Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Á skrifstofu Sigurðar Helga Guð- jónssonar hjá Húseigendafélaginu er samíska fánanum flaggað og myndir sem vísa í að formaður- inn er af samískum uppruna. Sigurður ólst upp í Hólmavík hjá ömmu sinni, Berit Gunnhild, sem var Sami frá Norður-Noregi. Hún fæddist í Tana árið 1900 og var uppi á þeim tíma sem norsk Sigurður Helgi Guðjónsson var þrettán ára þegar hann komst að því að hann væri kominn af Sömum. Hann ólst upp hjá ömmu sinni, sem hélt samískum rótum sínum leyndum enda voru þeir álitnir þroskaskertir villimenn þegar hún var ung. Sigurður og afkomendur hans eru hinsvegar rífandi stoltir af því að vera  Samar. Stoltir af því að vera Samar stjórnvöld reyndu að siða Sama til og gera þá líkari venjulegum Norðmönnum. Norskuvæðingin var stefna ríkisins kölluð en hún miðaði að því að skikka Sama til að læra norsku og láta af venjum sínum og menningu. Fjölmörgum mállýskum af tungumáli þeirra var útrýmt því samkvæmt lögum mátti ekki tala annað en norsku í skólastofunum. „Þegar það var innleitt þurfti amma að byrja að læra norsku, komin á unglings- aldur. Fram að því hafði hún bara talað samísku. Hún varð fyrir normalíseringunni og gerði aldrei mikið úr því að vera Sami, enda hefur því alltaf fylgt skömm,“ seg- ir Sigurður. Á þessum tíma, snemma á tutt- ugustu öldinni, var viðhorf fólks til Sama að þeir væru annars flokks. „Amma mín talaði aldrei um þetta. Ég vissi ekki fyrr en ég var 12 ára að hún væri Sami, og þar af leiðandi ég líka. Síðar á lífsleiðinni fékk ég algjöra dellu fyrir Sömum því mér fannst menning þeirra svo mikil og heillandi.“ Með fyrstu menntuðu Sömunum Berit Gunnhild hélt til frá Norð- ur-Noregi suður til Oslóar þar sem hún lærði hjúkrunarfræði, nokkuð sem var afar óvenjulegt meðal samískra kvenna á þeim tíma. „Hún var einn fyrsti Saminn sem braust til mennta og þetta var mjög óvenjulegt af konum á þessum tíma. Hún ferðaðist mikið og við störf sín sem hjúkrunar- fræðingur kynntist hún Vilmundi Jónssyni sem var héraðslæknir á Ísafirði og síðar landlæknir á Ís- landi. Hann bauð henni að koma með sér til Íslands að vinna í eitt ár. Þar vann hún á sjúkrahúsinu á Ísafirði og kynntist afa mínum sem var kaupmaður í bænum. Þau tóku saman og settust að á Hólmavík.“ Sigurður ólst því upp með móð- ursystkinum sínum og hafði litla vitneskju um samísku ræturnar. „Eftir að ég varð fullorðinn rakst ég á rannsókn sem gerð var á viðhorfi fólks til Sama og hög- um þeirra sem höfðu afneitað uppruna sínum. Það var sam- merkt með þeim að þeir glímdu við þunglyndi og ég sá að Hverjir eru Samar? Samarnir eru ævaforn þjóðflokkur sem býr í Sápmi, landsvæði sem nær frá Noregi til Svíþjóðar, Finnlands og yfir á Kólaskaga í Rússlandi. Þjóðflokkurinn telur um það bil hundrað þúsund og langflestir þeirra, rúmur helmingur, búa í Norður-Noregi. Í mörg hundruð ár voru Samar taldir annars flokks fólk í öllum þessum löndum. Í lok nítjándu aldar voru þeir hafðir til sýnis í dýragörð- um og vísindamenn reyndu að sýna fram á að þeir væru vits- munalega afbrigðilegir. Saga þeirra er að mörgu leyti svipuð annarra frumbyggja sem hafa verið fótum troðnir af landnemum. Menningu þeirra og lifnaðarháttum var reynt að útrýma með kerfisbundnum hætti og tungumál þeirra var hreinlega bannað með lögum í skandin- avískum skólastofum. Á ljósmyndinni sést fulltrúi norska ríkisins taka höfuðmál af Sömum en mælingin var liður í að sanna að Samar væru líkam- lega og vitsmunalega afbrigðilegir. Samar búa í Norður-Skandinavíu og lifa meðal annars af fiskveiðum og hreindýrarækt. BÓK UM VON OG ANDLEGAN BATA BRÚ YFIR BOÐAFÖLLIN fjallar um þær aðferðir sem gerðu Steinunni Ósk kleift að sigrast á æskuminningum sem mörkuðust af kynferðisofbeldi og erfiðum heimilis­ aðstæðum. Í bókinni deilir Steinunn þeim aðferðum sem hafa hjálpað henni að byggja upp brotna sjálfsmynd og finna þann styrk og þá gleði sem einkennir líf hennar í dag. Bókin er uppgjör við erfiða fortíð og leiðarvísir að bjartari framtíð sem vonandi getur orðið þolendum kynferðisafbrota hvatning til að skila skömminni þangað sem hún á heima. STEIN U N N Ó SK Brú yfir boðaföllin BRÚ YFIR BOÐAFÖLL IN er fyrst og fremst bók um von , andlegan b ata og þær a ðferðir sem gerðu Stein unni Ósk kl eift að sigr ast á æsku- minningum sem mörku ðust af kyn ferðisofbeld i og erfiðum heimilisaðs tæðum. Í b ókinni deilir Steinunn þ eim aðferð um sem ha fa hjálpað henni að b yggja upp brotna sjál fsmynd og finna þann styrk og þ á gleði sem einkennir líf hennar í dag. Bókin er uppgjör við erfiða fortíð og le iðarvísir að bjartari fr amtíð sem vonandi get ur orðið þol endum kynf erðisafbrota hvatning ti l að skila s kömminni þangað sem hún á heim a. 9 789935 474353 ISBN 978 -9935-47 4-35-3

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.