Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 „Þegar ég gekk Jakobsstíginn var ég á þeim stað í lífi mínu að ég þurfti að gera breytingar,“ segir Elín Blöndal lögfræðingur sem gekk Jakobsstíg- inn síðastliðið sumar. „Ég hafði um nokkurra ára skeið glímt við erfitt mál tengt stórfjöl- skyldu minni sem tók mikinn toll. Ég hafði líka unnið allt of mikið, tek- ið of mikið að mér, og til viðbótar glímdi ég við slæmt brjósklos sem og hálsáverka eftir bílslys sem ég varð fyrir um tvítugt. Þetta kom einhvern veginn allt í bakið á mér á sama tíma. Ég var búin að vera mjög lúin í nokkra mánuði en að lokum varð ljóst að ég þyrfti að taka leyfi frá vinnu í nokkurn tíma til að ná upp fyrri orku.“ Hafði enga trú Þegar Elín var loks komin í veik- indaleyfi fékk hún símtal frá vin- konu sinni sem rekur ferðaskrifstofu og hefur margoft farið veginn. „Hún sagði að ég yrði að koma með í jún- íferðina 2016 því það fælist svo mikil heilun í að ganga þarna og það væri ótrúlegt að sjá hvað fólk upplifði á veginum. En ég var í svo slæmu standi að ég bara gat ekki tekið ákvörðun um að fara. Svo það end- aði með því að vinkona mín og mað- urinn minn tóku ákvörðunina fyr- ir mig. Hún skráði mig í ferðina og hann borgaði staðfestingargjaldið.“ „Ég var svo sem alveg spennt fyr- ir þessu og venjulega er ég í góðu formi. En auk þess að vera fullkom- lega orkulaus átti ég á þessum tíma ekkert auðvelt með að ganga langt vegna bakverkja og bjóst ekki við að geta gengið einn kílómetra, hvað þá þrjú hundruð! Þegar fór að styttast í ferðina leist mér ekkert á þetta og fannst ég alls ekki vera í nægilega góðu formi. Ég hafði raunverulega enga trú á að ég gæti þetta.“ Er mikil keppnismanneskja Ferðin sem Elín var dregin í var kvennaferð yfir fjörutíu kvenna, sem flestar voru 45 ára eða eldri. Ásamt vinkonu Elínar voru í hópi farar- stjóra sjúkraþjálfari og slysalækn- ir og prestur, svo það er óhætt að segja að Elín hafi verið í góðum höndum. Fyrir lá að ganga fyrstu 300 kílómetrana, frá Pýrenafjöllun- um í Frakklandi til Burgos á norður Spáni. Elínu leist þó ekkert sérstak- lega vel á að ferðast með hópnum á þessum tíma. „Ég var sko alls ekki á þeim buxunum að fara að kynn- ast þarna fullt af fólki, enda fannst mér ég ekkert hafa til að gefa af mér. En það sem gerði útslagið og varð til þess að ég fór var að það var trússbíll með í för. Þannig að ég hefði getað tekið fengið far með honum hvenær sem ég vildi. En ég er í grunninn svo mikil keppnismanneskja að eftir að ég var komin af stað hélt ég bara áfram og gekk alla 300 kílómetrana. Ég gerði þetta nokkuð skynsamlega, held ég, gekk rólega til að byrja með, en svo komst ég smám saman í betra form. Og svo var náttúrlega, þegar til kom, alveg frábært að kynnast öllum þessum konum. Það myndaðist afar góð stemning og tengsl í hópnum. Þetta var bara mögnuð upplifun.“ Gott að hitta annað göngufólk Í dag er Elín ánægð með að hafa farið þessa leið til að efla heilsuna. „Mér fannst þessi góða vinkona mín hrikalega frek að af taka svona af skarið þegar ég ætlaði að hætta við, en auðvitað hafði hún rétt fyrir sér. Ég hefði ekki getað fundið betri vett- vang til að koma mér af stað aftur. Á Jakobsstígnum er ekkert áreiti eða neitt „comercial“, alls staðar hægt að stoppa og fá sér lókalmat eða -kaffi, og svo er bara svo fallegt þarna. Við vorum á góðum hótelum með góð- um rúmum og allsstaðar var svo góður matur, sem var síðan breyti- legur eftir því hvað viðkomandi hér- að á Spáni hafði upp á að bjóða. Það er mikil helgi yfir Jakobsstígn- um og það eru allir á sömu vegferð svo þú upplifir alls ekkert marg- menni. Flest allir fara á stíginn af einhverri ástæðu, þó það sé jafnvel bara að vilja hafa gengið þessa leið, og þú hittir allskonar fólk. Bæði fólk sem hefur lent í erfiðri lífsreynslu og líka fólk sem vill einfaldlega komast í betra form. Allt í einu urðu mínir erfiðleikar tiltölulega smáir í saman- burði við reynslu annarra sem hafa lent í miklu erfiðari hlutum, þó mín reynsla sé kannski út af fyrir sig ekki léttvæg. Svo voru þarna með mér á göngunni konur sem voru í fanta- formi, jafnvel um sjötugt, og svo miklar fyrirmyndir. En þess utan þá var maður nú langmest að hugsa um tærnar á sér, að reyna að sleppa við að fá blöðrur eða sár og komast yfir dagleiðina hverju sinni. Samanlagt varð þetta síðan mögnuð lífsreynsla. Þetta var heilandi en þetta var líka erfitt, á erfiðri göngu þar sem maður verður mjög þreyttur sækja erfiðar hugsanir á. En smám saman fór ég að njóta meira og hafa minni áhyggj- ur. Það gerðist bara af sjálfu sér.“ „Allt í einu urðu mínir erfiðleik- ar svo smáir í samanburði við reynslu annara sem hafa lent í svo miklu hræði- legri hlutum en ég, þó mín reynsla sé ekkert léttvæg,“ segir Elín Blöndal sem gekk veginn í sumar. Áhyggjurnar fóru ósjálfrátt Elín Blöndal var dregin á veginn af sínum nánustu eftir að hafa ofkeyrt sig bæði líkamlega og andlega. Gröf heilags Jakobs postula var á miðöldum einn vinsælasti áfangastaður pílagríma í leit að syndaaflausn, sá þriðji á eftir Róm og Jerúsalem. En á sautjándu öld, þegar svarti dauði geisaði og siðaskiptin breyttu pólitísku landslagi Evrópu, fór straumur pílagríma um Jakobsveginn að minnka. Það var svo ekki fyrr en seint á tuttugustu öldinni sem áhugi fólks á veginum fór að aukast aftur. Eftir að vegurinn var svo friðaður af UNESCO árið 1987 fóru ferðamenn að feta í fótspor pílagríma miðalda í stórum stil. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 78 3 65 Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 29. janúar í 7 nætur. Frá kr. 66.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 66.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. janúar í 9 nætur. Frá kr. 99.995 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 2. febrúar í 7 nætur. Frá kr. 69.995 m/ekkert fæði innif. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í gistingu. 10. febrúar í 7 nætur Jólapakki Jólapakki Jólapakki Jólapakki Gran Canaria & Tenerife Gefðu jólapakka í vetrarsól Frá kr. 66.995 Bókanlegt til 24. des. TENERIFE GRAN CANARIA Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Bókaðu fyrir 24. desember Jólapakki er góður kostur fyrir þá sem vilja komast í sólina á hagkvæman hátt! Þegar bókaður er Jólapakki felur það í sér að þú kaupir flugsæti ásamt gistingu. Því fyrr sem þú bókar, því meiri möguleiki er á betri gistingu þar sem vinsælustu gistingarnar bókast fyrst. Jólapakkar eru í boði á brottförum 2. janúar - 24. mars og pakkarnir eru í 7-9-12-13-14 nætur eftir brottförum.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.