Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 NÍÐINGURINN VAR BESTI VINUR PABBA, HJÁLPARHELLA MÖMMU OG LEIKFÉLAGI LITLU BARNANNA Þrjár konur og dætur þeirra segja hvernig barnaníðingur gat leikið sér að nokkrum barnafjölskyldum í Reykjavík um langt skeið. Hann fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm fyrir brot af því sem hann var grunaður um. Þessi grein fjallar um tilfinningar mæðranna en fjölskyldurnar glíma enn við sársaukann, 16 árum síðar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ég var mætt í endurhæf-ingu að Reykjalundi eftir hjartaáfall og hitti hjúkr-unarfræðing sem sýndi mér herbergið mitt og deildina þar sem æfingarnar fara fram. Þegar fer að nálgast hádegi skrepp ég á kaffistofuna þar sem fólkið hittist og spjallar saman milli æfinga. Það fyrsta sem ég rek aug- un í er maðurinn sem misnotaði litlu dóttur mína. Það var eins og ég hefði verið kýld í magann. Hjart- að fór á fullt og ég varð náföl. Hann horfði beint á mig og leit síðan und- an en ég bakkaði út úr herberginu.“ Þetta gerðist á Reykjalundi fyrir nokkrum vikum. Konan í þessari frásögn frestaði endurhæfingunni um tvær vikur svo maðurinn sem misnotaði dóttur hennar gæti lok- ið við sína. „Ég hélt að þetta áfall væri að baki og ég hefði verið búin að vinna úr því,“ segir Sædís Hrönn Samú- elsdóttir, „en ég togaði í hjúkrunar- fræðinginn sem hafði fylgt mér um deildina. Bað hana að koma með mér afsíðis. Spurði hvort þetta væri þessi tiltekni maður. Hún svaraði því játandi og spurði hvað væri að. Ég sagði henni eins og var, að þessi maður hefði fengið fangelsis- dóm fyrir að misnota dóttur mína. Hún bað mig um að bíða á skrifstof- unni og fór fram dágóða stund. Hún kom síðan aftur og skýrði mér frá því að hann ætti eftir tvær vikur af meðferðinni, hvort ég vildi ekki bara bíða. Ég var algerlega í rusli yfir þessu og svaraði bara játandi. Þótt mér finnist að hann ætti frekar að víkja, þá er engin heimild fyrir því í lögum. Hann er búinn að af- Fleiður er á innri skapa- barmi. Hægra megin við mót slímhúðar og húðar í bakvegg leg- gangaops gengur 1 til 1-1 ½ sentimetri blæðandi skurður og nær hann niður í vöðvalög. Skurð- ur þessi var saumaður með þremur sporum. Úr dómi Sakadómi 15 apríl 1984. plána sína refsingu. Á yfirborðinu er málinu lokið þótt ég hafi orðið fyrir áfalli. Hann var örugglega guðslifandi feginn þegar hann sá mig fara.“ Bjargvættur og verndarengill „Hann var skipsfélagi mannsins míns og varð fljótlega hans besti vinur eftir að leiðir þeirra lágu saman. Hann var rúmlega fertug- ur, fráskilinn, í hærra meðallagi, ljóshærður með yfirvaraskegg og það var byrjað að móta fyrir skalla. Hann var með húðflúr, alltaf í gallabuxum og bol og varð fljót- lega okkar helsti bjargvættur og verndarengill. Maðurinn minn sá hann í rósrauðum bjarma, það var eins og hann væri búinn að eignast góðan, traustan eldri bróður sem var alltaf til staðar. Hann treysti „Um tveggja ára skeið var hann okkar besti vinur og hjálparhella. Hann kom sér svo sannarlega vel fyrir. Í eitt skipti var ég að koma heim af vakt um kvöldmatar- leytið. Þá var hann búinn að sækja börnin, þrífa húsið og elda.“ Þessi börn bjuggu á heimilunum þar sem maðurinn vandi komur sínar á árunum 1998 til 2000. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að áreita og mis- nota þau í héraðsdómi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.