Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 62
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 201614 GÓLFEFNI Elli og Ingvar hafa gert upp tvær íbúðir og byggt einn sumar- bústað sem þeir leigja út til ferðamanna. Þeir kunnu ekki mikið til verka þegar þeir byr- juðu en að ákváðu að láta slag standa og sjá ekki eftir því. Elli og Ingvar hyggja á frekari framkvæmdir á næs- tunni. V ið kaupum eignir í niðurníðslu og setjum mjög mikla ást í þær,“ segir Erlingur Örn Haf- steinsson sem ásamt fé- laga sínum, Ingvari Þór Gylfasyni, fást við að gera upp fasteignir og leigja þær út til ferðamanna. Þeir félagar vöktu verðskuldaða athygli á dögunum þegar gerðir voru netþættir um þá á vefsíðunni Nútímanum. Þar var fylgst með því þegar þeir gerðu upp litla kjallara- íbúð í Hlíðunum, allt frá því þeir hófust handa með sleggjur að vopni og þar til íbúðin var tilbúin til útleigu. Þættirnir voru bráðskemmtileg- ir enda voru félagarnir léttir á því en um leið sýndu þeir að það er hægt að gera hlutina sjálfur. Elli og Ingvar voru síður en svo reyndir þegar þeir byrjuðu að brasa við smíðar sjálfir. „Við byggðum fyrst sumarbú- stað. Eða réttara sagt keyptum við okkur sumarbústaðaland og fyrst um sinn vorum við bara að búa til læki á landinu og gróðursetja tré. Svo fengum við fyrstu sendinguna af efni 17. júní 2014 og smíðuð- um bústaðinn á níu mánuðum, fram til 11. mars 2015 þegar fyrstu gestirnir komu,“ segir Elli. Þeir voru þó sannarlega ekki í fullri vinnu við smíðarnar heldur tóku sumarfrí sitt í dagvinnunni út sem langar helgar. „Sumarfríið var alltaf föstudagur í hverri viku þannig að við brunuðum upp eft- ir á fimmtudögum og smíðuðum alla helgina. Við gerðum voða lítið annað en að smíða bústaðinn í átta eða níu mánuði,“ segir Elli. Að íslenskum sið luku þeir við sumarbústaðinn daginn áður en fyrstu gestirnir komu. „Við vor- um bara að sópa út sagi og setja hurðarhúna á. Svo þurfti að búa um rúmin og slíkt og við vissum ekkert hvað við vorum að gera þar. Fyrstu gestirnir voru tvö pör af Indverjum og það klikkaði ým- islegt. Það brotnaði rúða og var sag úti um allt. Við brunuðum bara upp í bústað og gáfum þeim lambalæri og rauðvín,“ segir Elli og hlær. Þessi bústaður varð upphafið að mikilli framkvæmdagleði sem ekki sér fyrir endann á. Þeir keyptu aðra sumarbústaðalóð í byrjun þessa árs og stefnan er sett á að byggja bústað á næsta ári. Í milli- tíðinni vantaði verkefni og þeir festu kaup á 27 fermetra ósam- þykktri íbúð í Blönduhlíð. Íbúðin var í raun eitt herbergi, klósett og tvær geymslur og ástandið var vægast sagt hörmulegt. „Hún kost- aði í kringum tíu og hálfa milljón og var ógeðsleg. Við þurftum að fara inn og rífa allt. En okkur lang- aði að gera eitthvað og urðum að finna leið til að auka tekjustreymið svo þetta hentaði okkur vel.“ Nú í vikunni voru þeir Elli og Ingvar að ljúka við að gera upp aðra íbúð sem þeir ætla að leigja út til ferðamanna. „Við sjáum tækifæri í að kaupa eignir í niður- níðslu, gera þær geðveikar og leigja út til ferðamanna. Þetta eru eignir sem enginn vill. Þessi íbúð sem við vorum að klára á Braga- götu var búin að vera á sölu í tíu mánuði.“ Íbúðin á Bragagötu er rétt um 65 fermetrar að sögn Ella. Hún er á jarðhæð en með stóru herbergi í kjallara. „Þetta var upphaflega einbýl- ishús sem var byggt 1930 en var seinna skipt upp í íbúðir. Þá end- aði jarðhæðin með geymsluna sem var teiknuð fyrir allt húsið. Það er Ekkert mál að gera hlutina sjálfur herbergið í kjallaranum sem við breyttum í flottasta sjónvarpsher- bergi í Reykjavík. Það var eigin- lega eina leiðin því lofthæðin er ekki nema tveir metrar og ekkert vit í öðru en að hann rýmið til að sitja í því! Við gerðum geðveikt flotta lýsingu þarna, veggfóðruð- um með kvikmyndaplakötum og settum upp 65 tommu sjónvarp og heimabíó. Rennduð þið alveg blint í sjóinn eða höfðuð þið eitthvað verið að smíða áður? „Ég hafði unnið við smíðar áður en Ingvar hafði ekki jafn mikla reynslu. Við fórum bara í þetta og vorum duglegir að hringja og leita ráða, við þurftum að spyrja út í fullt af hlutum. Til dæmis glugga- rnir í bústaðnum, við þurftum að taka alla nema einn út aftur eftir að við settum þá í því þeir voru skakkir. Þetta var „learn by doing“, við lærðum þetta bara á leiðinni.“ Eruð þið þá fullnuma? „Nei, en við erum orðnir sæmi- legir. Og verðum alltaf betri og betri. Við hringjum ennþá og leitum ráða en núna eftir því sem umstangið eykst fáum við meira af iðnaðarmönnum með okkur. Í þessari íbúð fengum við til dæmis fyrst múrara til að flísa. Þannig verður þetta, við munum eflaust verða duglegri að fá iðnaðar- menn en við hönnum alltaf sjálfir útlitið.“ Elli segir að markaðurinn fyr- ir húsnæði fyrir ferðamenn sé þannig að næg tækifæri séu enn til staðar. „Það er engin samkeppni, það leigist allt út. En þegar samkeppnin kemur þá erum við tilbúnir og verðum bara með flott- ar eignir. Við erum með margar hugmyndir og næsta ár verður svakalegt. Þá ætlum við að byggja annað sumarhús og kannski að ná þremur íbúðum. Við vitum vel að við erum ofvirkir,“ segir Elli sem er kominn í fulla vinnu við fyrirtæki þeirra en Ingvar er enn í fastri vinnu meðfram. Hressir framkvæmdamenn Ingvar Þór Gylfason og Erlingur Örn Hafsteinsson hafa gert upp tvær íbúðir á þessu ári og leigja þær út til ferðamanna. Áður höfðu þeir byggt sumarbústað til sömu nota. Mynd | Hari Praktískt Þessi fallega rennihurð lokar af eitt rými í íbúðinni. Mynd | Hari Lýsing Þessi skemmtilegu ljós eru í stig- anum á leið niður í sjónvarpsherbergið í kjallaranum. Mynd | Hari Smekklegt Nýjasta verkefni þeirra er íbúð á Bragagötu. Þeir hönnuðu sjálfir útlitið og sáu að mestu um framkvæmdirnar. Mynd | Hari Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. sterkar og glæsilegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.