Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 28
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Arthur Miller var risi í bandarísku leikhúsi á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Horft af brúnni samdi hann á
hápunkti frægðar sinnar, en verkið
var frumsýnt á Broadway árið 1955.
Miller var þá milli tannanna á fólki,
ekki síst vegna ástarsambands síns
við Marilyn Monroe, en þau giftu
sig ári síðar.
Leikritið segir frá alþýðufólki
af ítölskum ættum í New York á
sjötta áratugnum. Sagan hverfist
um hafnarverkamanninn Eddie
Carbone, fjölskyldu hans og hvað
gerist þegar fjölskyldan tekur á
móti tveimur ungum mönnum frá
Sikiley með tilheyrandi spennu á
heimilinu, ekki síst fyrir Katrínu,
frænku Eddies.
Leikritið gerist í Red Hook hverf
inu í Brooklyn, fátæktarhverfi við
hafnarkjaft New York sem „gleyp
ir öll skip veraldarinnar.“ Sögu
maðurinn í leikritinu, lögmaður
inn Alfieri, tekur að sér hlutverk
kórsins eins og það var í framvindu
forngríska leikhússins. Hann fylgist
með og setur fram skoðanir sínar
um átök milli persónanna og talar
beint við áhorfendur.
Umfjöllunarefni leikritsins eru
fjölmörg: óendurgoldin ást, firr
ing og innri átök nútímamannsins,
bæld samkynhneigð og skömmin
sem henni fylgdi, réttlæti og heiður.
Hver horfir af brúnni?
Brooklynbrúin er ekki nefnd í leik
riti Millers nema í blábyrjun verks
ins þegar Alfieri kynnir áhorfend
um sögusviðið og Eddie „sem vann
á öllu hafnarsvæðinu frá Brooklyn
brú að öldubrjótnum þar sem út
hafið tekur við.“
Brúna má samt skynja sem ósýni
legan skugga yfir persónum verks
ins. Hún tengir milli ólíkra heima
allsnægta og brauðstrits og sá sem
horfir af henni getur virt fyrir sér
bæði glæsibyggingar og ríkidæmi
Manhattan og fátæktina í lágreistri
byggðinni í Red Hook, þar sem
fjölskyldan býr. Kannski er það
hinn alvitri sögumaður sem horf
ir af brúnni á veröldina, raunir
mannanna og misskiptinguna.
Kannski erum það við, áhorfendur.
Brúin getur líka verið tákn um
þá beiskju sem grafið getur um sig í
fólki vegna betra lífs sem á að leyn
ast handan við hornið. Grasið er
grænna hinu megin og fólkið þar,
yfir á Manhattan, er betra í huga
Eddie. Þangað á maður að stefna.
Raunir Roebling fjölskyldunnar
Brooklynbrúin á sér merka sögu og
var einmitt brú milli ólíkra heima
strax frá upphafi. Þá voru þarna
tvær borgir, New York og Brooklyn
og margir sigldu með ferju vestur
yfir Austurána í atvinnu úr fátækt
inni austan við.
Bygging þessa mikla mannvirkis
gekk erfiðlega. Reyndar sást hvorki
tangur né tetur af brúnni fyrstu
árin því að heil þrjú ár tók að byggja
undirstöðurnar einar saman. Það
var krepputíð og pólitísk spilling,
verkföll og vinnuslys töfðu verkið.
Fimm þúsund verkamenn, einkum
írskir, þýskir og ítalskir innflytj
endur, unnu að smíðinni, yfirleitt
á lúsarlaunum. En upp fór hún að
lokum, þetta nýja tákn um kraftinn
sem bjó í borginni og fjölbreyttum
íbúum hennar.
Aðalhönnuðurinn, hinn mikli
brúarsmiður John Augustus
Roebling, slasaðist á fæti skömmu
eftir að byggingarvinnan hófst.
Taka þurfti tær af honum og sár
ið dró hann loks til dauða. Sonur
hans, Washington Roebling, tók við
verkinu, en hann veiktist líka illa og
þurfti að fylgjast með vinnunni við
brúna með kíki úr sjúkrarúminu.
Það var því kona hans, Emily War
ren Roebling, sem hafði yfirumsjón
með að klára byggingu brúarinnar.
Risastórt tákn um nýja tíma
Engin persóna horfir af brúnni
í leikriti Arthurs Miller en það
gerðu hins vegar 150 þúsund íbú
ar borganna tveggja, New York og
Brooklyn, þann 24. maí árið 1883
þegar brúin var opnuð. Þeir gengu
út á brúna á upphækkaðri gang
braut á henni, en hönnuðurinn
John Roebling hafði gert ráð fyr
ir heilsubótargöngum íbúanna á
góðviðrisdögum.
Bygging þessa stærsta mannvirk
is NorðurAmeríku á þeim tíma tók
fjórtán ár, þrisvar sinnum lengri
tíma en Roebling hafði áætlað og
kostnaðurinn tvöfaldaðist. Við opn
unina dugði ekkert minna en ríflega
klukkutíma löng flugeldasýning,
fjórtán tonn af flugeldum sprungu
í næturhimninum. Brúin var tákn
bjartsýni og vonar um betri tíma.
Aðeins viku eftir vígsluna, á
Minningardaginn þegar Banda
ríkjamenn minnast fallinna her
manna, varð hins vegar skelfileg
ur atburður þegar kona ein féll í
mikilli mannþröng á brúnni. Hún
æpti upp yfir sig og einhver kall
aði hátt að brúin væri að hrynja.
Mikil múgæsing greip um sig og tólf
manns tróðust undir og fjölmargir
slösuðust.
Sameining
Brúin, með sína 84 metra háu
turna, kom með alveg nýjan skala
inn í þessa borg sem síðan átti eft
ir að breytast þegar skýjaklúfarnir
fóru að hækka. Í atvinnulífi svæð
isins skipti brúin miklu máli og lék
stóran þátt í því að borgirnar tvær,
sitt hvoru megin við Austurána, hin
fátæka Brooklyn og ríka New York,
sameinuðust árið 1898. Sagt er að
enn sé að finna fólk í Brooklyn sem
tali um sameininguna sem „The
great mistake of 1898.“
Útsýnið af brúnni heillar enn
þó að aðrir útsýnisstaðir kunni að
vera hærra yfir borginni. Brúin
lagði mikið til þeirrar bandarísku
en fjölþjóðlegu menningar sem New
York státar af.
Einn af fjölmörgum átakapunkt
um leikritsins eftir Arthur Miller
snýr einmitt að þeirri menningu og
hvernig hún rekst á við menningu
gamla landsins í Evrópu sem ítalsk
ættaða fjölskyldan er að reyna að
losna undan. Eins og vill vera í góðu
drama hefur þar hver persóna sinn
djöful að draga.
Leikritið Horft af brúnni, eftir Arthur Miller, er
eitt af lykilverkum í því sem kallað er amerísk
klassík í heimi leikhússins. Uppfærsla á verk-
inu verður frumsýnd í kvöld í Þjóðleikhúsinu í
leikstjórn svissneska leikstjórans Stafans Metz.
Í bakgrunni átakanna í verkinu er brú sem er
samofin bandarískri menningu og ímynd um-
heimsins af New York.
„Viltu gjöra svo vel og gera mér greiða? Ég vil að þú umgangist annars konar fólk.
Ég vil að þú verðir á fínni skrifstofu. Kannski lögfræðistofu einhvers staðar í New
York í einni af þessum fínu byggingum. Ég meina, ef þú vilt koma þér í burtu
héðan, þá skaltu koma þér í burtu; farðu þá ekki í hverfi sem er næstum alveg
eins.“ —Eddie Carbone í Horft af brúnni. Mynd | Þjóðleikhúsið
Brúin sem bjó til New York
Opnun Brooklyn-
brúarinnar var
meiri háttar sjónar-
spil. Brúin var fram-
tíðin, steinn, stál og
rafmagnsljós yfir
brúargólfinu.
P ORTRET T
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is
Handhafar Hasselblad-verðlaunanna
24. 9. 2016 –15.1. 2017
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016
LJÓS OG PERUR
25%
AFSLÁTTUR
byko.is
Það sem þú átt að
gera er að selja
auglýsingar í
Fréttatímann og
tengda miðla.
Þetta er fjölbreytt
starf og við viljum að
þú sért metnaðarfull/
ur sýnir frumkvæði
og hafir áhuga á
fjölmiðlum.
Reynsla af sölustörfum
er æskileg en ekki
skilyrði. Þekking á
auglýsingamarkaði er
kostur en ekki skilyrði
Við leitum að
einstaklingum af báðum
kynjum með söluhæfileika
til þess að selja
auglýsingar.
Auglýsingasala
sími 531 3300
Fréttatíminn er vaxandi fyrirtæki
þar sem góðir möguleikar eru að
vinna sig upp í starfi.
Vinsamlegast sendið umsóknir á starf@frettatiminn.is