Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 48
alla föstudaga og laugardaga Lady Gaga á Superbowl Kunngjört hefur verið að Lady Gaga mun troða upp í hálfleik á næsta Superbowl í febrúar næstkomandi. Vill mann eins og Brad Pitt Kate Hudson er á lausu og leitar að fyndnum og „heitum“ manni. Fræddi fréttamann BBC um norðurljósin Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfé- lags Seltjarnarness og ritstjóri Stjörnufræðivefsins, sem hefur verið áberandi í umræðunni um himingeiminn á síðustu árum, gerðist svo frægur að komast í fréttirnar hjá BBC í vikunni. Tilefnið var að sjálfsögðu hin magnaða norðurljósasýning sem Íslendingar hafa orðið vitni að síð- ustu daga. Og það uppátæki hjá borginni að slökkva á öllum götu- lýsingum á miðvikudagskvöld. Sævar útskýrði það á mannamáli af hverju norðurljósin væru svona áberandi núna. Þá sagðist hann fagna því að slökkt hefði verið á götulýsingunni og vonast til að það yrði gert oftar í framtíðinni. „Það er hvetjandi fyrir fólk að fara út og líta upp í nætur himininn, sem er alveg frábært,“ er haft eftir Sævari. Högni hættir í GusGus Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson mun segja skilið við hljómsveitina GusGus á næstunni, samkvæmt heimildum Frétta- tímans. Högni hefur starfað með sveitinni um árabil og myndað skemmtilega framlínu með Daníel Ágúst Haraldssyni en brátt verð- ur breyting á. Högni mun klára nokkur verkefni með sveitinni, sem er bókuð á tón- leika erlendis, en mun svo einbeita sér að öðrum ver- kefnum. Þau eru vitaskuld hljómsveitin Hjaltalín og svo sóló- plata sem hann er með í bí- gerð og stefnt er að komi út á næsta ári. Hin 37 ára gamla Kate Hudson er á lausu núna og langar til að hitta mann sem er mjög „heitur“. Þetta kom fram í viðtali hjá hinum nafn- togaða Howard Stern á dögunum. „Veistu hvað ég vil akkúrat núna? Heiðarlega sagt er ég að leita að fyndnum manni. Fyndnir menn gera mig hamingjusama. En hann þarf líka að vera mjög „heitur“. Ég er til í „heitan“ mann en ekkert endilega framtíðarmaka, skilurðu?“ sagði Kate í viðtalinu. Howard spurði því næst hvort hún vildi mann sem líktist Brad Pitt og Kate svaraði: „Já! Mér finnst Brad vera mjög, mjög myndarlegur.“ Howard minnir Kate þá á að Brad sé að skilja þessa dagana en Kate sló þessa lúmsku uppástungu út af borðinu um leið með orðunum: „Ó, guð minn góður Howard.“ Á lausu Kate Hudson er að svipast um eftir nýjum bónda. Mynd | Getty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.