Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 15. júlí 2016 Áfram Hrísland! NÝTT! FREYJU KARAMEL LU BRAGÐ Dómsmál Skartgripasmiður í Hafnarfirði hefur farið fram á að eignir íslensks manns, sem búsettur er í Bandaríkjunum, verði kyrrsettar vegna trú- lofunarhrings sem maðurinn greiddi ekki að fullu. Maðurinn, sem býr í Bandaríkjun- um, leitaði til skartgripasmiðsins í Hafnarfirði um mitt árið 2013 með stóran demant og upplýsti smiðinn um að hann hygðist trúlofast sam- býliskonu sinni. Óskaði hann eftir því að skartgripasmiðurinn smíð- aði utan um demantinn og hófust þá regluleg samskipti á milli aðila um útfærslu og hönnun hrings- ins. Að lokum nam kostnaðurinn vegna hrings ins rúmlega 700 þús- und krónum. Í febrúar 2014 kom sá ástfangni á starfsstöð skartgripasalans og fékk hringinn afhentan. Þá greiddi hann 150 þúsund krónur fyrir vinnu smiðsins. Fram kemur í stefnunni, sem birtist í Lögbirtingablaðinu í gær, að smiðurinn og kaupandinn, sem nú er giftur, hafi verið kunningj- ar. Skartgripasalinn fór því ekki í harkalegar innheimtuaðgerðir, en skuldin nemur um einni og hálfri milljón núna. Smiðurinn hefur því farið fram á að eignir mannsins verði kyrrsett- ar hér á landi, það er að segja íbúð í Garðabæ. Í greinagerð smiðsins segir að maðurinn hafi verið með lögheim- ili í Garðabæ síðasta sumar, en þegar birta átti honum stefnuna, skipti hann um lögheimili. Að mati lögmanns smiðsins var það gert til þess að torvelda að honum yrði birt stefnan. Skorað er á brúðgumann að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness þann 14. desember næstkomandi og svara til saka. | vg Maðurinn lét smíða fyrir sig hring sem hann gaf tilvonandi eiginkonu, en greiddi ekki að fullu. Vill frysta íbúð fyrir ógreiddan trúlofunarhring Borgarstjóri fær frábær laun frá Faxaflóahöfnum Dagur B. Eggertsson fær rúmlega 300 þúsund krónur fyrir að vera formaður stjórnar Faxaflóa- hafna, sem kemur saman mánaðarlega. Formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur er Brynhildur Davíðsdóttir og Gylfi Magnússon er varaformaður. Aðrir fulltrúar eru Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Valdís Eyjólfsdóttir. Björn Bjarki Þorsteinsson er áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar. Launamál Stjórnarmenn í Orku- veitu Reykjavíkur og Faxaflóa- höfnum fá langhæstu launin í stjórnum á vegum Reykjavíkur- borgar. Best borguð er stjórn Faxaflóahafna, þar sem formað- urinn er borgarstjórinn sjálfur með 305 þúsund krónur fyrir mánaðarlegan fund. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Faxaf lóahafnir eru samlag nokkurra sveitarfélaga og á hvert þeirra fulltrúa í stjórn samlags- ins. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar sitja fimm pólitískt kjörnir fulltrú- ar í stjórn Faxaflóahafna. Stjórnin fundar mánaðarlega og fær hver stjórnarmaður 152.588 krónur fyr- ir. Formaðurinn er Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri og fær hann tvöföld laun, eða 305,176 krónur á mánuði. Stjórnarseta í Faxaflóahöfnum hefur löngum verið bitastætt starf launanna vegna. Þau eru sam- kvæmt fyrsta flokki í launakerfi fastra nefnda hjá Reykjavíkurborg. Fram til ársins 2012 voru launin fyrir stjórnarsetu í Faxaflóahöfn- um um 16% af þingfararkaupi en þá var hlutfallið hækkað og nemur nú 20% af þingfararkaupi. Laun stjórnarmanna í Orkuveitu Reykjavíkur eru heldur ekkert slor en þau lúta öðrum lögmálum. Sér- stök starfskjaranefnd Orkuveitunn- ar leggur til hve há laun stjórnar- menn eru en það eru stjórnarmenn Orkuveitunnar sem skipa í starfs- kjaranefndina. Sex stjórnarmenn hittast mánaðarlega og fá 150.816 krónur fyrir. Stjórnarfomaður- inn, Brynhildur Davíðsdóttir, fær tvöföld laun þeirra, eða 301,632 á mánuði. Samfélagsmál Hverfisráð í Reykja- vík, sem öll hafa stjórnarmenn á launum, eru ekki jafn gagnleg og þau voru hugsuð samkvæmt innri endurskoðun borgarinnar. Þau kosta 38 milljónir á ári. Tíu hverfisráð starfa í umboði borg- arráðs Reykjavíkur og í hverju ráði eru sex nefndarmenn. Hver nefndarmaður fær 45,776 krónur í fasta mánaðarlega þóknun, nema formaðurinn sem fær 91,552 krón- ur. Launin eru óháð því hve skil- virk ráðin eru og hve oft þau koma saman. Kostnaður borgarinnar við ráðin er því rúmar 38 milljónir á ári. Stjórnkerfis- og lýðræðisráð borg- arinnar óskaði eftir því að innri endurskoðun kannaði skilvirkni og stöðu hverfisráðanna. Úttekt innri endurskoðunar var kynnt á dögunum en leitað var álits á þriðja hundrað borgarstarfsmanna, kjör- inna fulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Meðal þess sem fram kemur í út- tektinni er að svarendur virðast al- mennt telja hverfisráðin aðeins að litlu leyti ná að sinna því hlutverki sínu að vera virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Samkvæmt lögum ber ráðunum að funda mánaðarlega en á árunum 2014 og 2015 voru fundir að meðal tali tíu sinnum á ári. Svo virðist sem starfsmenn borg- arinnar hafi almennt lítinn snerti- flöt við hverfisráðin eða þekki lítið sem ekkert til starfsemi þeirra. Meginskilaboðin virðast vera að núverandi fyrirkomulag hverfis- ráða gangi ekki upp af margvís- legum ástæðum, t.d. að þau hafi óskýrt hlutverk, séu ósýnileg og valdalaus. Þetta birtist í svörum allra hópa, bæði kjörinna fulltrúa, fulltrúa þeirra og áheyrnarfulltrúa sem og starfsmanna. Flestir þeirra sem afstöðu tóku lýstu vilja til þess að efla hverfisráðin og kölluðu í því skyni eftir róttækum breytingum en í nokkrum tilvikum var bent á að leggja ætti þau niður miðað við núverandi fyrirkomulag. Sam- hliða endurskoðun samþykkta þarf að setja fram leiðbeiningar fyrir hverfisráð með lýsingum m.a. á málsmeðferð erinda, hlut- verki þeirra sem eiga sæti og/eða eru áheyrnarfull- trúar í ráðum og stöðu. Halldór Auðar Svans- son, formaður stjórnkerf- is- og lýðræðisráðs, segir til greina koma að breyta fyrirkomulaginu. Er ekki bruðl á opinberu fé að halda úti ráðum sem ekki skila tilskildum árangri? „Ég myndi ekki nota orðið bruðl en það er rétt að svona geta þau ekki haldið áfram. Við erum að skoða hvort ekki væri hagkvæmara, nú þegar til stendur að fjölga borgar- fulltrúum, að þeir taki að hluta sæti í ráðunum. Borgarfulltrú- ar fá ekki aukalega greitt fyrir það. Einnig virðast ráðin of mörg en í útlöndum er miðað við að hvert ráð þjóni 20-30 þúsund manna einingum.“ | þt Tilgangslaus hverfisráð kosta mikið en skila litlu Halldór Auðar Svansson. Viðskipti Síminn býður upp á ókeypis rafræn skilríki eitt símafélaga. Viðskiptavinir fara til Símans, segir upplýsingafulltrúi. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Síminn er eina fjarskiptafyrirtækið sem ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum upp á kostnaðarlausa notkun á rafrænum skilríkjum en fyrirtæk- ið á tæplega 19 prósenta hlut í fyrir- tækinu sem gefur út rafræn skilríki á Íslandi, Auðkenni ehf. Viðskipta- vinir annarra símafyrirtækja þurfa að greiða 14 eða 15 krónur fyrir sms- -sendingar vegna notkunar á rafræn- um skilríkjum sínum, til að mynda þegar þeir fara inn á netbanka sinn. Í svari frá upplýsingafulltrúa Sím- ans, Gunnhildi Gunnarsdóttur, kem- ur fram að eigendatengsl Símans og Auðkennis skipti ekki máli í þeirri ákvörðun Símans að hafa þessa þjón- ustu gjaldfrjálsa, að því leytinu til að enginn samningur milli þessara að- ila hafi verið gerður um þjónustuna. „Síminn á í Auðkenni og var það langtímahugsun okkar til þess að ná fram hagræðingu fyrir okkur og þau fyrirtæki sem nýta kortin. Við höfum aldrei haft neinar tekjur af þeim hlut, en vonumst að sjálfsögðu til að hafa hag af því í framtíðinni, en þá allra fyrst og fremst í sparnaði og betri þjónustu við viðskiptavini.“ Síminn hefur því bæði beina og óbeina hagsmuni af því að sem flest- ir noti rafræn skilríki þar sem fjar- skiptafyrirtækið á umræddan hlut í Auðkenni. Gunnhildur segir að eftir að ljóst var að Síminn myndi hafa þjónustuna gjaldfrjálsa hafi margir nýir viðskiptavinir komið yfir til Símans. Síminn hefur viðskiptahagsmuni af notkun rafrænna skilríkja Síminn, sem Orri Hauksson stýrir sem forstjóri, er eina símafyrirtækið sem býður upp á gjaldfrjálsa notkun á raf- rænum skilríkjum. Síminn á tæplega 19 prósent í félaginu sem heldur utan um útgáfu rafrænna skilríkja á Íslandi.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.