Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 30.09.2016, Side 70

Fréttatíminn - 30.09.2016, Side 70
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20166 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI Tryllt fjör á buggy-bílum Buggy Adventures býður stórskemmtilegar ferðir þar sem fólki gefst kostur á að leika sér í torfærum á fjórhjóladrifnum buggy-bílum um leið og það nýtur útivistar í yndislegri náttúru. Ferðirnar henta hópum af öllum stærðum og gerðum sem hafa það að markmiði að upplifa eitthvað einstakt og skemmta sér vel. Unnið í samstarfi við Buggy Adventures Allir koma svo kátir, hlæj-andi og glaðir til baka úr hverri ferð,“ seg-ir Harpa Groiss, fram- kvæmdastjóri Buggy Adventures. Ferðirnar eru fjörugar, óvenju- legar og spennandi, enda sterk og einstök upplifun að aka um og leika sér á fjórhjóladrifnum buggy-bílum í gegnum ýmsar torfærur í stórbrotinni íslenskri náttúru. Margvíslegar ferðir eru í boði og er hægt að sníða hóp- ferðir eftir eigin höfði. „Allt frá klukkustundarferð þar sem heitt kakó er í boði upp í nokkurra klukkustunda ferð þar sem slegið er upp grillveislu,“ segir Harpa. Áhersla er lögð á að fólk skemmti sér vel saman og fái að leika sér í torfærum á öruggum akstursleið- Einstök upplifun Akstur um fjöll og firnindi á buggy bílum er spennandi og skemmtileg leið til að sameina útiveru og aksjón . Rennvotur Hluti af skemmtuninni er að láta sig engu varða þó vatn og drulla hellist yfir mann. Ekið heim á leið Eftir smá hasar og leik er ljúft að aka heim á meðan sólin sest og litar landið rautt. Út að leika Það er ekki síður gaman að aka um á buggy-bílum á veturna. Buggy adventures er opið allan ársins hring og býður ferðir, vetur, sumar, vor og haust. Allir með Stoppað er á miðri leið og skipt um bílstjóra, svo allir fá tækifæri til að keyra. Í hverjum bíl er bílstjóri og einn farþegi. Hópefli Undantekningalaust er mikið fjör þegar hópar koma saman í ferð hjá Buggy adventures. Adrenalínið, leikgleðin og skemmtunin sem fylgir því að leika sér á bílunum er upplifun sem gleymist seint. Sérsniðin ferð Hópum býðst að sérsníða ferðir og ráða hversu langan tíma hún að taka og það er í jafnvel í boði að panta mat, allt frá bakkelsi upp í grillveislu. um sem valda ekki raski á nátt- úrunni „Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og náttúru, enda er það stór hluti af upplifuninni að aka um í fallegri náttúru,“ segir Harpa. Buggy-bílunum má að sumu leyti líkja við fjórhjól þó þeir séu talsvert stærri með pláss fyrir einn farþegar ásamt bílstjóra. Buggy-bílarnir eru þægilegir í akstri og fjórhjóladrif kemur þeim auðveldlega yfir mela, hóla og læki. „Það getur fylgir þessu mikil drulla og bleyta,“ segir Harpa. Allir fá hjálm, galla, lambúshettu, vettlinga og gúmmístígvél svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að fá á sig smá drullu. „Fólk á öllum aldrei nýtur sín í þessum ferðum og getur hver haft sína hentisemi. Þó mikil spenna fylgi því að leika sér á bílunum þá er ekki síður ánægju- legt að aka hægt og skoða útsýn- ið, taka jafnvel myndir og njóta augnabliksins. Svæðið sem við ökum um hér í kringum Esjuna er gríðarlega fallegt og heilmargt að sjá allan ársins hring. Við ökum um berjaland, framhjá laxveiðiá og fallegum fjöllum. Á veturna ökum við um í snjónum og þegar myrkrið skellur á sjást oft norður- ljós. Með þessum hætti tekst okk- ur að blanda saman útsýnisferð og aksjón,“ segir Harpa. Buggy adventures er stað- sett við Esjurætur og getur tekið á móti allt að fimmtíu manns í einu. Allar upplýsingar má finna á buggyadventures.is og á Face- book síðu Buggy Adventures. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.buggyadventures.is, í gegnum netfangið info@buggya- dventures.is eða síma 825 9060.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.