Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.11.2016, Síða 12

Fréttatíminn - 12.11.2016, Síða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Trump Norður Karólína 36% í sex stærstu borgunum 59% utan sex stærstu borganna Nebraska 46% í Omaha 71% utan Omaha Utah 33% í Salt Lake City 53% utan Salt Lake City Clinton Florida 59% í sjö stærstu borgunum 40% utan sjö stærstu borganna Texas 56% í sex stærstu borgunum 33% utan sex stærstu borganna Illinois 74% í Chicago 44% utan Chicago Á Íslandi er ekki ryðbelti, líkt þeim sem hafa verið vaxtarsvæði nýja hægrisins í Bandaríkjunum og í Evrópu. Iðnbyltingin umbylti sjáv- arútvegi á Ísland en hér byggð- ist ekki upp iðnaður í sama mæli í nágrannalöndunum. Íslendingar þekkja því ekki hrörnandi verk- smiðjur sem hafa látið undan al- þjóðavæðingunni. Hrörnun byggða á Íslandi tengist kvótakerfinu. Sjávarbyggðir sem málum. Það liggur í eðli borga að í þeim ríkis meira frjálsræði og fjöl- breytni. Það er erfitt að vera eini homminn í þorpinu en í borginni markar það ekki líf fólks eins mik- ið hvort það er samkynhneigt. Það getur verið margt annað líka. Vegna fjölmennis geta borgirnar því var- ið réttindi ýmissa minnihlutahópa sem eiga erfitt uppdráttar í smærri byggðum. Aukin mannréttindi á Vesturlöndum haldast í hendur við stækkun borga og aukið vægi þeirra í þjóðríkjunum. Á meðan áherslan í borgunum er á fjölbreytileikann er hún á samstöð- una í þorpunum og hinum dreifðari byggðum. Smærri byggðir hafa átt erfitt með að verja réttindi minni- hlutahópa. Það má til dæmis sjá af mörgum dæmum frá smærri bæj- um á Íslandi þar sem fórnarlömb kynferðisofbeldis hafa fengið lítinn stuðning. Í sumum tilfellum hefur þorpið snúist gegn þeim. Umræð- an um glæpinn er talin ógn við sam- stöðu þorpsins, ekki glæpurinn sjálf- ur. Landsbyggðin sprengir borgir Þessi ólíka áhersla í einkamálum milli borga og dreifðari byggða hefur alltaf spilað stóra rulla í stjórnmál- um. Frjálslyndi Berlínar og annarra borga Þýskalands milli stríða var eitt af því sem nasistar lofuðu að hreinsa upp. Þegar serbneskir þjóðernis- sinnar bombarderuðu Srebrenica voru þar á ferð menn með hefð- bundin landsbyggðarsjónarmið að sprengja þá fjölmenningu og það frjálslyndi sem hafði skotið rótum í borginni. Ef fólk vill fara enn lengra aftur þá er til dæmis saga Marokkó endalaus saga þess hvernig fólkið í hrjóstrug- um fjöllunum náði völdum af borg- arbúum þegar þeim fannst þeir orðnir of spilltir, komnir of langt frá trúnni og hinum góðu gildum. Sam- bærilegan þráð má finna í flestum ríkjum. Nú er staðan hins vegar sú að borgirnar stækka hraðar og eflast af mun meiri krafti en nokkru sinni fyrr. Alþjóðavæðing og upplýsinga- byltingin hefur eflt stærstu borgirn- ar á sama tíma og iðnframleiðslan hefur hnignað í dreifðari byggðum eftir því sem stærri hluti framleiðsl- unnar hefur færst til útlanda. Völd borga aukast Styrk borganna og áhrif þeirra má sjá víða. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem stærstu borgirnar hafa fall- ist á hækkun lágmarkslauna upp í 15 dollara á tímann á meðan þau eru enn 7,25 dollarar í smærri bæjum og dreifðari byggðum. Þarna mun- ar helmingi. Og þótt það sé ekki munurinn á framleiðslu á mann í miðríkjunum og í stóru borgunum þá er munurinn meiri á milli veik- ustu svæðanna í mið- og suðurríkj- unum og öflugustu borganna. Þing- menn geta ekki samþykkt hækkun lágmarkslauna yfir línuna vegna þess að atvinnulífið á veikustu svæð- unum stæði ekki undir því. Sambærilegan klofning milli borga og landsbyggðar má sjá í Evrópu. London, París og aðrar stórborgir mæta til viðræðna um loftslagsmál og ræða sín á milli um lausnir og móta sjálfstæða stefnu. Sama á við um ýmis mál, til dæmis hvernig tekið er á Uber-leigubílum eða airbnb-gististöðum. Þar ræð- ur mestu hvað borgirnar sættast á, ekki samkomulag sem gerð eru milli ríkja. Horft fram. Og aftur Þjóðríkin byggðust upp í iðn- byltingunni. Upplýsingabyltingunni fylgdi alþjóðavæðing sem riðlaði þessum ríkjum. Stærstu borgirn- ar efldust en margir bæir, þorp og dreifðari byggðir hrörnuðu. Það Vesturlönd eru að klofna Kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna dregur enn fram klofning þjóðríkjanna á Vesturlöndum. Í öllum stærstu borgum landsins naut Hillary Clinton meira fylgis en Trump, víða mun meira fylgis. Í smærri bæjum og á dreifðari byggðum hafði Trump hins vegar algjöra yfirburði. Eins og fleiri ríki á Vesturlöndum virðast Bandaríkin vera að klofna. Límið sem hélt saman borgunum og landsbyggðinni er orðið morkið. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is ÞEGAR ALLT ER BREYTT Skógarhlíð 8 | 105 Rvk. | radgjof@krabb.is | krabb.is | 540 1900 Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins Við erum til staðar þegar á þarf að halda. Markmið okkar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og allar nauðsynlegar upplýsingar. Hjá okkur fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstand- endur ráðgjöf og fræðslu um einkenni, félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Verið velkomin. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, félags- ráðgjafi og sálfræðingur. Auk þess eru starfandi 11 stuðnings- hópar fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu, fyrir utan einstaka námskeið. Í boði eru meðal annars: Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins Opið alla virka daga frá kl. 9–16. Gjaldfrjálsa númerið 800 4040 er opið frá kl. 13–15. Fjölbreytt námskeið Símaráðgjöf Viðtöl Hádegisfyrirlestrar Sálfræðiþjónusta Fræðslufundir Djúpslökun Hugleiðsla og jóga Öndunaræfingar Réttindaráðgjöf · · · · · · · · · · hafa misst megnið af kvóta sínum eru ekki svipur hjá sjón. Íbúum fækkar þar jafnt hratt og í iðnborg- um erlendis. Þessi þorp eru hins vegar lítil og fámenn og hrörnun þeirra hefur ekki haft eins afgerandi áhrif á stjórnmálin hér og í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi eða Þýskalandi. Átök milli byggða Eftir sem áður þekkjum við ýmis merki úr stjórnmálaumræðunni hér sem minna á átökin milli hrörnandi svæða iðnbyltingarinnar og vaxandi borga sem þenjast út í upplýsinga- byltingunni. 101 er hugtak á Íslandi ekki ólíkt þeim sem lýsa eiga elítu annarra landa, hópi fólks sem fer sínu fram án tillits til hagsmuna eða viðhorfa fólks á landsbyggðinni. Þetta gengur hins vegar illa upp. 101 Reykjavík er kannski höfuðstað- ur airbnb á Íslandi en þungamiðja atvinnu- og efnahagslífs er varla þar. Valdamesta fólk á Íslandi eru kvótakóngar og -drottningar í póst- númerum 600 og 900. Í 101 Reykja- vík er ekki Wall Street Ísland eða City of London. Það má vera að fólk hafi ímyndað sér það um tíma fyrir Hrun, en það reyndist blekking. Eftir sem áður hverfist stjórn- málaumræðan á Íslandi gjarnan um 101-Reykjavík og hvaða áhrif sjónar- mið ættuð þaðan hafa á samfélagið. Kannski er deilan um Reykjavíkur- flugvöll ágætt dæmi um þetta. Eins og annars staðar á Vesturlöndum er erfitt að sameina fólk í dreifðari byggðum um sameiginlega hags- muni. Þeim er því fylgt gegn hags- munum borganna eða viðhorfum sem njóta fylgis þar. Ólík viðhorf kjördæma Ólík afstaða eftir byggðum og lands- hlutum kom skýrt fram í síðustu kosningum. Ef við deilum þingsæt- um út eftir fylgi í hverju kjördæmi fyrir sig hélt ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar velli í öllum landsbyggðarkjördæmunum, naum- lega þó í Norðaustri. En hún kolféll í þéttbýlinu, illilegast í Reykjavík norður þar sem fylgið hefði aðeins gefið þessum flokkum 20 þingmenn. Ef allir hugsuðu eins og Reykvík- ingar hefði stjórnarandstaðan, VG, Píratar, Björt framtíð og Samfylk- ing, getað myndað meirihluta. Slík stjórn hefði hins vegar aðeins feng- ið 24 þingmenn ef allir kysu eins og Sunnlendingar. Flokkarnir koma mjög misjafn- lega út í kjördæmunum. Framsókn myndi aðeins ná inn 3 þingmönn- um ef allir kysu eins og Reykvík- ingar í norðri en 14 þingmönnum ef allir kysu eins og fólk í norðvestri eða -austri. Píratar fengju aðeins 6 þingmenn ef allir greiddu atkvæði eins og fólkið á Norðausturlandi en 13 þingmenn ef allir hugsuðu eins og Reykvíkingar norður. Þótt Ísland sé ekki að klofna, svip- að og merkja má í mörgum Evrópu- löndum og í Bandaríkjunum, er aug- ljóst að það reynir mjög á teygjuna í samfélaginu. Klofin Bandaríki Eftir forsetakosningar í Bandaríkj- unum er augljóst að ríkið er klofið. Það er ekki aðeins svo að Hillary Clinton hafi haft yfirburði í þétt- býlustu svæðunum á austur- og vesturströndinni heldur er afstaða fólks klofin í hverju fylki fyrir sig. Donald Trump fékk þannig fleiri atkvæði í dreifðari byggðum New York-fylkis eins og Hillary fékk mun fleiri atkvæði í stærstu borgunum í suðurríkjunum og miðríkjunum. Klofningurinn er ekki eftir fylkjum, heldur eftir samfélagsgerðinni. Það skýrir ólíka afstöðu Demókrata og Repúblikana í einka-

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.