Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016
Aðgengi að
heilbrigðisþjónustu
1. Bretland 100
2. Svíþjóð 99
3. Finnland 98
4. Bandaríkin 98
5. Singapore 97
6. Spánn 97
7. Holland 97
8. Noregur 97
9. Belgía 97
10. Sviss 97
11. Ítalía 97
12. Ísrael 97
13. Ungverjaland 97
14. Bahamas-eyjar 97
15. Argentína 97
16. Andorra 96
17. Kanada 96
18. Ástralía 96
19. Írland 96
20. Þýskaland 96
21. Kýpur 96
22. Brunei 96
23. Portúgal 96
24. Frakkland 96
25. Japan 96
26. Tékkland 96
27. Slóvakía 96
28. Danmörk 95
29. Slóvenía 95
30. Nýja Sjáland 95
31. Antigua & Barbuda 95
32. Suður-Kórea 95
33. Grikkland 94
34. Úrúgvæ 94
35. Chile 94
36. Kosta Ríka 94
37. Kúba 94
38. Hvíta Rússland 94
39. Eistland 93
40. Austurríki 93
41. Barbados 93
42. Dominica 93
43. Saint Lúcía 93
44. Uzbekistan 93
45. Trinidad & Tobago 93
46. Jamaica 93
47. Seychelles-eyjar 92
48. Grenada 92
49. Kasakstan 92
50. El Salvador 92
51. Lúxemborg 91
52. Pólland 91
53. Belize 91
54. Léttland 90
55. Litháen 90
56. Saint Vincent & Grenadine-eyjar 90
57. Alsír 90
58. Íran 90
59. Ísland 89
60. Malaysía 89
61. Mexíkó 88
62. Ecuador 88
63. Rúmenía 88
64. Líbanon 88
65. Óman 88
66. Túnis 88
67. Kyrgyzstan 88
68. Malta 87
69. Sri Lanka 87
70. Tonga 87
71. Paraquay 87
72. Mongólía 87
73. Jórdanía 86
74. Qatar 86
75. Georgía 86
76. Turkmenistan 85
77. Bahrain 85
78. Sameinuðu arabísku furstadæmin 85
79. Armenía 85
80. Saudi Arabía 85
81. Rússland 85
82. Swaziland 85
83. Króatía 84
84. Serbía 84
85. Dóminikanska lýðveldið 84
86. Mauritius 83
87. Kúwait 83
88. Taiwan 82
89. Svartfjallaland 82
90. Moldóva 82
91. Fiji 82
92. Tyrkland 82
93. Úkraína 82
94. Botswana 82
95. Namibía 82
96. Búlgaría 81
97. Bosnía & Herzegovía 81
98. Micronesía 81
99. Brasilía 81
100. Kína 81
Birgir Jakobsson landlæknir
er gagnrýninn á samning
Sjúkratrygginga Íslands við
sérfræðilækna sem hann
segir veikja Landspítalann.
Hann segir gæðaeftirlit mjög
lítið með heilbrigðisþjónustu
á Íslandi og heilbrigðiskerfið
íslenska sé tíu til tuttugu
árum á eftir því sænska hvað
varðar gæði.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
„Það er skortur á aðgengi að heil-
brigðisþjónustu á Íslandi. Þetta
er helsti gallinn. Þetta er auðvit-
að vandamál hjá mörgum þjóðum
en ef ég ber Ís-
land saman við
Svíþjóð þá er
lengri biðtími
eftir venjulegri
heilbrigðisþjón-
ustu á Íslandi.
Ég er að tala um heilsugæslu, ég er
að tala um sérfræðiþjónustu úti á
landi og ég er tala um bið eftir að-
gerðum á spítölum,“ segir Birgir Jak-
obsson landlæknir aðspurður um
sýn sína á íslenska heilbrigðiskerfið.
Birgir starfaði áður sem forstjóri
Karolinska-sjúkrahússins í Stokk-
hólmi í Svíþjóð á árunum 2007 til
2014. Birgir hefur mikla þekkingu
á heilbrigðismálum í því landi sem
Ísland ber sig gjarnan saman við
og horfir til eftir fordæmum í sinni
þjónustu.
Sem dæmi má nefna þær
breytingar sem Kristján Þór Júl-
íusson heilbrigðisráðherra hef-
ur ráðist í heilsugæslunni á höf-
uðborgarsvæðinu, hið svokallaða
heilsugæsluval þar sem fjármagn
frá Sjúkratryggingum Íslands fylgir
sjúkratryggðum einstaklingum á
milli heilsugæslustöðva. Þá gildir
einu hvort heilsugæslustöðvarnar
eru ríkis- eða einkareknar. Mark-
miðið er, líkt og gildir í Svíþjóð, að
gera heilsugæsluna að fyrsta við-
komustað fólks í heilbrigðiskerfinu
þannig að heilsugæslan virki sem sía
út í sérhæfðari þjónustu sérfræði-
lækna og sjúkrahúsa. Öfugt við Sví-
þjóð hefur Ísland ekki, og mun sjálf-
sagt ekki, taka upp tilvísunarskyldu
sem fæli í sér að það yrði regla að
heimilislæknir þyrfti að skrifa upp
heimsóknir sjúkratryggðra einstak-
linga til sérfræðilækna.
Ísland mikill eftirbátur Svíþjóðar
Birgir segir að Ísland sé mikill eftir-
bátur Svíþjóðar í heilbrigðismálum
og nefnir að hann telji að Ísland sé
um tíu til tuttugu árum á eftir Sví-
um með tilliti til virkni og gæða heil-
brigðiskerfisins. Hann undirstrikar
að gagnrýni sín á heilbrigðiskerfið
á Íslandi snúist um kerfið sem slíkt
og virkni þess en ekki á þjónustuna
sem veitt er.
„Hvað varð-
ar heilbrigð-
isþjónustuna
sem veitt er þá
er Ísland ekki
svo langt á eft-
ir Svíþjóð. Þetta er út af því að Ísland
á mikið af mjög hæfu heilbrigðis-
starfsfólki sem gerir allt sem í valdi
þess stendur til að veita eins góða
heilbrigðisþjónustu og það getur. En
skilyrðin sem það hefur til að veita
þessa þjónustu eru langt frá því að
vera nægilega góð.“
Eitt af því sem hann staldrar sér-
staklega við er eftirlit og gagnsæi í
heilbrigðisþjónustu. „Á Íslandi er
skortur á því að við vitum um og
þekkjum gæði þeirrar heilbrigð-
isþjónustu sem er veitt í heilbrigð-
iskerfinu. Það er ekki kúltúr fyrir
því á Íslandi að veita upplýsingar um
gæði þjónustunnar sem veitt er. Ef
maður ber Ísland saman við Svíþjóð
að þessu leyti þá eru Svíar komnir
mjög langt í því að birta gæðavísa
um alla þjónustuna í heilbrigðiskerf-
inu, hvar sem hún er veitt. Þessir
gæðavísar eiga bæði að vera sýni-
legir fyrir sjúklingana og eins fyr-
ir starfsfólkið. Heilbrigðisyfirvöld í
Svíþjóð gera bara þessi kröfu. Einu
sinni á ári birta allar sjúkrastofnan-
ir í Svíþjóð opinberlega gæðavísa í
opnum samanburði. Þarna erum
við eftirbátar Svía. Þetta er ekki eitt-
Ísland trónaði á toppnum í könnun á 33 heilsufarslegum atriðum sem birt var
í The Lancet um miðjan september. Ástæðan fyrir góðri útkomu Íslendinga
var lítil áfengisdrykkja og reykingar, engir hitabeltissjúkdómar, friðsamlegt
samfélag, fá umferðarslys, fá tilfelli heimilisofbeldis og lítill mæðra- og ung-
barnadauði. Góð staða Íslands byggðist því fremur á hnattrænni stöðu, smæð
samfélagsins og ábyrgri hegðun þjóðarinnar en styrk heilbrigðiskerfisins.
Aðeins ein spurning snerist beint um kerfið sjálft; um aðgengi að heil-
brigðisþjónustu. Þar kom Ísland illa út, lenti í 59. sæti ásamt Malasíu. Næst
fyrir ofan okkur á listanum voru Lettland, Litháen, Alsír og Íran en næst fyr-
ir neðan okkur voru Mexíkó, Ekvador, Rúmenía, Líbanon, Óman, Túnis og
Kirgistan. Þetta er ekki þau lönd sem við erum vön að bera okkur saman við.
Norðurlöndin eru öll langt fyrir ofan Ísland. Að meðaltali fá þau 97 í
einkunn, 8 hærra en Ísland. Það er því álíka langt frá Norðurlöndunum til Ís-
lands og frá Íslandi til Kína.
Landlæknir: „Heilbrigðiskerfið
er rekið áfram stjórnlítið“
Einkunn þjóða fyrir aðgengi að heilbrigðisþjónustu
samkvæmt úttekt á 33 heilsufarslegum markmið-
um Sameinuðu þjóðanna sem birtist í The Lancet
21. september 2016.
Ísland út úr korti
hvað sem hægt er taka upp heldur
er þetta eitt af því sem við verðum
að taka upp. Auðvitað eru allir að
gera sitt besta en hver eru gæði þjón-
ustunnar? Ertu að kaupa Benz eða
ertu að kaupa Trabant?“
Birgir segir, aðspurður um hvern-
ig honum finnist heilbrigðiskerfið
á Íslandi virka sem heild, og sam-
spilið milli ólíkra stiga þess, að það
sé stjórnlítið. „Kerfið virkar engan
veginn vel heildstætt. Kerfið er að
miklu leyti rekið áfram stjórnlaust,
eða stjórnlítið skulum við segja.
Einkaþjónustan hefur verið fjár-
mögnuð í gegnum Sjúkratryggingar
Íslands þannig að greitt er fyrir
hvert viðvik sem unnið er. Á meðan
er opinber þjónusta, eins og spítal-
ar og heilsugæsla, greidd á fjárlög-
um. Þegar byrjað var að draga úr
kostnaði í heilbrigðisþjónustu eftir
aldamótin síðustu var dregið úr fjár-
framlögum til opinberrar þjónustu á
fjárlögum á meðan ekki var dregið
úr fjárframlögum til einkarekstrar
þar sem þau byggðu á samningum
á milli Sjúkratrygginga Íslands og
læknafélagsins sem voru vísitölu-
tryggðir. Fjármagn hélt sem sagt
áfram að veitast til einkarekinna
stofa á meðan dregið var saman í
opinberum stofnunum.“
Freistnivandi sem kemur niður á
Landspítalanum
Birgir er gagnrýninn á þá afleiðingu
af þessu fyrirkomulagi að sér-
fræðingar á Landspítalanum vinni í
hlutastörfum utan spítalans. „Þessi
samningur hefur leitt til þess að
læknar sjá hag sinn í því að vinna
utan Landspítalans því fyrir það fá
þeir betur greitt. Heilbrigðisþjón-
ustan á Íslandi hefur þróast þannig
meira og meira að byggja á samningi
einkarekinna læknafyrirtækja við
Sjúkratryggingar Íslands og minna á
spítölum. Ég held að um helmingur
sérfræðinga á Landspítalanum vinni
í hlutastarfi á einkareknum stofum.
Þetta skapar að mínu mati vandamál
fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild
sinni og líka fyrir Landspítalann sem
á að vera háskólasjúkrahús sem á að
geta veitt öfluga sérfræðiþjónustu.
Þannig hefur kerfið þróast og ís-
lenskir sérfræðingar í læknisfræði,
sem koma heim úr námi, freistast
til að ráða sig í hlutastarf á Landspít-
alanum eða öðrum stofnunum og
vinna svo að hluta til í stofurekstri
sem býður upp á ákveðna möguleika
hvað varðar tekjuöflun út af þessu
greiðslukerfi.“
Þannig leiðir samningurinn til
þess, að mati Birgis, að ákveðinn
freistnivandi er innbyggður í heil-
brigðiskerfið; freistnivandi sem kem-
ur niður á Landspítalanum. Birgir
segist telja að þetta ólíka greiðslu-
fyrirkomulag opinbers rekstrar og
einkarekstrar sé einn helsti skað-
valdurinn í íslenska heilbrigðiskerf-
inu á liðnum áratugum. Hann seg-
ir að taka þurfi upp sams konar
greiðslufyrirkomulag í opinberum
rekstri og einkarekstri. „Í Svíþjóð
er greitt fyrir opinbera þjónustu og
einkarekna þjónustu samkvæmt
sama kerfi. Það er ekki hægt að hafa
þetta eins og á Íslandi í dag; að það
sé greitt allt öðruvísi og hvetjandi
fyrir einkarekna þjónustu en letj-
andi fyrir opinbera þjónustu. Ég hef
ekki farið leynt með það að þessi
samningur Læknafélags Reykjavík-
ur við Sjúkratrygginar er afskaplega
slæmur samningur að mínu mati og
kemur í veg fyrir að heilbrigðiskerfið
geti þróast í þá átt sem ég er að tala
um. Í þessum samningi eru engar
gæðakröfur eða neitt slíkt og eftirlit
með honum er afar takmarkað.“
Gæðaeftirlit vantar
í íslenska heilbrigð-
iskerfið, segir Birgir
Jakobsson, þannig að
kaupendur heilbrigð-
isþjónustunnar, al-
menningur, viti hvort
þeir séu að kaupa
Trabant eða Benz.
Mynd | Hari
„Hvað varðar heilbrigðisþjónustuna sem veitt er þá er
Ísland ekki svo langt á eftir Svíþjóð. Þetta er út af því að
Ísland á mikið af mjög hæfu heilbrigðisstarfsfólki sem
gerir allt sem í valdi þess stendur til að veita eins góða
heilbrigðisþjónustu og það getur. En skilyrðin sem það
hefur til að veita þessa þjónustu eru langt frá því að
vera nægilega góð.“
VONDU KERFIN:
heilbrigðisKERFIÐ