Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 58
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 201610 GÓLFEFNI
Slitsterkt og vandað
Planka- og flísavínyll er flott gólfefni sem ekki þarf að hafa áhyggjur af að skemmist auðveldlega. Það er slitsterkt,
endingargott og hefur raunverulegt útlit. Það hentar sérstaklega vel á veitingastöðum, í fyrirtækjum eða hvar þar sem
ekki er hægt að nota parket en sóst er eftir viðar- eða flísaútliti.
Unnið í samstarfi við Harðviðarval
Kostir planka- og flísavínyls eru margvíslegir. Hann er endingargóður, slitsterkur og hefur flott útlit,“ segir
Ólafur Geir Guttormsson, sölumað-
ur hjá Harðviðarvali.
Plankavínyll er endingargott og
slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að
þrífa og hentar vel á álagsvæðum
hjá fyrirtækjum, á veitingastöðum,
í verslunum, á stofnunum, heimilum
og víðar. Plankavínyllinn hefur mjög
raunverulegt útlit og vart er að
sjá mun á honum og viðarparketi.
„Margir hafa gengið á plankavínyl
og talið sig vera að ganga á við-
arparketi,“ segir Ólafur.
Harðviðarval státar af einstöku
úrvali af hágæða gólfefni sem
mætir kröfum um útlit og endingu
eins og vínyl-gólfefnið ber merki
um. Harðviðarval flytur aðeins inn
gæðaefni frá vitrum framleiðendum
sem eru leiðandi á sínu sviði.
Til margra ára hefur planakavínyll
notið mikilla vinsælda á Norð-
urlöndunum fyrir einstakt útlit,
endingu og eiginleika. „Planka- og
flísavínyll er frábær kostur, eins og
við erum sífellt að komast betur að,“
segir Ólafur.
Planka- og físavínyll er frábært
gólfefni sem lítur mjög raunveru-
lega útlit og þolir álag og bleytu.
Það er auðvelt að þrífa það og það
endist vel.
„Hingað til hafa fyrirtæki og
stofnanir verið meðal þeirra sem
kaupa planka- og flísavínyl en það
eru sífellt fleiri sem eru að upp-
götva kosti hans inn á heimilið,“
segir Ólafur. Slitsterkt efnið þolið
mikla bleytu og annað álag sem
gerir það að góðum kosti fyrir eld-
hús, inngang, baðherbergi, þvotta-
hús og hvar þar sem óskað er eftir
viðarútliti.
Í boði eru yfir 120 mismunandi
litategundir, þar af fjölmargar á
lager.
Frábært gólfefni Plankavínyllinn lítur út eins og alvöru viðarparket, nema það þolir meiri bleytu og álag og er
auðvelt að þrífa.
Endingargott Ýmis fyrirtæki og veitingastaðir kjósa plankavínyl til að ná fram ákveðnu útliti án þess að eiga
á hættu að þurfa að endurnýja gólfefni eftir skamman tíma.
Miklir möguleikar Ólafur Geir Guttormsson, sölumaður hjá Harðviðvarvali, segir úrvalið
og möguleikana sem planka- og flísavínyllinn býður upp á vera óendanlegt.
Falleg hönnun Mikill metnaður hefur verið lagður í að ná raunverulegu útliti á planka- og flísavínyl þannig að
vart má sjá mun.
Vinsælt Planka- og flísavínyll er gólfefni sem nýtur vaxandi vinsælda,
enda bæði flott í útliti og nytsamlegt.
Harðviðarval leggur áherslu á að
bjóða gæða gólfefni sem unnið
er og valið er af fagfólki með ára-
langa reynslu að baki.
Gæði og reynsla