Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 14.10.2016, Page 36

Fréttatíminn - 14.10.2016, Page 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 14. október 2016 Haukur Már Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Við erum stödd á hollenskum bú- garði sem virðist alls ekki frábrugð- inn öðrum búgörðum í héraðinu Keent – það má keyra fram hjá beitarlandinu án þess að taka eft- ir neinu. Sjálfir nautgripirnir hafa heldur ekki grænan grun um til hvers er ætlast af þeim – að þeir eiga að verða villtir á ný. Villikýr. Þetta er búgarður Tauros-verkefn- isins, sem Goderie stofnaði til og rekur, til að endurheimta hinn út- dauða úruxa. Fornkýr Evrópu Úr, úruxi, ýr: Í 700 þúsund ár fóru villtir nautgripir um Evrópu – stærsta landdýr álfunnar eftir að loðfílar dóu út. Tamdir nautgripir, allt frá spænskum bardaganautum til íslenskra mjólkurkúa, eiga ætt sína að rekja til úruxans. Dýrin birt- ast á forsögulegum hellamálverk- um í Suður-Evrópu en lifðu löngu eftir það, bæði í eigin skinni og í hugarheimi manna um alla álfuna. Júlíus Sesar skrifaði að úruxinn væri grimmur og á stærð við lítinn fíl, því hafi hann snúið heim úr her- för frekar en ryðjast til landvinn- inga norður gegnum skóginn þar sem uxinn hafðist við. Á íslensku lifir orðið enn, meðal annars vegna þess að af úrum fengu menn til- komumestu drykkjarhornin – sem kallaði á kveðskap: „atgeira lætk ýrar / ýring of grön skýra“ orti Eg- ill Skallagrímsson í vondu partíi. At- geir ýrar: horn ýrar, eða úrkvígu. Dýrunum fækkaði með veiðum, en þó ennfremur í samkeppni um beitarland við útbreiðslu landbún- aðar. Úruxinn dó endanlega út árið 1627, þegar síðasta skepnan, svo vitað sé, var veidd í Póllandi. Endanlega? E k k i e n d i - lega. Seg ja nú sumir. Aftamning (dedomestication) og endur- villing (rewilding) eru lykilorð í þeirri viðleitni að sleppa höndum af ræktuðum landsvæðum og leyfa villtri náttúru að gróa þar á ný. Og hvað væri villt náttúra án villidýra? Undir regnhlífarsamtökunum Rewilding Europe leiðir nú Hol- lendingurinn Ronald Goderie ver- kefnið Tauros, tilraun til að endur- heimta hinn forna, villta og ekki síst útdauða úruxa, með kynbótum – afútrýmingu. Miðstöð verkefnis- ins er á litlu verndarsvæði í Keent héraði, nálægt borginni Nijmegen, þar sem Goderie og samstarfsfólk hans ræktar dýrin, selur sum eða leigir til beitar á náttúruverndar- svæðum – slátrar öðrum og ber þau fram sem sem hamborgara. Formæður mjólkurkúa Tilraunin á sér nokkra sögu, og ekki alveg óskuggalega. Sú hug- mynd að endurheimta megi úrux- ann með afturvirkum kynbótum var fyrst færð í orð af pólska dýra- fræðingnum Feliks Pawel Jarocki, á fyrri hluta 19. aldar. Tæpri öld síðar, á þriðja áratug 20. aldar, var hugmyndinni fyrst hrundið í fram- kvæmd í Þýskalandi. Bræðurn- ir Heinz og Lutz Heck urðu báðir dýragarðsstjórar um áratug fyrir valdatöku nasista: Heinz í München en Lutz í Berlín, þar sem hann tók við stöðunni af föður þeirra, dýra- garðsstjóranum Ludwig Heck. Árið 1921 hófu bræðurnir kynbætur á nautgripum til að draga fram það sem þeir álitu upprunalega eigin- leika villidýranna – endurheimta úruxann. „Úruxinn var fyrsta tilraun mín til endurræktunar,“ skrifaði Heinz Heck þrjátíu árum síðar, að lokinni heimsstyrjöld: „Úruxinn var hinn villti forveri taminna nautgripa og er því núlifandi kúakyni það sem villisvín er alisvínum, villihestar tömdum hestum og villtar kanínur tömdum kanínum.“ Villikú mætti kalla skepn- una – dýr sem, eins og villikindin, hefur fram- an af 21. öld helst fund- ist í myndasögum Hugleiks Dagssonar. Eiginleika upp- runalega dýrsins var auð- velt að meta, sagði Heck, af varð- veittum beinagrindum: „Af þeim má sjá að dýrið hafði lengri leggi og stærri horn en hinn tamdi af- Villikýr ganga aftur komandi þess og að stærð þess var á við stærstu afbrigði dagsins í dag, svo sem ungversk sléttunaut, en á hagkvæmum beitarsvæðum jafnvel enn stærri. Bakið var beint og flatt, án framanverða hnúðsins sem ein- kennir til dæmis vísunda.“ Aðra eiginleika, svo sem lit feldarins eða skapgerð, var ekki hægt að ráða af beinagrindunum einum, og studdust Heck-bræður þá við ritaðar heimildir – meðal annars ofannefndar lýsingar Ses- ars – og málverk. Feldur bolans var prýddur gul-hvítri rönd niður eft- ir bakinu, skrifar Heinz, en annars hafi bolinn verið dekkri en kvígan, sem var rauðbrún að lit, með dökk- an háls. „Á sumrin var feldur þeirra mjúkur og snöggur sem flauel en varð á vetrum langur og úfinn,“ skrifar hann einnig. Og að egypski úruxinn, „eins og hann birtist í veiðimyndum faraóanna,“ hafi ver- ið „sérstaklega litríkur“. Stórar á- lyktanir af takmörkuðum gögnum eru meðal ástæðanna fyrir því að í seinni tíð eru þeir bræður taldir til gervivísindamanna þriðja ríkisins. Skapillur genagrautur Til að endurheimta hið glataða kyn valdi Heinz Heck saman afbrigði sem bjuggu, að hans mati, hvert og eitt yfir einum eða fleiri eigin- leika úruxans: „Eitt hafði áþekk horn, annað svipaðan vöxt, þriðja sama lit og svo framvegis.“ Hann leiddi ungversk sléttunaut og skosk hálandanaut upp á svissneskar Alpakýr og Korsíkukýr, afbrigði á afbrigði ofan, þar til aðeins rúmum áratug síðar, 1932, að hann lýsti yfir sigri. Með hans eigin orðum var það „sem kraftaverk“: Fyrsti úruxinn í þrjú hundruð ár hefði litið dagsins ljós. Bróðirinn í Berlín, Lutz Heck, fór aðra leið, og notaðist meðal annars við spænsk og frönsk bar- daganaut, en úr varð, sögðu þeir, hérumbil sama skepnan: Það skipti ekki öllu máli í hvaða röð væri hellt í genapollinn, ef maður blandaði vel yrðu villtu genin ofan á. Þegar Heinz lýsti tilrauninni árið 1951 sagði hann að ásamt líkamleg- um sérkennum hafi „dæmigerðir hugrænir eiginleikar“ skepnunnar einnig komið aftur fram: „Úruxar eru ekki sérdeilis meðfærilegir. Bol- arnir eru árásargjarnir ef þeir eru styggðir og þeir styggjast við afar lítið áreiti; kvígur með unga kálfa eru blátt áfram hættulegar.“ Tauga- veikluð er annað orð sem hefur ver- ið notað til að lýsa þessum dýrum, sem hafa ekki hlotið viðurkenningu sem úruxar heldur kallast nú Heck- naut, í höfuðið á þeim bræðrum. Illvígar nazistabeljur Síðast spurðist til Heck-nauta í fjölmiðlum árið 2009 þegar enskur bóndi að nafni Derek Gow ákvað að flytja hjörð þrettán Heck-naut- gripa á búgarð sinn í Devon-sýslu, syðst á Englandi. Árið 2015 fékk hann nóg af hjörðinni og sendi tvo þriðju hluta hennar til slátrunar þar sem dýrin hefðu „ráðist á fólk við hvert tækifæri sem gafst,“ að sögn bóndans: „Þau reyndu að drepa hvern sem var. Það var alls ekki Hellarnir í sveitarfélaginu Lascaux, í Suður-Frakklandi, fundust haustið 1940. Myndverkin á hellunum eru talin um 17.000 ára gömul, það er frá fornsteinöld. Meðal myndefna eru úruxar og nefnir Goderie hellamálverkin meðal þeirra heimilda sem notast má við í dag en Heck-bræður skorti. Lengst til vinstri á myndinni stendur Lutz Heck, Göring lengst til hægri. Fyrir framan þá er kort af Bialowieza skógi, en í bakgrunni uppstoppaður evrópskur vísundur. Horn af úruxum voru öldum saman eftirsótt sem drykkjarhorn. Síðasti úruxinn var felldur í Pól- landi á 17. öld. Hér getur að líta hægra horn hans, varðveitt og skreytt til drykkju. Ronald Goderie er stofnandi stofnunarinnar Stichting Tauros og forsprakki Tauros-verkefnisins, sem hófst árið 2009. Stofnunin er nú aðili að reghlífar- samtökunum Rewilding Europe. Hér sýnir hann bandarískum doktorsnema varðveitta hauskúpu af úruxa. Maðurinn lengst til vinstri á þessari mynd er sagður vera Heinz Heck, og sá lengst til hægri er talinn vera Josef Göbbels. Þeir eru staddir við veiðiskála Hermanns Göring. Mynd úr safni Görings. „Úruxinn var hinn villti forveri taminna nautgripa og er því núlifandi kúakyni það sem villisvín er alisvínum, villihestar tömdum hestum og villtar kanínur tömdum kanínum.“ Þegar minnst er á Jurassic Park leiðréttir Ronald Goderie það fimlega og greinilega ekki í fyrsta sinn: Nei, hér eru ekki stundaðar genasplæsingar og ekkert klónað, hann kynbæti bara með hefðbundnum aðferðum: naut, kvíga, afkvæmi, næsta kynslóð. Nú einnig á Glerártorgi Laugavegur - Kringlan - Glerártorg - kunigund.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.