Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016
GOTT
UM
HELGINA
Kokkalandsliðið sýnir sig
Ólympíuleikar eru alls konar, en nú undirbýr íslenska kokkalandsliðið
sig fyrir þátttöku á ólympíuleikum í matreiðslu sem fram fara í Þýska-
landi undir lok október. Þessir meistarar matargerðarlistarinnar ætla að
æfa sig og leyfa fólki að kíkja á keppnisréttina í flokknum Kalt borð. Fag-
leg tök á matreiðslu eru endalaust heillandi.
Hvar? Smáralind
Hvenær? Í dag milli 12 og 17.
Opið hús hjá RÚV
Landsmenn, sem kveikja á RÚV í sjónvarpstækjunum, hafa orðið varir
við ýmis hátíðahöld þar á bæ að undanförnu. Nú stendur til að opna Út-
varpshúsið í Efstaleiti fyrir gestum í tilefni af 50 ára afmæli Sjónvarps-
ins. Skoðunarferðir, lifandi tónlist, vöflur og uppákomur fyrir gesti og
gangandi.
Hvar? Útvarpshúsið, Efstaleiti 1.
Hvenær? Í dag milli 13 og 16.30.
Hvað kostar? Ekki neitt, allir velkomnir.
Gítartónleikar á
Akureyri
Kristinn Árnason gítarleikari er
kominn norður á Akureyri til að
halda tónleika. Á efnisskránni eru
verk tónskálda á borð við Bach,
Ravel, Albeniz og Barrios. Kristinn
er meðal allra færustu gítarleik-
ara landsins þegar kemur að leik
á klassískan gítar, en hann hefur
haldið tónleika víða um lönd og
gefið út diska með tónlist úr ýms-
um áttum.
Hvar? Í Ketilhúsinu í Gilinu á Ak-
ureyri
Hvenær? Í dag kl. 16.
Hvað kostar? Ókeypis og huggu-
legt.
Mannakorn stígur
á stokk
Mannakorn
er fyrir löngu
búin að sanna
sig sem sígild
íslensk popp-
hljómsveit og
listinn yfir
lög hennar,
sem allir þekkja, er ansi langur.
Nú eru allir mættir; Ellen Krist-
jánsdóttir, Magnús Eiríksson
og Pálmi Gunnarsson og upp í
hljóðmyndina fyllir strengja– og
blásturssveit sem lyfta mun sígild-
um lögum sveitarinnar á annað
plan.
Hvar? Harpa
Hvenær? Í kvöld kl. 20
Hvað kostar? 5900-9900 krónur.
Sjálfsmyndin krufin
Áhrif samfélags, fjölmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd okkar allra eru
margslungin. Líkamsvitund er mikið rædd í samfélagi þar sem myndefni
dynur á okkur allan daginn. Þessi áhrif og þennan mikla þrýsting sem
margir upplifa í lífi sínu á að ræða á fræðsludegi fyrir almening og fag-
fólk. Innlendir sérfræðingar fjalla um margs konar áhrifaþætti á líðan
okkar, tengsl við eigin líkama og mataræði. Fjallað verður um ýmsar
leiðir að heilbrigði og jafnvægi. Aðalfyrirlesari dagsins er Dr. Jean Kil-
bourne sem er heimsþekktur fyrirlesari og einn virtasti fræðimaður á
þessu sviði.
Til grundvallar liggja stórar spurningar:
Áttu í ástar/haturs sambandi við mat?
Af hverju skiptir streitustjórnun svona miklu máli?
Hvernig náum við sátt?
Hvernig getum við hjálpað börnunum okkar að fóta sig?
Hvernig náum við árangri?
Hvar? Silfurberg í Hörpu
Hvenær? Á morgun sunnudag kl. 13-18
Hvað kostar? 14.900 kr. Miðar á gallabuxurnar.is
Sígild teiknimynd við
lifandi tónlist
Teiknimyndir eru mis áhrifa-
miklar en víst er að Fantasía Walt
Disney frá 1940 er meistaraverk
sem lifir. Fáar teiknimyndir hafa
vakið jafn almenna aðdáun og
þessi blanda af sígildri tónlist og
stórskemmtilegum handgerðum
myndum sem voru mikið afrek á
sínum tíma.
Í næstu viku gefst aðdáendum
klassískra teiknimynda tækifæri
til að koma á glæsilega bíótónleika
í hæsta gæðaflokki með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands þar sem tón-
list við upprunagerð Fantasíu og
Fantasíu 2000 er leikin með heill-
andi myndefni.
Mikki mús reynir fyrir sér við
töfrabrögð við tóna úr Læri-
sveini galdrameistarans eftir
Dukas; fígúrur úr klassískri goða-
fræði dansa við Sveitasinfóníu
Beethovens, fílar og flóðhestar
dansa fimlega við Stundadans
Ponchiellis og hnúfubakar fljúga
við tóna úr Furum Rómaborgar
eftir Respighi. Tónleikarnir eru
samstarfsverkefni Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands og RIFF
Hvar? Harpa
Hvenær? 6. okt. og 7. okt. kl. 19.30
og 8. okt. kl. 17.
Hvað kostar? 2500 - 4500 kr. en
20% afsláttur fyrir handhafa
RIFF passa.
Hér kynnir
Sigrún Eldjárn
til sögunnar
splunkunýja
ofurstelpu
w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39