Fréttatíminn - 14.10.2016, Page 4
Dæmdur fjársvikari tók
8 milljónir úr hússjóði
Hagnaður og arðgreiðslur
vegna Borgunarhlutarins
Kaupverð Eignarhaldsfélagsins Borgunar 2014 var 2.2 milljarðar króna
Hagnaður félagsins í fyrra var 560 milljónir
Hagnaður fyrsta rekstrarársins var 1/4 af kaupverði hlutarins
Arðgreiðsla tveggja ára er 395 milljónir króna
Arðgreiðsla tveggja ára til hluthafa er 18 prósent af kaupverðinu
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016
Dómsmál Maður sem hlotið
hefur dóm fyrir fjárdrátt
úr tveimur félögum frí-
merkjasafnara, hefur játað
að hafa dregið sér átta millj-
ónir úr hússjóði fjölbýlishúss
við Vallarás í Árbæ. Maður-
inn var gjaldkeri í húsfélags-
ins og fjárdrátturinn stóð
yfir í tæpan áratug.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Í fjölbýlishúsinu við Vallarás er 21
íbúð og átti maðurinn eina þeirra.
Hann bjó í húsinu og gegndi stöðu
gjaldkera í tæpan áratug. Á þeim
tíma virðist hann hafa millifært
reglulega út af þremur reikningum
húsfélagsins, inn á persónulega
bankareikninga sína. Samkvæmt
heimildum Fréttatímans tók mað-
urinn einnig yfirdrátt fyrir húsfé-
lagið.
Málið uppgötvaðist þegar maður-
inn seldi eign sína fyrir nokkru en
þá komust kaupendur og stjórn hús-
félagsins í bókhaldið og sáu milli-
færslurnar. Var gengið á manninn
og hann spurður út í málið. Gekkst
hann við millifærslunum en var
ekki reiðubúinn til að endurgreiða
upphæðina. Íbúar hússins fengu
endurskoðanda til að fara yfir
bankareikningana og kortleggja
tjónið. Í kjölfarið var útbúin skaða-
bótakrafa og málið var kært til lög-
reglu.
Íbúar hússins segja í samtölum
við Fréttatímann að húsið þarfn-
ist mikils viðhalds en slíkum fram-
kvæmdum hafi verið drepið á dreif
af manninum. Hann hafi einnig
vanrækt að greiða mikilvæga reikn-
inga fyrir hönd húsfélagsins.
Til stóð að maðurinn yrði ráðinn
í vinnu hjá knattspyrnufélagi í efstu
deild á dögunum. Kom þá á daginn
að maðurinn hafði fyrir meira en
tuttugu árum síðan hlotið dóm fyr-
ir fjárdrátt. Þá var hann sakfelldur
fyrir að draga að sér samtals um
fimm milljónir króna úr Félagi frí-
merkjasafnara og Landssambandi
íslenskra frímerkjasafnara. Ekkert
varð því úr ráðningunni.
Viðskipti - Arðgreiðslur
Eignarhaldsfélagsins Borg-
unar til hluthafa síðastliðin
tvö ár nema 395 milljón-
um króna. Félagið keypti
hlutinn af ríkisbankanum
Landsbankanum án auglýs-
ingar. Hagnaður félagsins í
fyrra nemur rúmlega 1/4 af
kaupverðinu. Bankastjóri
Landsbankans hefur viður-
kennt að illa hafi verið staðið
að sölunni.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Eignarhaldsfélagið Borgun slf. hef-
ur á síðustu tveimur árum greitt
út 395 milljóna króna arð hluthafa
sinna. Í fyrra nam arðgreiðslan
190 milljónum króna, samkvæmt
nýjum ársreikningi félagsins fyrir
2015, sem skilað var til Ríkisskatt-
stjóra í ágúst síðastliðinn. Nú í sum-
ar greiddi félagið út 205 milljóna
króna arð til hluthafa samkvæmt
aðalfundargerð félagsins frá því í
júní í ár. Arðgreiðslurnar þessi tvö
ár nema því 395 milljónum króna.
Félagið á 29,38 prósenta hlut í
greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borg-
un hf. sem keyptur var af Lands-
bankanum, án þess að hluturinn
hefði verið auglýstur, fyrir 2.2 millj-
arða króna í nóvember árið 2014.
Landsbankinn er í eigu íslenska
ríkisins að 98 prósentum þannig
að því var um að ræða sölu á ríkis-
eignum. Salan á hlutnum í Borgun
hefur verið harðlega gagnrýnd eftir
að upp komst um hana vegna þess
að eignarhluturinn var ekki aug-
lýstur til sölu.
Meðal eigenda Eignarhaldsfé-
lagsins Borgunar er eignarhalds-
félagið P 126 ehf. sem er í eigu
Einars Sveinssonar, föðurbróður
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra. Félagið á 21,9 prósenta
hlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun.
Einar á viðkomandi félag í gegn-
um kýpverska eignarhaldsfélagið
Charamino Holdings Limited. Mið-
að við umræddar arðgreiðslur út úr
Eignarhaldsfélaginu Borgun hf. síð-
astliðin tvö ár þá hefur félag Einars
fengið 86 milljónir krónar greiddar
í arð vegna eignarhlutarins.
Hinir tveir stærstu hluthafar
Eignarhaldsfélagsins Borgunar
eru útgerðarfélag Guðrúnar Lár-
usdóttur, Stálskip ehf., með tæp 33
prósent og Pétur Stefánsson ehf.
með tæp 22 prósent.
Viðskipti eignarhaldsfélagsins
Borgunar með hlutabréfin í greiðsl-
umiðlunarfyrirtækinu voru hag-
stæð fyrir hluthafa fyrirtækisins og
skilaði félagið tæplega 560 milljóna
króna hagnaði í fyrra. Þetta þýðir
að bara hagnaðurinn í fyrra nam
rúmlega 1/4 hluta af kaupverði
hlutabréfanna í Borgun árið 2014.
Tæplega 400 milljónir króna af
hagnaðinum var tilkominn vegna
hækkunar á bókfærðu verðmæti
hlutabréfanna í Borgun hf. og rúm-
lega 200 milljónir voru arðgreiðsla
frá Borgun hf. til félagsins.
Bjarni Benediktsson er á endan-
um æðsti ráðamaður Landsbank-
ans í krafti stöðu sinnar sem fjár-
málaráðherra en ráðuneyti hans
heldur utan um hlutabréf ríkisins
í bankanum í gegnum Bankasýslu
ríkisins. Fjármálaráðherra skip-
ar stjórn Bankasýslunnar og setti
hann Lárus Blöndal inn sem stjórn-
arformann stofnunarinnar í ágúst
í fyrra ásamt Sigurjóni Erni Þórs-
syni, fyrrverandi aðstoðarmanni
Árna Magnússonar, félagsmálaráð-
herra úr Framsóknarflokknum.
Bjarni hefur þráfaldlega neitað
að hafa komið að viðskiptunum
með eignarhlutinn í Borgun og Ein-
ar Sveinsson hefur sagt hið sama.
Þá hefur Bjarni sagt að hann styðji
sjálfstæða athugun á sölu Lands-
bankans í Borgun. „En ég styð að
sjálf sögðu ef menn vilja skoða með
ein hverjum hætti hvernig þessi mál
hafa gengið fram í rík is fyr ir tæki.
Þá verða menn bara að fara eftir
réttum boð leið um, óska eftir því
við Banka sýsl una eða eftir atvik-
um stjórn bank ans.“ Meint aðkoma
eða vitneskja Bjarna um Borgunar-
viðskipti bankans hefur ekki verið
sönnuð.
Hvað sem meintum þætti Bjarna
líður þá hefur Steinþór Pálsson,
bankastjóri Landsbankans, gefið
það út að bankinn muni læra af
reynslunni og ekki selja fyrirtæki
án auglýsingar í framtíðinni. Í grein
í Morgunblaðinu í byrjun ársins
sagði hann: „Við í Landsbankan-
um höfum hlustað og tekið mark
á gagnrýninni á söluferlið á Borg-
un. Við höfum sagt að við hefðum
betur haft söluferlið opið, þrátt fyr-
ir annmarka. Það er ljóst að verði
bankinn aftur í sömu eða svipaðri
aðstöðu munum við fara öðruvísi
að og hafa söluferlið opið.“
Mistök voru því gerð við söluna
en spurningin er hvort þau mistök
séu á einhvern hátt einnig tengd
pólitískri spillingu eða ekki.
Íbúar í fjölbýlishúsi við Vallarás í Árbæ hafa kært manninn fyrir fjárdrátt.
Föðurbróðir Bjarna
fær 86 milljóna arð-
greiðslu frá Borgun
Viðskipti hluthafa Eignarhaldsfélagsins Borgunar hafa verið arðbær hingað til
en arðgreiðslur vegna þeirra nema 395 milljónum króna á tveimur síðustu árum.
Meðal kaupenda voru Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson, sonur hans, sem
keyptu ríflega fimmtungshlut í Eignarhaldsfélaginu Borgun og hafa hingað til
fengið 86 milljónir króna í arð inn í félag sitt.
Stjórnmál „Prinsippið er að
kæra eigi að fresta réttar-
áhrifum og virkt kæruferli
sé óaðskiljanlegur hluti af
réttlátri málsmeðferð,“ segir
Atli Viðar Thorstensen, svið-
stjóri hjálpar- og mannúðar-
sviðs hjá Rauða krossinum,
en hjálparsamtökin leggjast
gegn bráðabirgðaákvæði við
útlendingalög.
Valur Grettisson
vg | frettatiminn.is
Frumvarpið, sem var samþykkt á
Alþingi í gær - tveimur dögum eftir
að það var lagt fram - miðar að því
að hælisleitendur, sem kæra synj-
un Útlendingastofnunar, geti ekki
fengið réttaráhrifunum frestað. Á
mannamáli þýðir það að hælisleit-
endum verður vísað úr landi þó að
þeir kæri málið til Kærunefndar
útlendingamála.
Meirihluti allsherjar- og mennta-
málanefndar, liðsmenn Sjálfstæð-
is- og Framsóknarflokksins, leggja
frumvarpið fram.
Tilgangur ákvæðisins, sam-
kvæmt greinargerð með frumvarp-
inu, er að létta á því mikla álagi
sem verið hefur á móttöku- og bú-
setuúrræðum fyrir hælisleitend-
ur með því að stytta dvalartíma í
þeim málum þar sem lægra stjórn-
sýslustig hefur metið umsóknina
bersýnilega tilhæfulausa og um-
sækjandi kemur frá ríki sem er á
lista yfir örugg upprunaríki.
Fyrirséð er að úrræðið muni
helst beinast að hælisleitendum frá
svokölluðum „öruggum löndum“
svo sem Albaníu og Makedóníu.
„Það á að vera hægt að afgreiða
tilhæfulausar umsóknir á örfá-
um dögum, án þess að það komi
niður á gæðum málsmeðferðar,“
segir Atli sem minnir á að Rauði
krossinn hafi í upphafi árs spáð því
að líklegur fjöldi hælisleitenda á
þessu ári yrði á bilinu 600-1000
sem sé að ganga eftir. Því komi
fjöldinn einn og sér ekki á óvart.
Helgi Hrafn Jónsson, þingmaður
Pírata og fulltrúi í allsherjarnefnd,
segist skilja tilgang frumvarpsins,
og bendir á að það sé tímabund-
ið, en gildistími laganna er til ára-
móta. Hann hefur þó efasemd-
ir um að frumvarpið muni spara
ríkið mikla peninga. Hann bætir
svo við:
„Þetta frumvarp virkar á mig
eins og tímabundið skítmix til að
þjösnast í gegnum þetta ástand.“
Segir bráðabirgðarákvæði „skítmix“
Helgi Hrafn Jónsson segir frumvarpið
skítmix og Rauði Krossinn gagnrýnir
frumvarpið sem var samþykkt í gær.
ZENDIUM STYRKIR
NÁTTÚRULEGAR
VARNIR MUNNSINS
FÉLAG ÍSLENSKRA
TANNFRÆÐINGA MÆLIR
MEÐ ZENDIUM TANNKREMI