Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 69
PROevents vinnur allar tegundir af viðburðum, hvort sem það snýr að starfsmanninum eða að viðskiptavinum fyrirtækisins. Inn á við geta þetta t.d. verið árshátíðir, starfsdagar og hópefli. Oft er unnið með alls kyns innri mál s.s. þegar verið er að takast á við breytingar innan fyrirtækisins, viðbrögð við vinnustaðargreiningu o.s.frv. en alltaf matreitt með góðri blöndu af skemmtilegum uppbrotum. Einnig geta þetta t.d.verið opnanir nýs húsnæðis eða fyrirtækja, ýmsar ferðir starfsmanna, eins og óvissuferðir og hvataferðir af öllu tagi. Út á við geta þetta t.d. verið ráðstefnur, fundir, viðskiptavinaboð og afmæli. Hreinlega allt á milli himins og jarðar. Allar tegundir viðburða FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 5 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI Valinn maður Í hverju rúmi hjá Proevents starfa ekki bara Jón og Ragnheiður: stór hópur öflugra starfsmanna kemur að hverjum viðburði, auk hjónanna. Mynd | Ímynd/Guðmundur Samhent hjón Ragnheiður og Jón hafa bæði yfirgripsmikla reynslu af hvers kyns viðburðastjórnun og hafa öflug tengsl við viðskiptalífið. Mynd | Hari Unnið í samstarfi við Proevents Hjónin Jón Þórðarson og Ragnheiður Aradóttir hafa rekið viðburðafyrirtækið PROevents um árabil við góðan orðstír. „Okkar markmið er að veita persónulega þjónustu og að sami aðilinn fylgi viðburðum frá fyrstu hugmynd til framkvæmdar viðburðar. Þannig náum við að skilja þarfir og langanir viðskiptavina okkar og framkvæma samkvæmt því óháð því um hvernig viðburð er að ræða,“ segir Ragnheiður. Þau fái gjarnan ummæli eins og; „þið eruð næm fyrir okkar þörfum“. „Fyrir- tækið hefur vaxið hratt og sífellt bæst í hóp föngulegra viðskipta- vina sem margir eru á meðal helstu fyrirtækja landsins,“ segir Jón og Ragnheiður bætir við að þetta gætu þau ekki nema vegna þess stóra hóps af færu fólki sem starfar með þeim. Ímyndin er alltaf að veði þannig að þau hafi frá upphafi valið af kostgæfni allt starfsfólk og alla samstarfsaðila sína. „Það hefur tekist vel og fólkið okkar hefur ít- rekað fengið mikið hrós fyrir sína vinnu,“ segir Jón. Algengt er að í viðburðum séu þau með frá 2 upp í 20 starfsmenn fyrir utan aðkeypta aðila eins og veitingaþjónustu, tæknimenn og listamenn enda eru viðburðirnir frá mjög stórum niður í smáa. Vandleg þarfagreining Í upphafi skipulagningar leggja Jón og Ragnheiður mikið upp úr því að hitta viðskiptavininn og gera vand- Hver viðburður eins og frumsýning Við komum með „extra-kryddið“ lega þarfagreiningu fyrir viðburðinn sem er hans gjörningur og snýr að ásýnd viðkomandi fyrirtækis bæði innávið og útá við. „Okkar hlut- verk er að láta viðskiptavininn líta enn betur út, að hjálpa honum að standa undir þeim skilaboðum sem hann vill senda frá sér. Ef þetta er til dæmis viðburður fyrir viðskiptavini fyrirtækis þá er það tilfinningin sem situr eftir sem mestu máli skiptir og veldur því að þetta fyrirtæki verði efst í huga viðskiptavinarins þegar velja á vöru og þjónustu. Við erum aðilinn bak við tjöldin“. Hver viðburður frumsýning Að sögn hjónanna er við- burðastjórnun svo miklu meira en að panta sal og ákveða veitingarnar, hugsunin þarf að rista mun dýpra en svo enda sjái viðskiptavinir sér mikinn hag í að nýta sér þjónustuna sem sparar þeim mikinn tíma og fyrirhöfn, þeir geti sjálfir notið við- burðarins áhyggjulausir. „ Viðburður er hluti af því hvernig skilaboð fyrirtækið vill senda frá sér, annað hvort inn á við eða út á við,“ segir Ragnheiður og Jón tekur undir það. „Ímyndin sem fyrirtækið vill sýna skiptir miklu máli, það eru alltaf einhver skilaboð falin í hverjum viðburði.“ Jón hefur langa reynslu úr sýningarstjórn í leikhúsi þar sem ekkert má fara úrskeiðis. Hann seg- ir nauðsynlegt að halda vel utan um hvert einasta smáatriði, hafa algjöra yfirsýn og horfa á hvern einasta viðburð sem frumsýningu, enda er hver viðburður einstakur. Sífellt að prófa eitthvað nýtt Proevents klæðskerasníðir hvern einasta viðburð að viðskiptavinin- um í hvert sinn. „Það felur í sér að setja saman lausnir sem við höfum notað áður eða við þróum okkur áfram með honum og förum í nýjar víddir. Við erum sífellt að prófa eitt- hvað nýtt,“ segir Ragnheiður og Jón tekur við: „Við hjálpum viðskipta- vininum að finna út hvernig viðburð hann vill, hvað hentar best og hvert markmiðið með honum sé. Stundum er hann með skýrar hugmyndir um það annars þróum við hugmyndina með honum frá grunni.“ Þau segja að það þurfi að horfa á svo marga þætti; á frumleikinn að vera í fyrir- rúmi, á að koma á óvart eða á þetta að vera hefðbundið? Fyrirtæki eru svo ólík o.þ.a.l. menningin innan þeirra. Eitt fyrirtæki getur verið opið fyrir öllu á meðan annað er íhaldssamara, það þurfi að sjálf- sögðu taka tillit til þessa. „Okkar markmið og mottó er að koma með þetta extra krydd sem gerir við- burðinn sérstakan,“ segja þau. Hjónin segja að niðurstaða vel heppnaðs viðburðar hjá fyrirtæki geti skipt sköpum um framgang þess. Hann eflir starfsandann og áhuga starfsfólks á að ná bestun og helgun í starfi. „Það er ekki nóg að starfsmenn upplifi að það sé alltaf fjör í vinnunni, það skiptir miklu máli að það sé verið að gera hluti af hugsjón, með tilgangi og að allir gangi í takt.“ Þegar fólk hefur fundið sína lausn tekur okkur innan við tíu mínútur að gera starfsstöðina klára og hægt er að hefja störf undir eins. Frábær skrifstofuaðstaða og allt innifalið Sveigjanleiki og þægindi Unnið í samstarfi við ORANGE ORANGE býður einstakling-um, litlum og millistórum fyrirtækjum upp á fullbúna skrifstofuaðstöðu, funda- herbergi og vinnurými án þess að þurfa að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í yfirbyggingu,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri OR- ANGE. Tómas segir hugmyndafræðina að baki Orange einfaldlega vera þá að viðskiptavinirnir þurfi ekkert að gera nema velja sér heppilega aðstöðu, mæta og stinga tölvunni í samband. „Allt annað er klárt og við bjóðum upp á alla þá þjónustu sem er nauðsynleg skrifstofu- og fyrirtækjarekstri. Þegar fólk hefur fundið sína lausn tekur okkur innan við tíu mínútur að gera starfsstöð- ina klára og hægt er að hefja störf undir eins.“ Orange leggur einnig mikinn metnað í að öll umgjörð og aðstaða sé þægileg og eins og best verður á kosið. Þannig er til dæmis boðið upp á sturtur, stæði fyrir reiðhjól, hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla og móttöku sem getur séð um sím- svörun sé þess óskað. Tómas segist leggja áherslu á að eiga alltaf laus rými og þannig sé Orange til staðar ef eitthvað óvænt kemur upp á hjá fyrirtækjum. „Leki, bruni, mygla eða hvað sem er, þá er hægt að leita til okkar og við erum með skrifstofuna tilbúna.“ Sveigjanleiki í fyrirrúmi „Leigutíminn hjá okkur er eins sveigjanlegur og hugsast getur, allt frá hálfum degi upp í þrjú ár. Rýmin eru í ýmsum stærðum og við lögum okkur að þörfum hvers og eins. Þú getur líka verið bara með dagsskrif- stofu, jafnvel bara aðstöðu í „loun- ge-inu“ okkar sem er tilvalið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vantar aðsetur til að hitta fólk.“ Á öllum hæðum eru huggulegar kaffistofur, prentarar, skannar og allt sem þarf til rekstrarins. „Hægt er að greiða fyrir hvert skipti eða mánaðar- eða ársgjald. Hver sem samningstíminn er fær fólk einfald- lega aðgangspassa sem gildir alls staðar þar sem ORANGE er með skrifstofur sem er eins og staðan er núna við Ármúla og Tryggva- götu. Í haust opnar svo Orange Warehose í Skútuvogi og Orange Express í Skipagötu 9 á Akureyri í janúar. Stefnt er að því að fjölga stöðum í nánustu framtíð, bæði inn- an höfuðborgarsvæðisins og utan þess, og þjónusta þannig stærra svæði.“skrifstofunnar eða fá annað rými sem hentar betur, annað hvort tímabundið eða alveg. Þetta gerum við samdægurs,“ segir Tómas. Tómas Hilmar Ragnarz, „Leigutíminn hjá okkur er eins sveigjanlegur og hugsast getur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.