Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Lúxemborg 18.3 Holland 20.1 Þýskaland 25.1 Japan 28.6 Frakkland 30.5 Spánn 32.0 Austurríki 32.1 Slóvakía 33.3 Grikkland 33.4 Belgía 33.4 Sviss 34.9 Tékkland 38.1 Noregur 42.5 OECD26 42.4 Kórea 45.4 Eistland 46.0 Finnland 47.1 Svíþjóð 47.8 Portúgal 48.1 Ástralía 50.2 Slovenía 51.6 Ungverjaland 49.9 Danmörk 57.5 Ísland 58.3 Kanada 64.1 Bandaríkin 66.4 Pólland 67.7 Hlutur skattgreiðenda 58.3% Hlutur sjúklinga 58.3% 0% 5% 10% 15% 20% 25% Holland Austurríki Bretland Spánn Danmörk Tékkland Lúxemborg Noregur Slóvakía Sviss Svíþjóð Þýskaland Írland Litháen Portúgal OECD, meðaltal Belgía Frakkland Finnland Ungverjaland ÍSLAND Eistland Pólland Ítalía Grikkland Lettland 0% 5% 15% 20% 25% 30% 35% Slóvenía Holland Tékkland Austurríki Bretland Slóvakía Þýskaland Lúxemborg Finnland Írland Pólland Belgía Litháen OECD, meðaltal Sviss Ungverjaland Danmörk Frakkland Svíþjóð Noregur Spánn Grikkland Eistland ÍSLAND Ítalía Portúgal Lettland Hlutfall sjúklinga í lyfjakostnaði, samkvæmt OECD. Það er misjafnt eftir löndum hversu stóran hluta sjúklingar borga úr eigin vasa og hversu stór hluti kemur í gegnum tryggingafélög. Aðeins Pólverjar borga meira Aðeins 38 prósent af lyfjakostnaði Íslendinga er greiddur af skattgreið- endum í gegnum ríkissjóð. Stærsti hluti kostnaðarins kemur úr buddu sjúklinga, eða um 58 prósent. Af ríkj- um Efnahags- og framfarastofnunar- innar, OECD, greiða aðeins Pólverjar hærra hlutfall lyfjanna í apótekinu. Íslendingar skera sig ekki svo mjög úr öðrum þjóðum varðandi útgjöld sjúklinga. Ef miðað er við hlutdeild af allri neyslu verja heimilin á Íslandi um 3,1 prósent til heilbrigðismála. Þetta er hærra en meðaltal OECD, sem er 2,8 prósent. Og líka hærra en meðaltal Norðurlanda, sem er um 2,9 prósent. Í þeim velferðarríkjum þar sem sjúklingagjöld eru lægst fer þetta hlutfall niður í 1,8 prósent (Þýska- land), 1,4 prósent (Frakkland og Þýskaland) og 1,3 prósent (Holland). Í samanburði við Holland greiða sjúklingará Íslandi um 21 milljarði króna meira fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf. Það má líka segja að skatt- greiðendur myndu borga 21 milljarði króna meira fyrir þjónustuna ef hér væri hollenskt kerfi. Þegar allt kemur til alls snýst munurinn á kerfunum um hvar skatturinn er innheimtur; með al- mennum skatti eða sjúklingagjaldi. Meiri munur er á Íslandi og öðr- um löndum varðandi lyf. Í fyrra nam hlutur sjúklinga um 9,8 milljörðum króna. Íslendingar greiða um 3,5 millj- örðum króna meira fyrir lyf en miðað við meðaltal OECD. Sjúklingar borga mikið fyrir lyf Þau sem fá ekki læknisskoðun Þau sem fara ekki til tannlæknis Færsla aðgerða frá LSH til einkaðila leiddi af sér „sóun“ Færri speglanir voru framkvæmdar á Landspítalanum eftir að hvatakerfi var afnumið þar árið 2002 en fyrir þann tíma. Þetta kemur fram í grein sem Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, sem sést hér, vann ásamt Unu Jónsdóttur árið 2013. Rannsókn hagfræðinga frá 2013 sýnir að færri aðgerðir voru gerðar á Landspítal- anum, eftir að hvatakerfi var afnumið. Sams konar aðgerðum á einkareknum læknastofum fjölgaði hins vegar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Hvatakerfi á spítölum geta leitt til þess að læknar framkvæmi fleiri að- gerðir ef þeir fá greitt sérstaklega fyrir hverja aðgerð. Þannig geta fleiri aðgerðir verið framkvæmdar inni á sjúkrahúsi ef læknar fá greitt aukalega fyrir þær en ef þeir eru föstum mánaðarlaunum sem ekki ráðast af fjölda aðgerða. Þetta er ein af niðurstöðunum í rannsókn sem Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur og Una Jóns- dóttir hagfræðingur gerðu og birtu í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2013. Greinin bar yfirskriftina „Áhrif hvata á störf lækna“. Rannsókn þeirra snérist um sam- anburð á fjölda speglana á Landspít- alanum á árunum 2000 til 2002 þegar hvatakerfi var við lýði á spít- alanum og svo á árunum 2003 til 2005 eftir að það hafði verið afn- umið. Rannsóknin sýndi að að- gerðunum fækkaði á spítalanum eftir að hvatakerfi var afnumið en sams konar aðgerðum á einkarekn- um læknastofum fjölgaði hins vegar á sama tímabili. Þannig geta áhrif greiðslufyrirkomulags á sjúkrahús- um haft áhrif á þá þjónustu sem veitt er. Í öðru lagi sýndi rannsóknin- hvernig aðgerðum, sem hægt hefði verið að gera á Landspítalanum, var útvistað til einkastofa. Eins og seg- ir í greininni: „Spítalinn hafði bol- magn til þess að framkvæma allt að 7475 speglanir árið 2001 en fram- kvæmdi einungis 4377 árið 2005. Þannig má hugsa sér að sóun hafi falist í því að koma upp aðstöðu á einkastofum þegar hún var tiltæk á Landspítalanum.“ Það er því ekki svo að speglun- um hafi fækkað eftir að hvatakerfið var afnumið á spítalanum heldur breyttust hvatarnir sem lágu á bak við aðgerðirnar. Ef hvötunum hefði ekki verið breytt má ætla að fjöldi speglana hefði ekki breyst svo mik- ið. Hvatarnir færðust hins vegar frá Landspítalanum og á einkastofur: „Í desember 2002 ákvað stjórn LSH að sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna vinnu við ferliverk yrðu afnumdar og þá drógust speglanir saman um 33% á LSH, en jukust um 167% á einkastofum á næsta árinu.“ Ein af niðurstöðunum í grein- inni almennt séð er því að: „Hegð- un lækna breytist töluvert eftir því hvort þeir fá greitt í samræmi við unnin verk eða fá föst laun fyrir hvern sjúkling óháð meðferðinni sem er veitt.“ Samkvæmt OECD þurfa 6,9 prósent tekjulægsta fólksins á Íslandi að neita sér um læknisskoðun þótt það þurfi á henni að halda. Ástæðan þarf ekki að vera efnahagsleg. Það sést á því að um 1,5 prósent tekjuhæsta fólks- ins fer heldur ekki í læknisskoðun. Ástæðan getur verið að langt sé til læknis, langir biðlistar eða aðrar hindranir. Mismunurinn á hinum vel settu og hinum verst settu er kerfis- bundinn vandi vegna launamunar. Líkari Suður-Evrópu Munurinn þarna á milli er minnstur þar sem sjúklingagjöld og önn- ur greiðsluþátttaka almennings er minnst. Í Bretlandi er munurinn að- eins 0,2 prósentustig og aðeins 0,5 prósentustig í Hollandi. Munurinn er 0,9 prósentustig í Danmörku og 2,1 prósentustig að meðaltali á Norð- urlöndunum fjórum. Munurinn á tekjuhópunum er hins vegar 5,4 prósentustig á Íslandi. Hann er meiri í Póllandi, Ungverja- landi, Ítalíu, Grikklandi og Lettlandi. Annars staðar er hann minni og víð- ast mun minni í okkar nágranna- löndum. Að þessu leyti virðist íslenska kerf- ið líkara kerfum Austur- og Suður- -Evrópu. Bæði er að hinir tekjulægri njóta lakrar þjónustu miðað við sama hóp í nágrannalöndunum og eins tekst kerfinu verr að tryggja öll- um heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Hinir tekjulágu fá verri þjónustu Tekjulægsta fólkið Tekjuhæsta fólkið Hlutfall þeirra sem þurfa á læknisskoðun að halda en sækja hana ekki vegna efnahagslegar stöðu, fjarlægða, langra biðlista eða annars; annars vegar tekjuhæsti hópurinn og hins vegar sá tekjulægsti. Heimild OECD. Hlutfall þeirra sem fara ekki til tannlæknis vegna efnahagslegar stöðu, fjarlægða, langra biðlista eða annars; annars vegar tekju- hæsti hópurinn og hins vegar sá tekjulægsti. Heimild OECD. Í samanburði við önnur lönd innan Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, eiga tekjuháir Íslendingar viðlíka greiðan aðgang að læknisþjónustu og fólk í sömu stöðu í öðrum löndum. Aðgengi tekjulágra Íslendinga að læknisþjónustu er hins vegar mun lakari en meðal annarra þjóða. Og fáar þjóðir hafa jafn miklar efnahagslegar hindranir milli sín og tannlækna. Veik tannlæknaþjónusta Þegar kemur að tannlækningum er munurinn enn meiri. Tekjuhátt fólk á Íslandi er reyndar það vel stæða fólk í OECD sem sinnir tönnunum verst. Um 5 prósent tekjuhárra Ís- lendinga ættu að fara til tannlækn- is en gera það ekki. Það er meira en þrefalt hærra hlutfall en meðaltal allra landanna. Rétt tæp 18 prósent tekjulægra fólks á Íslandi fer ekki til tannlækn- is þótt það þurfi þess. Mismunurinn á því og hinum tekjuhærri er um 13 prósentustig. Því má ætla að það sé hlutfall þess láglaunafólks sem neitar sér um tannlæknaþjónustu af efna- hagslegum ástæðum. Það er ekki svo mikið lakari út- koma en á Norðurlöndunum. Aðeins Finnar sýna miklu betri útkomu, þar munar aðeins 3,2 prósentustigum. Í hinum löndunum er munurinn 10 til 11 prósentustig. Ísland er því lakast Norðurlandanna að þessu leyti, en ekki eins mikið lakara og gagnvart almennri læknisþjónustu. Minnstur munur milli tekju- hópanna er í fyrrum austantjalds- löndunum Slóveníu og Tékklandi og síðan Hollandi og Bretlandi. Þegar skoðað er hversu hátt hlut- fall tekjulágra nýtur ekki viðunandi tannlæknaþjónustu sést að fáar þjóð- ir hafa lakari stöðu en Íslendingar. Aðeins Ítalir, Portúgalar og Lettar eru verr settir. | gse VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS LYKILL AÐ BETRI KJÖRUM KYNNTU ÞÉR AFSLÁTTARKJÖR VR-KORTSINS Á VR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.