heppnast vel verður svo væntan- lega notað á árlegum sýningum þeirra á sama stað á nýju ári en hitt fer í ruslið. Eða eins og þeir orða það sjálfir: „Sumt verður gull, annað bull.“ Miðasala fer fram á tix.is og kostar 2.500 kall inn. Tobba Marinós hætt í sykrinum Einn litríkasti lífsstílsbloggari landsins, Tobba Marinósdóttir, vinnur nú að nýrri bók. Tobba hélt lengi úti matarbloggi undir heitinu EatRVK en hefur núna hafið störf hjá Morgunblaðinu þar sem hún heldur áfram að kynna landsmönnum holla og ljúffenga rétti. Bókin, sem væntanleg er á næsta ári, leggur áherslu á sykurlausa rétti fyrir alla fjöl- skylduna, en Tobba hefur á undanförnum misserum helgað sig hollu matarræði. Partíljón Jimmy Fallon leiðist ekki að skemmta sér. Mynd | NordicPhotos/Getty Sjónvarpsstjarnan góðkunna Jimmy Fallon er algjört partíljón. Hann hefur verið sagður mik- ill drykkjurútur og einnig hef- ur hann verið í neyslu annarra efna. Samkvæmt Page Six varð Jimmy mjög drukkinn í vikunni á pönkarabarnum Manituba þar sem hann var að dansa uppi á borðum. „Hann var við endann á barnum að spila 90’s lög úr sím- anum sínum. Hann lét barþjóninn setja símann í samband og byrjaði að dansa. Hann var blindfullur, reytti af sér brandarana og fékk fólk til að hlæja,“ sagði sjónar- vottur. Jimmy fór ekki af staðnum fyrr en klukkan 3 og fólk þekkti hann ekki fyrr en hann var á leið út. Jimmy á eiginkonuna Nancy Juvonen og þau eiga saman 2 lítil börn og sagt er að Nancy sé kom- in með alveg nóg af drykkju eigin- mannsins. Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.