Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Það er ljóst að ákærði X er ekki haldinn formlegri geðveiki, meiriháttar taugaröskun eða greindarskorti. Hinsvegar tel ég að X hafi frá upphafi sýnt merki um afbrigðilegan siðferðisþroska eða hegðun ásamt væg- um persónuleikatruflunum, sem meðal annars koma fram í strípihneigð ... Að því er varðar aðdraganda og hugarfarslegar orsakir fyrir atviki því sem X er kærð- ur fyrir, verður það einna helst skoðað í ljósi þeirra afbrigðilegu kynferðishegðunar sem X hefur átt við að stríða allt frá unglingsárum. Úr dómi Sakadóms 15. apríl 1984. „Eftir viðtalið við barna- verndarnefnd tók við langur og erfiður tími þar sem stúlkan okkar var í viðtölum í Barnahúsi og mis- notkunin fór að taka á sig mynd,“ segir Sædís. „Ég vantreysti öllu og öllum og upplifði mikinn vanmátt. Við ásökuðum okkur sjálf og hvort annað fyrir að hafa hleypt þess- um manni nálægt börnunum okk- ar. Málið lagðist þungt á okkur og það má segja að við höfum fengið það á heilann,“ segir Sædís. „Bæði meðan það var á leiðinni í gegnum dómskerfið og líka öll árin á eftir. Það er hægt að reyna að ímynda sér hvernig manni líður þegar maður hímir heilt kvöld í köldum bíl, til að sjá honum bregða fyrir þar sem hann býr. Og það eina sem heldur á manni hita er stjórnlaus reiði, næstum því hatur. Maðurinn minn sagðist oft vilja drepa hann ef hann sæi hann aftur. En ég ásaka engan annan fyrir það sem kom fyrir. Því miður vorum við eins og margir aðrir foreldrar í svipuðum aðstæð- um. Maður hugsar alltaf; það kemur ekkert fyrir barnið mitt.“ Mál fjögurra stúlkna fyrir rétt „Við fórum að hittast, nokkrir for- eldrar, skiptast á sögum um barn- aníðinginn, fylgjast með ferðum hans og hringja í fólk og vara við honum,“ segir Halldóra Eyfjörð. „Það sem hann er dæmdur fyrir er aðeins toppurinn á ísjakanum. Mál fjögurra stúlkna kom fyrir rétt og það tókst að sanna nokkur brot á manninn. En maður getur bara gert sér í hugarlund það sem aldrei er sagt og gerist hjá mönnum með svona einbeittan vilja til að misnota börn. Ég er viss um að hann gekk miklu, miklu lengra, bæði gagnvart þessum börnum og öðrum.“ „Þessi maður er æskuvinur bróð- ur míns og tengdist þess vegna fjöl- skyldunni,“ segir móðir einnar stúl- kunnar sem maðurinn var dæmdur fyrir að misnota en hún ólst uppá Húsavík eins hann. Ég vissi óljóst að hann tengdist einhverju kynferðis- broti á Húsavík en ég var sjálf flutt börnin sín á þessum tíma, fimm ára telpu og átta ára dreng. „Ég lét hann ekki passa börnin mín en í eitt skipti leyfði ég dóttur minni að fara með honum ísbíltúr. Það var nóg. Hann fór með hana beint heim til sín og misnotaði hana. Hún sagði engum frá. En hún einangraði sig meira eftir þetta þótt það lagað- ist smám saman með tímanum. En þegar hann kom í heimsókn, fór hún inn til sín og lokaði her- bergisdyrunum. Hún var að flýja hann en ég vissi það ekki,“ segir hún. Og svo hrundi tilveran „Ég bjó í Grafarvogi þegar ég fékk símtal frá barnaverndarnefnd, þar sem mér var sagt að grunaður kyn- ferðisbrotamaður sé tíður gestur á mínu heimili,“ segir hún. „Þá frétti ég af börnum Halldóru og Sædísar. Dóttir mín var átta ára og fljótlega vaknaði grunur um að hann hafi misnotað hana sumarið áður. Ég lét hann ekki vita. Hann bók- staflega gufaði upp og hafði aldrei aftur samband. Tilvera mín hrundi. Kvöld eftir kvöld sat ég inni hjá henni og horfði á hana sofa. „Af hverju gat ég ekki varið hana? Hvað gerði hann við hana? Hún svona lítil og smá og hann svona stór og ruddalegur. Maður situr alla tíð uppi með samviskubitið. Það svíður jafn sárt núna og þá að hafa ekki getað verndað barnið sitt.“ Hún segir að í gegnum árin hafi til Reykjavíkur og allar frásagnir voru misvísandi. Hann var aldrei nefndur nema í hálfum hljóðum í mín eyru, en ég vissi ekki að það hefði verið hrottalegt kynferðisbrot gegn þroskaskertu barni. Það vissi ég fyrst seinna.“ Hún segir að það hafi einfaldlega verið þagað meira um svona mál á árum áður og fjölskyldan hafi auk þess verið upptekin af eigin harm- leik á þessum tíma. „Bróðir minn lenti í slysi árið 1984 og lamaðist frá brjósti og nið- ur úr. Þá veiktist móðir mín alvar- lega. Hann var bróður mínum stoð og stytta þegar hann örkumlaðist. Hann var mjög góður við hann og erfitt fyrir mig að skella á nefið á honum þegar hann fór að kíkja í kaffi til mín endrum og sinnum upp á gamlan kunningsskap.“ Hún segist hafa verið ein með hann nokkrum sinnum orðið á vegi sínum. „Þá hellast yfir mig all- ar tilfinningarnar, dúndrandi hjart- sláttur og hnútur í maganum.“ Hún segir að hann hafi ekki reynt að forðast hana þegar leiðir þeirra skarast heldur þvert á móti. „Það er eins og hann njóti þess að ögra og særa og mér er alltaf jafn brugðið. Í eitt skiptið mætti ég honum inni í verslun þar sem ég var stödd með dóttur minni. Það var verst. Ég bók- staflega fraus í sporunum og rank- aði við mér þegar dóttir mín sem hafði ekki tekið eftir honum, snerti mig og sagði: „Mamma af hverju ertu að gráta? Tárin bókstaflega streymdu niður kinnarnar á mér.“ Minningar í þoku „Ég man óljóst eftir því þegar hann kom inn í líf okkar. Mér fannst hann ógeðfelldur, þar sem það var vond reykingalykt af honum og hann var með gular tennur,“ segir dótt- ir konunnar frá Húsavík sem vill ekki koma fram undir nafni. „Þegar maður er barn, treystir maður fullorðnum í blindni en ég hafði samt alltaf varann á mér gagnvart honum. En hann var mikið inni á heimilinu, það var jafnvel eðlilegt að hitta hann þar og aðra heimil- ismenn. Smám saman ávann hann sér traust mitt með því að sýna mér mikinn áhuga og gefa mér gjafir. Svo braut hann á mér, fyrst með því að bera sig fyrir framan mig og síðan gekk hann lengra.“ Hún segir að hann hafi ekki nauðgað sér en misnotkunin hefði sjálfsagt gengið enn lengra ef hún hefði ekki haft varann á. „Þetta er skuggi yfir lífinu í dag og kemur oft- ar upp í hugann en ég vil. Það er samt langt síðan ég ákvað að láta þetta ekki eyðileggja meira fyrir mér. Það er ömurleg tilhugsun að ein manneskja geti eyðilagt svo mikið af lífi margra annarra.“ Dætur Sædísar og Halldóru gengu báðar í gegnum mikla erf- iðleika á unglingsárunum en hafa báðar náð sér á strik. Ástrós, dótt- ir Halldóru Eyfjörð, er 22 ára, samkynhneigð og búsett í Reykja- vík. Hún segir að minningar frá þessum tíma séu óljósar en hún muni þó ákaflega skýrt eftir bað- ferðinni, enda hafi hún þurft ítrek- að að rifja hana upp í skýrslutök- um og yfirheyrslum. „Mig klígjar við ákveðnum aðstæðum, leikföng- um í baðkari, ákveðinni lykt.“ Hún segir að fyrir misnotkunina hafi henni fundist Dinni töffari en samt góður. Henni hafi verið hafnað af pabba sínum og átt erfitt samband við hann. Þess vegna hafi hún ver- ið glöð með að fá athygli frá Dinna. Hún hafi ekki gert sér grein fyrir að hann væri að misnota hana en samt hafi henni fundist þetta rangt og ógeðfellt. Ógeðstilfinningin og reiðin hafi síðan komið seinna þegar hún fór að skilja meira. Hún segist ekki vita hvernig hún myndi bregðast við ef hann yrði á vegi hennar í dag. „Ég veit ekki hvort ég yrði frekar reið eða hrædd.“ Glennuleg og uppáþrengjandi Sædís og eiginmaður hennar skildu mörgum árum eftir að barnamis- notkunin komst upp. „Ég veit ekki hvort þetta hafði áhrif á það. Mér finnst það nú samt. Líf okkar allra var í molum um langt skeið og á vissan hátt jafnar maður sig aldrei eftir svona. Skömmu eftir að málið kom upp fór Alexandra, dóttir mín, að láta furðulega. Hún var glennuleg og uppáþrengjandi við karlmenn og í einu orði sagt óviðeigandi,“ seg- ir Sædís. Sálfræðingurinn henn- ar sagði að þetta væru mjög þekkt viðbrögð barna í kjölfar kynferðis- misnotkunar en ég átti mjög erfitt með þetta og tók til að mynda fata- skápinn hennar í gegn og henti öllum fötum sem voru á einhvern hátt óviðeigandi fyrir litla stúlku en slík föt voru mjög vinsæl á þess- um tíma. Hún segir að dóttirin hafi átt erfitt um skeið á unglingsárunum en náð sér á strik. Hún á núna von á sínu fyrsta barni með kærastanum en þau búa í Flórída, í sama bæ og pabbi hennar. „Ég var svo lítil þegar þetta gerð- ist og ég veit ekki hvort þetta hafði mikil áhrif á mig,“ segir Alexandra, dóttir Sædísar. „Þegar ég var um það bil þrettán ára fór þetta mál hinsvegar að leita mikið á mig og ég var mjög upptekin af því hvað hann var ógeðslegur, ég leitaði hann uppi á Facebook og vildi fá skýringar en ég fékk þær ekki,“ segir Alexandra. „Og þá langaði mig til að drepa hann. En ég hef hinsvegar ákveðið að láta þetta ekki trufla mig og mína lífshamingju frekar. Ég er hætt að hugsa um þetta mál,“ segir hún. Móðir frá Húsavík og uppkomin dóttir hennar, sem vilja ekki koma fram undir nafni. Dóttirin segir ömurlega tilhugsun að einn maður geti eyðilagt líf svo margra. „Ég man óljóst eftir því þegar hann kom inn í líf okkar. Mér fannst hann ógeðfelldur, þar sem það var vond reykingalykt af honum og hann var með gular tennur.“ M yn d | H ar i WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóga, tær lón og neðanjarðarhella, þá má nefna úrval veitingahúsa, verslana og spennandi næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.