Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 18
götur síðan. „Þegar ég var að fara spurði hún hvort hún mætti líka fara í bað, eins og Dinni, en ég sagði þvert nei.“ Bréf frá Dinna frænda „Þegar ég kom úr samkvæminu var dóttir mín hálfsofandi með teiknimynd í myndbandstækinu en hann var að lesa og fór fljótlega heim til sín,“ segir Halldóra. „Eftir þetta kvöld fór hún að pissa undir, hætti að vilja sofa ein og kvartaði ítrekað undan kláða við kynfærin. Nokkrum dögum seinna fer ég með hana í bað og er að leika við hana og tek litla gula plastönd með rauð- an gogg og ýti henni undir vatns- borðið og læt hana skoppa upp aftur. Allt í einu segir hún upp úr þurru: „Mamma, þetta er alveg eins og tippið á Dinna.“ Mér dauðbrá og ég kólnaði öll að innan. Þarna var eins og það hafi runnið upp fyrir mér ljós. Dóttir mín sagði ennfremur að Dinni hefði reynt að setja tippið inn í pjölluna hennar en það hefði ekki komist fyrir.“ Ég talaði við lögreglu strax þetta sama kvöld og í kjölfarið gerði ég barnaverndarnefnd viðvart. Með- an málið var til rannsóknar hjá lög- reglu barst bréf í póstkassann stílað á dóttur mína. Ég hélt að þetta væri frá foreldrafélaginu og opnaði til að lesa. Þar sagðist bréfritarinn meðal annars hlakka til að nauðga dóttur minni í rassinn og meiða hana. Ég afhenti lögreglu bréfið en rannsókn hjá rithandarsérfræðingi leiddi í ljós að það voru yfirgnæfandi lík- ur á því að hann hefði skrifað það. Ég var sjálf misnotuð sem barn og get ekki fyrirgefið sjálfri mér að hafa ekki séð í gegnum manninn,“ segir Halldóra Eyfjörð. „En ég sá það ekki og hann komst upp með að misnota dóttur mína í tvígang, annars vegar á aðfangadag, þegar hann kom í heimsókn með pakka til hennar og var með henni einn inni í stofu meðan ég var að laga mat í eldhúsinu. Hinsvegar þegar hann tók að sér að gæta hennar meðan ég fór út.“ Inni á gafli hjá barnafjölskyldum Alls var maðurinn grunaður um að hafa misnotað fjórar stúlkur á þessum tíma, þrjár fimm og sex ára gamlar og eina átta ára, en hann gerði sér far um að vingast við barnafjölskyldur. Hann fékk að lokum fimmtán mánaða dóm. Fleiri mál voru til rannsóknar en það tókst ekki að sanna sök í þeim öll- um. Meðal annars var hann kærð- ur um svipað leyti fyrir að hafa misnotað son fyrrverandi sambýl- iskonu sinnar. 18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Ákærði fór í bað með stúlkunni og þvoði og strauk henni um kynfærin, auk þess sem hann reyndi að setja getnaðarlim sinn inn í leggöng stúlkunnar. Úr ákæru í héraðsdómi 1999 fljótlega varð ég algerlega dofin. Það kom í hlut mannsins míns að hringja í Dinna og segja honum frá því að hann væri ekki velkomin í afmæli dóttur minnar, daginn eftir. Hann gerði það. Mér skildist að hon- um hefði verið brugðið við símtalið en verið fátalaður. Hann sagði þó að það væri ekkert hæft í því að hann hefði verið að misnota börn. Hann hefði þó óvart rofið meyjarhaftið á tveggja ára dóttur vinkonu sinnar, þegar hann var skipta um bleyju. Það voru síðustu samskipti okkar við þennan mann eftir tveggja ára vináttu,“ segir Sædís Hrönn. Fór í sturtu og þvoði þvott Það var Halldóra Eyfjörð sem hafði samband við barnaverndarnefnd og hratt málinu af stað. Hún var bú- sett í Yrsufelli, einstæð móðir, fimm ára stúlku. „Vinur minn kynnt- ist konu frá Húsavík og fór að búa með henni,“ segir Halldóra. „Hann kynnti mig fyrir henni og við höfð- um mikið samband á tímabili. Þau voru að mála og gera upp íbúðina og vinur hennar, sem var kallaður Dinni, var mikið að hjálpa þeim.“ Halldóra segir að þegar hún fór að mála íbúðina sína hafi hann líka boðist til að hjálpa sér og sýnt Halldóra Eyfjörð með dóttur sinni Ástrósu. Hún segist sjálf hafa verið misnotuð sem barn og geti aldrei fyrirgefið sjálfri sér að hafa ekki séð þetta fyrir. Mynd | Hari Halldóra Eyfjörð með dóttur sinni, um það leyti sem níðingurinn lét til skarar skríða. dóttur sinni mikinn áhuga. „Hann bjó einn í herbergi og var í útistöð- um við barnsmóður sína sem leyfði honum ekki að hitta soninn. Ég vor- kenndi honum og fannst hann vera óttalegt grey. Hann hafði hvorki aðgang að sturtu né þvottavél. Ég hafði ekki brjóst til þess að neita, ef hann bað um að fá að fara í bað. Eitt sunnudagskvöld í febrúar kom hann og bað um að fá að fara í bað. Ég sagði honum að ég hefði ver- ið boðin í samkvæmi en ekki get- að farið þar sem eldri dóttir mín, fjórtán ára, hefði ekki nennt að passa en hún bjó hjá föður sínum á þessum tíma. Hann sagði lítið mál að gæta stelpunnar, ég skyldi bara drífa mig.“ Halldóra fór í samkvæmið og var í burtu í þrjár klukkustundir. Sú ákvörðun hefur plagað hana allar „Það sem foreldrarnir ungu vissu ekki, var að þrettán árum áður en leiðir þeirra og nýja vinar- ins lágu saman var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa misnotað gróflega þroskaskerta litla telpu sem hafði verið tíður gestur hjá móður hans.“ Einfaldur og stílhreinn Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn. Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is Verð 27.900 kr. Fjölbreytt litaúrval.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.