Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 20168 GÓLFEFNI Það er mikilvægt að þrífa parketið rétt, bæði til að hámarka endingu þess og svo það líti sem best út. Parket er ekki sama og parket og það ber að hafa í huga áður en haf- ist er handa við þrif. Hér eru leiðbeiningar um það hvernig best er að þrífa mismun- andi gerðir af parketi. Lakkað parket Sópið eða rykmoppið eftir þörf- um. Þvoið með mildu sápuvatni og þurrvindið moppuna eða klút- inn. Varast ber að láta vætu liggja á lökkuðu parketgólfi. Nota má hvort heldur er vatnsuppleysan- legt bón eða vaxbón. En varast skal að bóna slík gólf oft. Ef lakkið er orðið slitið þarf að pússa gólfin upp og lakka að nýju. Olíu- eða vaxborið parket Rykmoppið reglulega. Best er að nota grænsápu, þar til gerða park- etsápu eða aðra feita sápu, því fitan mettar gólfborðin. Nauðsyn- legt er að olíu- eða vaxbera gólfin nokkuð reglulega annars vilja þau þorna og verða mislit. Plastparket Varast skal að bleyta gólfið mik- ið, þurfi þess á að nota volgt vatn og þurrka jafnóðum. Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga. Gerðu rétt Ef parket er ekki þrifið rétt er hætt við að endingin verði ekki góð. Góðar ráðleggingar þegar leggja skal nýtt parket. Undirbúningur Í nýjum húsum má aðeins leggja parket þegar minnst tveir mánuð- ir eru liðnir síðan lagt var í plötu og búið er að setja hita á húsið. Gólfið þarf að vera þétt í sér, hreint og þurrt (gott er að rykbinda það) og einnig er áríðandi að fjar- lægja allar ójöfnur af gólfinu. Ef grunur leikur á að raki leynist í gólfum skal mæla rakastigið. Ef rakastig reynist 6% eða lægra má leggja beint á undirlagið. Ef rak- inn er meiri en 8% má ekki leggja parketið. 14mm fljótandi á undirlagi Til þess að jafna undirlagið og draga úr fótataki skal leggja undir- lag úr svampi. Parketið skal lagt þannig að það myndi samræmda heild og borðin skulu skarast a.m.k. um 50 sm. Þegar borðun- um er slegið saman skal alltaf slá á tappann á borðunum. Nota skal PVAC-lím. Límið er borið á nótina. Límið má ekki festa parketið við undirlagið og ekkert lím má verða eftir ofan á parketinu. Þenslurifa með veggjum þarf að vera minnst 10 mm og parketið hvergi stíft við veggi. Heillímt stafaparket Berið límið á hæfilega stóran flöt með tenntri sköfu. Varist að nota of mikið lím (fylgið leiðbeiningum á umbúðum). Leggið fyrstu stafina af varkárni og fylgið línunum á gólfinu. Gætið þess vel að hvergi séu glufur á milli stafa í byrjun því þær geta magnast upp þegar lengra líður á lögnina. Bankið var- lega á stafina með gúmmíhamri. Þannig ná þeir að bindast lím- inu vel. Til þess að parketið hafi pláss til að þenjast út er nauðsynlegt að hafa sentimetra bil með veggjum. Nýlagt parket má aldrei þekja með plasti eða vatnsheldum dúk sem getur hindrað eðlilega öndun við- arins. Forðist að ganga á nýlögðu parketinu fyrr en tveim sólar- hringum eftir að það hefur verið lagt. Lágmarkstími áður en hafist er handa við að slípa og lakka gólf- ið er 5-20 dagar (fer eftir tegund líms og parkets). Heimild: Byko.is. Svona þrífurðu parketið Nauðsynlegt er að vita hvernig parket er á  gólfunum áður en hafist er handa við þrif. Svona leggurðu parket Vandasamt verk Leggja skal fyrstu stafina af varkárni og gæta þess að hvergi séu glufur milli stafa. Þær geta magnast upp þegar lengra er komið við lögnina. Mynd | Getty volundarhus.is · Sími 864-2400 VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt V H /1 6- 04 34 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum 70 mm bjálki / Tvöföld nótun TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta kr. 199.900,- m/fylgihlutum 34 mm bjálki / Tvöföld nótun 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun RISA HAUSTTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.