Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Vinnustaða menningin á Alþingi Fyrirtækja- og vinnustaðamenn- ing er mikið rædd og oft veltir fólk henni fyrir sér varðandi Alþingi, einkum þegar hávaðinn úr ræðu- stólnum og hörð átök milli þing- manna rata í fjölmiðla. En ætli sé hægt að beita tólum þeirra stjórn- unarfræða á Alþingi? Aðalheiður Sigursveins- dóttir, hjá ráðgjafafyrirtækinu Expectus, segir að þær aðferðir sem beitt er til að laga fyrirtækjamenn- ingu ættu að geta virkað á Alþingi eins og annars staðar. „Vandamálagreiningar, úrbóta- hugsun í starfi og að temja sér lær- dóm í verklagi koma upp í hugann,“ segir Aðalheiður. „Í fyrirtækjum og stofnunum er mikilvægt að vinna með virka mælikvarða sem endur- spegla áhrif ákvarðanatöku stjórn- enda og starfsmanna. Það er mikið unnið með auknum gæðum gagna og upplýsinga, en rauntímagögn í opinberum rekstri eru því miður sjaldnast tiltæk, ólík því sem gerist í mörgum fyrirtækjum. Ef við hugsum Alþingi sem fyr- irtæki væri augljós krafa stjórn- enda að vita hvert virði lagasetn- ingar væri fyrir borgarana og með hvaða kostnaði. Alþingismenn bera sameiginlega ábyrgð að komast að niðurstöðu um útfærslu lagasetn- ingar. Lykilatriði í framgangi allr- ar samræðu er gagnkvæm virðing. Komi upp vandamál þarf einfald- lega að greina vandamálið, hverj- ar birtingarmyndir þess eru og hvaða áhrif það hefur. Ef um samskiptavanda er að ræða hefur orðið rof á trausti og virðingu milli aðila. Það væri spennandi að sjá útkomuna ef sett væru upp svokölluð 4DX mark- mið sem allur þingheimur kæmi sér saman um. En sú aðferðafræði er nýtt til að inn- leiða hegðunarbreytingu innan fyrirtækja með góðum árangri. Þegar nálg- ast þarf stærri vanda- mál er gott að búa til sátt- mála um tilhögun greiningar og úrbótavinnu. Sáttmálar taka á al- mennum leikreglum í samskiptum, virðingu, varkárni, viðveru (and- legri og líkamlegri) og ekki síst víð- sýni. Við þyrftum að greina eðli vandamálsins til að finna réttar leiðir en við ættum alltaf að geta það. Víð- sýni, útsjónarsemi og frjóa hugsun þarf til að leita sátta í einstökum mál- um. Það væri mikið unnið með sameig- inlegri og aðferða- f ræði va nda- málagreiningar á þingi.“ Vilja skortir til að takast á við gagnrýni Umræða um siðferði og spillingu í íslenskum stjórnmálum blossar af og til upp hér á landi og fellur nið- ur þess á milli. Hagsmunaskráning og siðareglur eru tiltölulega nýleg fyrirbæri í stjórnmálalífinu. Jón Ólafsson, pró- fessor við íslensku- og menningardeild Há- skóla Íslands, hefur nokkuð velt fyrir sér siðferði og stjórn- málum. Hann segir útlendinga oft nokk- uð hissa á umræðu um spillingu hér á landi og vantrúa á að hún geti ver- ið mikið vandamál. Jafnframt telji sumir fræði- menn að sú um- ræða sé ýkt og æst upp af ein- hverj- um sem hafi áhrif á u m - ræðuna. „Það er alveg rétt að það er ekki nein brjálæðisleg spilling á Íslandi í samanburði við mörg önnur lönd, eins og til dæmis í Austur- og Suður Evrópu. Þar þurfa menn að kljást við rótgróna spillingu djúpt í stjórn- kerfi og samfélaginu. Hins vegar er sérstakt hér hvað stjórnvöld bregðast seint og illa við umkvörtunum al- mennings um spillingu. Það er enn mjög óljóst hvað gerist þegar stjórn- málamaður klúðrar ein- hverju. Hér hafa kom- ið upp mál sem víðast annars staðar myndu hafa skýrar afleiðingar og kalla á að viðkomandi stigi til hlið- ar, um ein- hvern tíma að minnsta kosti. Stjórnmálamenn- ingin hér er enn á þeim stað að það er mjög óljóst hvað gerist þegar spillingarmál koma upp svart á hvítu. Það þarf ennþá allt að verða brjálað í samfélaginu til að viðbrögð fáist í málum sem annars staðar væru sögð byggjast á réttmætum fullyrðingum og ábendingum. Það er eitthvað brotið í samskipt- um og tenglsum stjórnvalda og al- mennings og þar eru fjölmiðlar líka eflaust hluti af jöfnunni. Þetta samskiptaleysi skapar þá miklu tor- tryggni og oft óljósu og ómótuðu óánægju sem maður finnur víða í samfélaginu á síðustu árum. Það er trúverðugt samtal við al- menning og fjölmiðla sem stjórn- málin þurfa að byggja upp á næstu árum, það hefur ekki enn tekist. Það ríkir enn viljaleysi í stjórn- málum til að takast á við gagnrýni á eðlilegum forsendum. Margir stjórnmálamenn geta þetta alveg, en þeir vilja bara ekki alltaf takast á við gagnrýni á málefnalegan hátt. Þetta er kannski að einhverju leyti tengt innri menningu stjórnmála- flokka sem þurfa að rækta samtalið út á við, en ekki bara inn í hópinn.“ Stjórnmálin og samtalið við þjóðina Páll Skúlason heimspekingur var á sínum tíma flestum öðrum duglegri við að ræða hvernig íslenskir stjórnmálamenn tala saman og hvernig þeir ná til al- mennings. Í ræðu sem hann flutti árið 1991 og var vitnað til í ritinu Ríkið og rök- vísi stjórnmálanna frá 2013, sagði Páll meðal annars: „Mælskulist og kappræðustíll kolspilla allri skynsamlegri stjórnmálaumræðu á Íslandi. Sá sem gerir minnstar kröfur um skilning og rök, en flytur mál sitt með sleggjudómum um menn og málefni, helst með viðeigandi bröndurum, honum virðist takast að fá athygli fjölmiðla og ná í gegnum þá til kjósenda. Kjósendurnir, íslenskur almenningur, er líka orðinn svo sinnulaus um eiginleg stjórnmál að það er eins og fólk geri sér enga grein fyrir ábyrgð sinni á stjórn landsins.“ Talar þú hundamál? „Ég fagna því að loksins komi bók um hunda fyrir börn þar sem lögð er áhersla á að þekkja merki hundsins og að geta séð hvernig honum líður. Bókin er góð leið til að opna umræðu foreldra við börnin um hvernig á að umgangast hunda.“ Heiðrún Klara, Hundaþjálfari Hjá HundaaKademíunni w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.