Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Það er munur milli fólks, meðal annars í því hve innhverft eða út- hverft það er, eins og stundum er sagt. Þeir innhverfu vilja íhuga sín mál í friði en þeir úthverfu nærast á opnari samskiptum og eru oft til- búnari til að bera skoðanir sínar á torg. En hvor týpan á betur heima í stjórnmálum? „Þetta er ágæt spurning, en þarna erum við samt að tala um einhvers konar skala frá einum öfgum til annarra,“ segir Hauk- ur Ingi Jónasson, sálgreinir og lektor við Háskólann í Reykjavík. „Það er ólíklegt að þeir sem eru yst á þessum skala myndu virka vel í stjórnmálum. Góður stjórnmála- maður þarf að vera skemmtileg blanda af hvoru tveggja, nægi- lega úthverfur til að hafa áhuga fyrir öðru fólki og sækja í það stuðning og leiðsögn, jafnvel undir álagi. Hins vegar þarf hann líka að vera tilbú- inn að íhuga málin á eig- in forsendum og hugsa fyrir sjálfan sig. Það eru mörg dæmi um mikla stjórnmála- leiðtoga sem voru vel heppnuð blanda af þessu tvennu. Það er veikt í stjórnmálum þegar menn eru fyrst og fremst að hugsa um atkvæði og vinsældir, þá verð- ur stjórnmálamaðurinn einhvers konar rekald. Ákvarðanir þurfa líka að byggjast á innsæi, ígrundun og innri staðfestu. Það er líka nauðsynlegt að velta fyrir sér öðrum hliðum á stjórn- málaþátttöku. Er fólk í stjórnmál- um til að skara eld að eigin köku eða til að komast í huggulegt starf? Mér finnst vanta eins konar al- mannaþjóna í stjórnmál, verðuga stjórnmálamenn sem að hafa al- mannahagsmuni að leiðarljósi. Maður þarf að skynja að þeim gengur það eitt til að taka þátt í að byggja upp gott og kröftugt samfélag. Við þurfum fyrst og fremst fólk í stjórnmál sem er tilbúið að nota á sér kollinn og er líka ríkt af tilfinn- ingu og umhyggju fyr- ir þörfum annars fólks og samfélagsins sem heildar,“ segir Hauk- ur Ingi. Samtalið við þjóðina Það líð- ur að alþingiskosn- ingum og þá er okkur sagt að umræðan skipti öllu máli. Við eigum að taka eftir því hvað stjórnmálamenn segja og hvernig þeir segja það. Í lýðræði er ætlast til að kjósendur leggi mat á það sem sagt er, móti sér skoðun og nýti síðan atkvæðisrétt sinn eftir bestu sannfæringu. En hvernig er samtalið milli stjórnmálamanna og almennings að virka? Fréttatíminn veltir fyrir sér með góðu fólki nokkrum hliðum stjórnmálanna og því hvernig umræða stjórnmálanna nær út í samfélagið. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þurfum við innhverfa eða úthverfa stjórnmálamenn? Stjórnmálamenn eins misjafnir í samskiptum við fjölmiðla og þeir eru margir Samskipti stjórnmála- og fjölmiðla- manna eru mikilvægur þáttur í því að koma réttum upplýsingum til al- mennings. Þó nokkuð er kvartað yfir að þar sé pottur brotinn, þeir sem hafi hæst fái mesta athygli í fjölmiðlum og jafnvel að í litlu sam- félagi sé erfitt að halda faglegri fjarlægð milli þeirra sem spyrja og þeirra sem svara í umfjöllun um stjórnmál. Anna Kristín Jónsdótt- ir, fréttamaður hjá RÚV, segir að samband stjórnmálamanna og fjöl- miðlamanna sé að hluta þess eðl- is að hóparnir nærist hvor á öðrum. Málið snúist um traust og aðgang að upplýsingum, en samt þurfi fjölmiðlamenn að halda ákveðinni fjarlægð á menn og málefni. „Fjölmiðla- menn eru oft gagnrýndir fyrir að hafa meiri áhuga á mönnum en málefnum og stundum er nokkuð til í þessu,“ seg- ir Anna Kristín. „Það er hins vegar í mannlegu eðli að dragast að átökum þegar mað- ur finnur þef af þeim. Þá verður oft einhver saga til sem hægt er að segja, á meðan snúnara er að miðla til dæmis fínlegum eða tæknileg- um blæbrigðamun milli manna í áherslum í velferðarmálum.“ Anna Kristín telur að oft séu fjöl- miðlamenn að einhverju leyti fastir í einhverri ákveðinni forskrift um samskipti við stjórnmálamenn. Þannig er það til dæmis að þeir sem séu duglegastir við að tjá sig, fái jafnframt til þess flest tækifæri. „Það er mismunandi hvað stjórn- málamenn hafa sig mikið í frammi og telja sig hafa mikið fram að færa við almenning. Stjórnmála- menn þurfa líka að vera með- vitaðir um það að koma skila- boðum sínum á framfæri, fyrir hverju þeir vilja berjast, hvar og hvernig. Það er ekkert óbilgjörn krafa á stjórnmála- menn að þeir séu í stjórnmálum af ástríðu og viti hvert þeir vilja fara, í að minnsta kosti einhverjum málum.“ Vekja þarf áhuga ungs fólks og almennings Að hluta til snúast stjórnmál um að koma orðum að hugðarefnum sín- um og í íslenskum framhaldsskól- um á slík þjálfun sér til dæmis stað í Morfís ræðukeppnum þar sem rök eru færð með og á móti ákveðnu umfjöllunarefni. Ræðumaður Ís- lands í lokakeppninni síðasta vor var Bára Lind Þórarinsdótt- ir, úr Menntaskólanum í Reykja- vík sem þá sigraði Verzlunarskóla Íslands. Hvað skyldi Báru, sem nú starfar í Ingunnarskóla, finnast um umræðuna á Alþingi og ímynd Alþingis? „Stjórnmál geta ver- ið rosalega áhugaverð en alltof mörgum finnst þau átakanlega leiðinleg. Það snýst mikið um það hvernig þeim er komið á framfæri, ekki síst við yngra fólk. Þetta virkar allt of mikið blað- ur. Maður verður fyrst og fremst var við skot á þen na n ræðumann eða hinn. Þetta heyrir maður og sér, en minna fer fyrir samvinnu. Mér finnst vanta að fólk fái betur á hreint hvað er eiginlega í gangi á Alþingi, að hvaða málum er verið að vinna og hvað þau þýða fyrir al- menning. Mér finnst þær framfarir sem þingið er að vinna að alls ekki nægilega vel kynntar. Það hlýtur að vera hægt að draga störf Alþing- is betur saman frá degi til dags, á meira lifandi hátt til að maður fái einhvern áhuga á störfunum. Ég vil vita hvað ákvarðanir Alþingis þýða fyrir venjulegt fólk. Svo sýnist manni líka að þingmennirnir hafi ekki mjög mikinn áhuga sjálfir á því sem fer fram í þinginu, og hvað eigum við þá að segja? Svo þarf að tala þarna meira á manna- máli og minnka allt þetta formlega. Þetta er um hags- muni okkar allra og maður ætti að hafa áhuga á þessu, en maður einhvern veginn hefur það ekki.“ Hugsjónir gegn hagsmunum Stundum er horft á stjórnmál sem einhvers konar baráttu á milli hug- sjóna og hagsmuna. Fólk lítur að mismiklu leyti svo á að heimurinn stjórnist fyrst og fremst af hags- munum hópa og einstaklinga og stundum eru hugsjónir talaðar nið- ur í umræðu um stjórnmál, jafnvel litið svo á að þær þvælist fyrir. Vilhjálmur Árnason, pró- fessor í Heimspeki við Háskóla Ís- lands, segir að tengslin milli hags- muna og hugsjóna í stjórnmálum séu vandmeðfarin og eitt meginver- kefni stjórnmálamanna að vinna úr þeim. „Hugsjónir í stjórnmálum varða almannahagsmuni og viðleitni til þess að halda sérhagsmunaöflum í skefjum. Stjórnmál án hugsjóna eru ekki annað en auðsveip þjónkun við ráðandi öfl, en stjórnmál sem halda fram hugsjónum án þess að tengja þær við raunhæf viðfangsefni stjórnmálanna eru líka innantóm- ar klisjur. Vandinn er að láta hug- sjónir og athafnir í stjórnmálum vinna saman þannig að togstreitan milli þeirra verði aflvaki breyting- anna sem stjórnmálahreyfing vill koma á.“ Vilhjálmur tekur dæmi út frá réttlæti sem hann kallar höfuð- hugsjón stjórnmálanna: „Almennt séð er það réttlæti að hver fái það sem hann á sanngjarnt tilkall til. Heilbrigðisþjónusta er réttlætismál því að hún á að tryggja að enginn fari á mis við tækifæri lífsins af heilsufarsástæðum. Hana á því að greiða úr sameiginlegum sjóðum en ekki úr vasa þeirra sem þarfnast hennar hverju sinni. Fiskveiðistjórnun er annað rétt- lætismál og fólki hefur lengi sviðið ranglætið í að nýtingarréttur á sam- eiginlegri auðlind hafi færst á fárra manna hendur án þess að ríkar skyldur komi á móti. Fólk í sjávar- plássum, þar sem þessi atvinnuveg- ur byggðist upp, er háð duttlungum kvótaveldisins. Vænlegasta leiðin fyrir stjórnmál til að þoka samfé- lagi í réttlætisátt er að draga úr því ranglæti sem við blasir í tilvikum eins og þessum.“ Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Skern sófi Verð: 93.675VIOLINO 20% AFSLÁTTUR Tomcat - hvíldarstóll 20-50% AFSLÁTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.