Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 01.10.2016, Blaðsíða 60
„Sixties“ flísar að koma aftur Úrval parkets og flísa yfirgripsmikið í BYKO. Unnið í samstarfi við BYKO Harðparketið eru númer 1, 2 og 3. Þetta er orðið 65-75 % á móti viðarpar-ketinu,“ segir Júlíus Har- aldsson, sölumaður í BYKO. „Harð- parketið er ódýrari kostur og mun einfaldara að leggja því borðin eru minni og auðveldari í lagningu. Venjulegt fólk getur bara klárað þetta sjálft,“ segir Júlíus og bætir við að það sé einnig harkan sem fólk sækist eftir. „Það er þá alveg sama hver ágangurinn er, háir hæl- ar í partíum, sandur, hundar og dót barnanna, það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, ekkert ó, ó og æ, æ þegar börnin eru að leika sér.“ Viðurinn er þó það eina sem kemur til greina hjá ákveðnum hópi fólks og þá er það frekar eldri viðskiptavinir, að sögn Júlíus- ar. „Við erum líka með mjög gott úrval þar. Við tökum frá einum aðila sem þjónustar okkur mjög vel.“ Það nýjasta í viðarparketi hjá BYKO er fiskibeinamynstur sem hægt er að brjóta upp með lang- fjölum og hanna þannig mynstrið eftir smekk. „Grái tónninn er mjög vinsæll í parketinu og margir gráir Júlíus Haraldsson „Harðparketið er ódýrari kostur og mun einfaldara að leggja.“ Fjölbreytt úrval Úrval flísa og harðparkets í BYKO er yfirgripsmikið og úrvalið eykst frá degi til dags. tónar í boði. Þar á eftir kemur hinn klassíski viðarlitur, það er alltaf ákveðin íhaldssemi í gangi enda vill fólk að útlitið standist tímans tönn.“ Flísalögð hús að koma aftur Úrval flísa í BYKO er yfirgripsmikið og úrvalið eykst frá degi til dags. „Við erum með mikið úrval flísa sem hægt er að nota bæði inni og úti. Þetta eru vandaðar flísar í mörgum þykktum og stærðum. Flísarnar sem við erum að setja utan á hús eru mjög frostþolnar. Við erum með kerfi úr flekum sem sett er utan á húsin og flísunum smellt á. Síðan er að færast í auk- ana að líma flísarnar beint á húsin. Þegar flísarnar eru settar á flekana loftar meira um þær en ef þær eru límdar er hægt að setja þær mjög þétt,“ segir Júlíus. Flísuð hús hafa verið í lægð um nokkurra ára skeið en eru nú að koma aftur af krafti. Fólk orðið kaldara við val á flísum Tískan í flísum innandyra hefur líklega aldrei verið eins fjölbreytt og nú. „Við erum að breyta til með ýmsum áferðum og gerðum á inniflísunum. Við erum með fjöl- breytta flóru, það er kominn meiri tónn í flísarnar og meiri áferð og persónuleiki; ekki bara slétt grátt og hvítt eins og hefur verið þó að það sé líka tekið með.“ Í þessu samhengi nefnir Júlíus „sixties“ flísarnar sem eru að koma afar sterkar inn. „Fólk er að taka þær á einn vegg eða eina rönd, kannski bara eina flís. Sumir taka gráa og hvíta tóna og svo kannski bara eina öðruvísi flís á vegginn. Til dæmis þar sem á stendur New York eða Róm og svo er mynd af borginni, svo það er auðvelt að láta sig dreyma,“ segir Júlíus. „Fólk er orðið kaldara og við höf- um gaman af því. Einnig ráðleggj- um við fólki með það hvernig það getur lagt stærðir saman, notað sama stíl af flísum í mismunandi stærðum. Í bæklingnum, sem er fáanlegur hérna hjá okkur, er sýnt hvernig hægt er að gera þetta án þess að það verði yfirdrifið. Það er millivegurinn sem gildir, að útlitið eldist vel án þess að vera alveg hlutlaust.“ Birgjarnir sem BYKO skiptir við eru með vönduðustu vöruna sem völ er á miðað við verð og því er hægt að ganga að gæðunum vísum. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 201612 GÓLFEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.