Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016 Viðskipti Panamaskjölin varpa ljósi á af hverju íslenskir lífeyr- issjóðir þurftu að hætta rekstri togarans Blue Wave í Afríku. Kröfuhafar Tortólafélagsins, sem hélt utan um útgerðina, þurftu að afskrifa nærri tvær milljónir dollara. Blue Wave gat ekki lengur veitt í Máritaníu af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fiskveiðar íslenskra lífeyrissjóða í Afríku í gegnum tvö skattaskjól enduðu með því að hætta þurfti veiðunum og gefa Tortólafélagið, sem hélt utan um útgerðina, upp til gjaldþrotaskipta. Lífeyrissjóðirn- ir áttu togarann Blue Wave, ásamt öðrum íslenskum fjárfestum eins og Straumi og Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins, en árið 2014 var rekstr- arfélagi togarans á Tortólu, Wave Operation Ltd., slitið. Þetta kemur fram í Panamaskjölunum, gagnaleka frá panamaísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Fréttin er unnin í samstarfi við Reykjavík Media. Meðal eigenda Blue Wave voru Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Stapi, Stafir og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Í Panamaskjölunum er að finna gögn um gjaldþrot Wave Operation Ltd. þar sem meðal annars kemur fram að togari lífeyrissjóðanna fékk ekki leyfi frá yfirvöldum í Márit- aníu til að stunda veiðar í fiskveiði- lögsögu þess lands árið 2012. Á því ári gerði Máritanía samning við Evrópusambandið um fiskveiðar í landinu og gat Blue Wave í kjölfarið ekki veitt í landinu þar sem togarinn var ekki í eigu aðila sem tilheyrðu Evrópusambandinu. Skiptastjóri fé- lagsins, Matthew Richardsson, segir að þess vegna hafi verið ákveðið að reyna að veiða utan fiskveiðilögsögu einstakra ríkja í Afríku, úti á opnu hafi eins og það er orðað, en að það hafi ekki gengið sem skyldi. Í kjölfarið seldi móðurfélag Tortólafélagsins, Blue Wave Ltd. í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi, Blue Wave til félags í eigu Samherja sem heitir Saga. Svo var ákveðið að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Í gögnunum kemur fram að sam- þykktar kröfur í bú Wave Operation hafi numið rúmum tveimur milljón- um dollara. Félagið átti hins vegar bara eignir upp á tæplega 200 þús- und dollara. Tap kröfuhafa Tortóla- félagsins nam því um 1800 þúsund dollurum. Í gögnum slitastjórans kemur fram að birgjar og þjónustu- aðilar, sem Wave Operation skuld- aði peninga, hafi ekki fengið þá til baka. Stærstur hluti krafna á hendur Wave Operation voru hins vegar frá móðurfélagi þess á Jersey, 11 millj- ónir dollara. Fjárfestingunni var stýrt af fé- laginu Thule Investments og voru tveir af stjórnendum Tortólafé- lagsins starfsmenn þess, þau Gísli Hjálmtýsson og Herdís Dröfn Fjeld- sted, sem í dag er framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands en hann er í eigu lífeyrissjóða. Herdís var stjórn- arformaður bæði félagsins á Jersey og einnig á Tortólu. Herdís Fjeldsted segir að aldrei hafi verið tekinn arður út úr fyrir- tækinu áður en það varð gjaldþrota og að starfsemin hafi aldrei staðið undir væntingum. „Þetta fór nátt- úrulega ekki eins og ég vildi. Auð- vitað vildi enginn að hlutaðeigandi töpuðu sínum fjármunum. En þetta fór sem fór. Þetta voru utanaðkom- andi aðstæður sem enginn réði við.“ Stórfellt tap á veiðum lífeyrissjóðanna í Afríku Tekjur Afríkuútgerðar lífeyrissjóðanna námu rúmum tveimur milljörðum króna árið 2011 en eftir það byrjaði að síga á ógæfuhliðina eftir að regluverkið í Márít- aníu breyttist og einungis erlend skip frá Evrópusambandslöndum fengu veiði- leyfi þar. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, var einn helsti stjórnandi Afríkuútgerðarinnar sem starfsmaður Thule Investments. Skipulagsmál Kirkjugarðurinn á Akureyri er að fyllast en ekki er enn búið að finna staðsetningu fyrir nýjan kirkjugarð í bænum. Málið er þó komið á dagskrá og í málefnalegan farveg eftir að um- sókn um nýjan kirkjugarð hefur legið óhreyfð hjá bæjaryfirvöldum í tíu ár. „Við metum sem svo að það séu tutt- ugu ár þar til garðurinn verði orðinn fullur,“ útskýrir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna á Akureyri. Þetta gerist í raun hraðar en á höfuðborgarsvæðinu, þá helst vegna þess að gífurlegur munur er á milli bálfara í borg og landsbyggð. „Það eru um 1 til 2 prósent bálfar- ir hér, en rétt rúmlega 40% á höf- uðborgarsvæðinu,“ útskýrir Smári. Hann lagði fram umsókn fyrir slétt- um tíu árum um það að Akureyrar- bær úthlutaði Kirkjugörðunum nýtt svæði undir greftrun, eins og lög gera ráð fyrir. Nú er verið að gera nýtt deiliskipulag á Akureyri og því var umsóknin tekin upp til efnislegr- ar meðferðar fyrir skömmu af hálfu skipulagsnefndar. „Og við erum bara mjög þakklát fyrir að málið sé komið í efnislega meðferð,“ segir Smári, sem telur þó liggja nokkuð á svari. Aðallega vegna þess að það tekur hátt í áratug að undirbúa landsvæði fyrir kirkju- garða. „Það er heljarinnar vinna, og tek- ur líklega að lágmarki sjö ár,“ útskýr- ir Smári. Hann segir ennfremur að kirkjugarðar á Akureyri vilji fara nýj- ar leiðir í þessum lausnum. Þannig vilja þeir helst fá úthlutað landinu við Naustaborgir. Það er útvistar- svæði og það er einmitt það sem Smári sér fyrir sér að kirkjugarðarn- ir geti verði hluti af. „Því kirkjugarður er ekki bara geymslustaður látinna, heldur líka rólegur og fallegur staðir fyrir fólk til þess að dvelja á,“ segir Smári. | vg Kirkjugarðurinn á Akureyri verður orðin fullur eftir 20 ár. Það tekur um áratug að undirbúa nýtt svæði. Tíminn er því í raun naumur. Kirkjugarðurinn að fyllast á Akureyri Stjórnmál Formlegar stjórnar- myndunarviðræður eru hafnar milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Um tíma leit út fyrir að ekki næðist sam- starfsgrundvöllur milli flokk- anna og vinstri flokkarnir voru í viðbragðsstöðu. Bjarni Benediktsson gekk á fund forseta Íslands í gær og tilkynnti að formlegar stjórnarmyndunar- viðræður hæfust á milli Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæð- isflokksins. Lengi leit út fyrir að lítill grundvöllur væri fyrir slíku sam- starfi, en flokkarnir sökuðu hvorn annan um ósveigjanleika þegar kom að veigamiklum atriðum. Þá tilkynnti formaður Samfylk- ingarinnar í gær að f lokkurinn væri tilbúinn í ríkisstjórn, en í sam- tali við Fréttatímann sagðist hann hrifnari af ríkisstjórn til vinstri. Fyrrum formaður Samfylkingar- innar, Oddný Harðardóttir, hefur áður sagt að Samfylkingin sé ekki tilbúin í ríkisstjórn, en væri tilbú- in að styðja minnihlutastjórn. Svo virðist sem veruleg breyting hafi orðið á þessu. „Flokkurinn þarf að skoða hvað er ábyrgt að gera fyrir samfélagið. Ef þessi staða kemur upp þá þurfum við að skoða það alvarlega,“ segir Logi. Þingflokkur Sjálfstæðisf lokks- ins fundaði í gær, en þeim fundi var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Nokkuð ber í milli varðandi mál- efni f lokkanna. Sjálfstæðisflokk- urinn er tregur til þess að kjósa um áframhaldandi samningaviðræður við ESB, sem og róttæka uppstokk- un á fiskveiðistjórnunarkerfinu. | vg Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé ræða við Bjarna Benediktsson um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Mynd | Hari Læknavísindi Afar forvitnilegar tilraunir á mænusködduðum Rhesus-öpum vekja athygli og von um að í framtíðinni verði hægt að tengja framhjá skaddaðri mænu. Lítill sendir, ekki ólíkur wifi- -sendum, hefur verið græddur í heila mænuskaddaðra apa í nýrri tilraun í Sviss. Með sendinum hefur í raun verið tengt framhjá skaddaðri mænu apans og rafboð send um gang út í óvirka afturlöpp. Aðferðin hefur náð að vekja upp hreyfingu í útlimum sem áður voru hreyfingar- lausir. Greint var frá tilraununum í tímaritinu Nature. Páll Ingvarsson, taugalæknir á Grensásdeild, segir tilraunirnar „mjög athyglisverðar og spennandi. Þarna er verið að örva svokallaða gangmiðstöð í lendarhluta mæn- unnar. Þar er í okkur mönnunum og öllum öðrum dýrum með mænu Wi-fi tenging í öpum gefur von Páll Ingvarsson er spenntur vegna nýrra tilrauna á mænusködduðum Rhesus-öpum. að finna eins konar netverk af frum- um. Netverkið stýrir því að við get- um gengið án þess að hugsa mikið um það. Slíkt kerfi er að finna jafn- vel í frumstæðustu mænudýrum, til dæmis fiskisugunni sem hefur verið svipuð í 540 miljón ár.“ Páll segir hins vegar að kerfið sé eilítið flóknara hjá mönnum en hjá Rhesus apanum, en það sé vegna þess að við göngum á tveimur fót- um. „Ganga okkar er viljastýrðari en það hefur ekki tekist að örva þessar stöðvar hjá mönnum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þessi til- raun er hins vegar stórt skref fram á við og vekur vonir um frekari þró- un á næstu árum.“ | gt Hægri-miðjustjórn í undirbúningi

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.