Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Kosningabarátta núna er eins og leikrit þar sem leik-stjórinn er veikur, hand-ritið er týnt og aðalleikarn- ir stungnir af með sjóðinn sem átti að borga fyrir sýninguna. Aukaleik- aranir reyna að stinga þá og hvern annan í bakið. Áhorfendur klappa og einhverjir úr salnum lauma sér upp á svið og taka sýninguna yfir. Í gegnum þokuna í salnum grillir í þrjá Framsóknarflokka að slást um athyglina, tvo til þrjá Vinstri græna flokka, þrjá Sjálfstæðisflokka, tvær Samfylkingar og svo Pírata sem með jöfnu millibili veina upp að þeim finnist hræðilegt að vera þingmenn og voðaleg tilhugsun að verða ráð- herrar. Samt er tilhugsunin ekki hræðilegri en svo að brigslyrðin ganga á víxl, ef fólk lendir ekki nógu ofarlega á lista en inn á milli fellur það í faðma. Kapteinninn og helsta vonarstjarnan flúði þó af hólmi, þrot- inn að kröftum. Næstum því allir frambjóðendur eru í bláum jakkafötum með hvítt- aðar tennur, þó má greina blæbrigði í klæðaburði og jafnvel peysu eða þverslaufu ef maður hefur heppnina með sér. Ummæli um holdafar ráð- herra eða skakkan bindishnút vekja enda meiri athygli en hálfvelgjan í umræðunum. Það læðist að manni sú tilhugsun að forystufólk gömlu stjórnmála- flokkanna búi kannski ekki yfir mik- illi stjórnvisku þótt að það reyni að selja okkur hugmyndina með tals- verðri fyrirhöfn en kulnuðum eld- móði. Annars hefðu ekki allar þessar eftirlíkingar orðið til. Það er líka ekki eins flokkarnir séu „ein kærleikskeðja á bandi friðarins“, þótt mestu kverúlantarnir hafi farið burt með hurðaskellum og stofnað sína eigin flokka. Inni í gömlu flokk- unum reyna eftirlegukindurnar að steypa hver annarri af stóli, með „hnífasettin“ á lofti. Ég játa mig sigraða. Mér finnst til dæmis meira lokkandi eða álíka lokkandi að draga úr mér tönn með naglbít en að fylgjast með þvarginu í sjónvarpssal. Vinnunnar vegna læt ég mig hafa það en svefninn sigrar oft og ég hengi haus yfir umræðun- um. Þegar ég svo hrekk upp með andfælum eru jafnvel þátttakendur sofnaðir Kannski er ég bara útbrunnin. Velmegunarvíma hefur runnið á þátttakendur sem spila nú upp á matadorpeninga fyrir sjúka gamla og smáa. Jafnvel hörðustu nirflar og eiginhagsmunaseggir staðhæfa nú að alla þeirra eigingirni í for- tíðinni megi rekja til ráðdeildar og sparsemi svo lítilmagnar geti notið góðs af. Teningarnir ganga hratt á milli þátttakenda enda er kosninga- baráttan á hraðspólun svo Alþingi geti starfað áfram og hægt sé að afgreiða sem mest af málum ríkis- stjórnarinnar sem þjóðin vildi losna við fyrir nokkrum mánuðum. Mestu hræsnararnir spila stórt, kaupa götur fyrir öryrkja og hótel og hús fyrir aldraða, ræna síðan bankann og uppskera mikinn fögnuð. En þetta er líka allt í plati. Þjóðin flykktist í apríl niður á Austurvöll með steyttan hnefann eftir Panama-hneykslið og heimtaði kosningar strax. Hún fékk þær með nokkrum eftirgangsmunum. Sama þjóð segist grátklökk í kosn- ingum vilja efla heilbrigðiskerfið og uppræta skattsvik. Kannanir benda samt til þess að þegar í kjörklefann er komið ætli hún samt að kjósa þá sem vilja fara með hamri og sleggju á Landspítalann, græða og grilla í rústunum og geyma peningana áfram á Tortóla. Ekki öll þjóðin en svona um það bil hálf þjóðin. Hinn helmingurinn getur ekki talað skýrt og staðið saman um ein- falda hluti. Hann vill nýja stjórnar- skrá en samt ekki ... hann vill virða þjóðaratkvæðagreiðslur en ... þó ekki. Hann er á móti kvótakerfinu, en gæta verður að... Hann telur ýmislegt athugavert við búvörusamninginn en hafa verði í huga... Hann vill byltingu og breytingar á löngu úreltri sérhagsmunagæslu á kostnað almennings en samt ekki alveg. Hann ætlar að taka lítil og stutt skref í áttina að nýju og betra sam- félagi. Og það er hætt við því að þeir sem hafa talið sig eiga samleið með þeim flýti sér ekki heldur á kjörstað til að kjósa þá. Þeir eru svosem sammála en... Þóra Kristín Ásgeirsdóttir EN … Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Katla – elsti félagi Framsóknarflokksins Ætti ég að kjósa um helgina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.