Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 46

Fréttatíminn - 12.11.2016, Page 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Dansinn leið til að losna við kvíða og þunglyndi Einhver sagði að hláturinn lengdi lífið en getur verið að það sama eigi við um dans? Fréttatíminn talaði við fólk sem elskar að dansa og ræðir um hvers vegna og hvaða þýðingu dansinn hefur fyrir það. Vel má vera að erfitt sé að sanna hvort dansinn lengi lífið en eitt er þó víst: Fátt er betra en að dansa. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Hildur segir mikilvægt að dansa ljótt og taka mikið pláss. Mynd | Rut Anna Mar- grét segir dansinn vera leið til að tengjast líkamanum og sjálfum okkur. Mynd | Rut Björg stundar hugleiðslu og segir hana og dansinn haldast í hendur. Mynd | Rut Gabríel segir dansinn losa um gleðiefni líkamans. Mynd | Rut Úlpudansinn er bestur „Það besta í heimi er að úlpu- dansa,“ segir Hildur Elísa Jónsdóttir myndlistarnemi sem veit fátt betra en að fara allsgáð niður í bæ í stórri úlpu og dansa á skemmtistöðum bæjarins. „Þegar maður úlpudansar á maður helst að dansa ljótt og stórt. Í lítilli samhæfingu.“ „Ég fattaði hvað það er ótrúlega gaman að dansa fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að fara niður í bæ. Í dansinum felst öðruvísi frelsi en maður er vanur og það er svo gott. Að gera allt öðruvísi hreyfingar en maður er vanur. Mér finnst að fólk mætti dansa meira. Það þyrfti helst að vera til einhver staður op- inn almenningi á daginn fyrir þá sem vilja dansa, hrista af sér þunga og stress.“ Hildur er í Hamrahlíðarkórnum og segist stundum dilla sér við kór- atónlist. „Já, ég myndi segja að þar dilli maður sér, snúi sér og sveigi til og frá. Stundum dansar maður samt.“ Fullorðnir dansar ekki nóg „Ég dansa því það er svo losandi og frelsandi. Maður getur algjörlega gleymt sér í einhverjum heimi – tilf- inningu. Líkaminn er svo meðvitað- ur um hvernig okkur líður, meðvit- aðri en við sjálf. Þá er dansinn viss leið til að tengjast líkamsvitund- inni og sjálfum okkur,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir myndlistarnemi. „Í dans- inum felst líka hreyfing sem við pælum ekki einu sinni í því við erum að hafa gaman. Svo er munur á því að fara nið- ur í bæ og dansa eða gera það annars staðar. Þar pælir mað- ur svo mikið í hvernig maður lítur út í stað þess að algjörlega sleppa sér.“ „Við ættum að dansa meira í lífinu. Stundum þegar ég hitti fólk hugsa ég: Vá, þau dansa örugglega aldrei. Fullorðið fólk dansar ekki nóg. Það er hins vegar einn af þeim hlutum sem maður þarf að minna sig á að gera.“ Kom út úr dansskápnum „Ég dansa þegar ég finn fyrir mikilli orku í líkama mínum, þegar ég er í góðu skapi, þegar ég er þreytt og þarf að vekja mig og svo dansa ég nú oftast þegar ég enda á dans- gólfinu,“ segir Björg Brjánsdóttir flautuleikari. „Í raun kom ég út úr dans- skápnum í sumar þegar ég var á námskeiði á Lunga. Ég lagaðist af bælingu minni en ég var alltaf feim- in við að dansa því mér fannst ég ekki nógu góð. Núna er ég svo sem ekkert betri dansari en hef losnað við þessa feimni.“ „Þegar ég dansa líður mér eins og ég sé líkamlega að leyfa mér akkúrat þær hreyfinga sem ég vil.“ Björg hefur lengi stundað hug- leiðslu og segir hana og dansinn haldast í hendur. „Við erum á staðn- um og samþykkjum það sem gerist í huga og líkama. Leyfum öllu sem líkaminn vill gera bara að vera. Upplifunin er samskonar frelsi og tenging.“ Losar við kvíða og þunglyndi „Á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu, þegar ég var hvað lægst niðri í þunglyndi og kvíða, byrjaði ég að dansa. Þróaði með mér ákveðna aðferð; að dansa en ég hafði ekki orku til að fara í ræktina eða hreyfa mig almennilega,“ segir Sturlaugur Haraldsson gleðigjafi. „Ég vissi ekki að ég hefði verið með þunglyndi og kvíða fyrr en ég fór til sál- fræðings og hún sagði mér það en ég hakaði í öll box við einkennum þunglyndis nema eitt. Sýndi líka mikil kvíðaeinkenni. Það kom mér í opna skjöldu. Ég var oft stressaður og stífnaði allur upp í líkaman- um. Einhvern daginn ákvað ég að standa upp og setja músík í eyrun og dansa smá með það að markmiði að hreyfa alla vöðva og liði lík- amans. Þannig losaði ég um spennuna í lík- amanum og var þá orðinn betri. Maður finnur hvernig líkaminn róast niður og getur farið í aftur þokkalega eðli- legt horf. Orðið hugarró lýsir lík- lega best þessari tilfinningu.“ „Í rauninni nota ég tónlist til að skipta um skap. Þegar ég vil róa mig niður hlusta ég á rólega tónlist, stundum óperur og svo hlusta ég á raftónlist þegar ég vil rífa mig í gang. Ég dansa mest heima hjá mér með iPod í eyrum en líka þegar ég fer niður í bæ. Stundum tekur mað- ur létt spor í vinnunni eða með góð- um vinum.“ Stígur oft léttan dans í vinnunni „Ég dansa því það er gaman og hollt fyrir líkama og sál. Maður verður svo glaður af því að dansa. Það losar um serótónín, dópamín og endor- fín. Gleðiefnin,“ segir Gabríel Benedikt Bachmann, graf- ískur hönnuður. „Ég dansa flesta daga en mest um helgar. Dansa þegar það er gaman, þegar ég hitti góða vini, heima hjá mér, stundum í vinnunni, stundum við einhvern í vinnunni, oft upp úr þurru. Myndi segja að ég dansi meira í vinnunni en heima. Því ég er alltaf í vinnunni.“ „Ætli helsta ástæðan fyrir því að ég byrji að dansa sé ekki tónlist. Þegar ég heyri tónlist byrja ég oft að dansa. Það er þannig sem dansinn kemur. Best finnst mér að dansa við raftónlist, house-tónlist og hiphop. Öll góð tónlist er dansvæn.“ Stur- laugur segir gott hvernig dansinn losar um spenna og stress í líkamanum. Mynd | Rut Með tilkomu snjallsímans hefur líf námsmanna einfaldast umtalsvert fyrir tilverknað smáforrita eða „appsins“ svo- kallaða. Fréttatíminn greinir hér frá nauðsynlegustu öppum hvers námsmanns. Banka-app fyrir símann. Bæði Íslandsbanki og Arionbanki bjóða upp á heimabankaþjónustu og annað í snjallsímanum. Lands- bankinn býður upp á l.is sem virkar á sambærilegan hátt. Aur Fáir eru jafn ánægðir og náms- menn með þetta stórsniðuga app sem einfaldar sannarlega þegar deila á kostnaði á leigubílnum á djamminu, Dominoz-pítsunni eða afmælisgjöf handa sameiginlegri vinkonu. Strætó Fari námsmaður reglulega leiða sinna í strætó er fátt snjallara en að hafa strætóappið í símanum. Þar er hægt að sjá staðsetningu vagna í rauntíma og athuga hvaða leiðir skulu farnar frá einum stað til annars. Lín Ef námsmaðurinn er á námslánum getur hann fylgst með stöðu lána á Lín appinu. Leggja Eigi eða hafi námsmaðurinn bíl til afnota er gott að vera með Leggja- -appið. Með appinu má borga fyrir gjaldskyldu fyrir bílastæðið. Pocket Gott app sem heldur utan um það sem þig langar að lesa. Allt sem þú skoðar yfir daginn á Facebook, á fréttamiðlum og öðru geturðu vistað á appinu og skoðað þegar þú hefur tíma. Snjöllustu „öppin“ fyrir námsmanninn P ORTRET T AÐGANGUR ÓKEYPIS Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð, 101 Reykjavík · Opið 12–19 mán–fim, 12–18 fös, 13–17 um helgar · www.borgarsogusafn.is Handhafar Hasselblad-verðlaunanna 24. 9. 2016 –15.1. 2017

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.