Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 6

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Sögur af veginum Frá því á níundu öld hafa pílagrímar gengið Jakobsveginn til Santiago de Compostela. Fólk fer veginn af misjöfnum ástæðum en langflestir eiga það sameiginlegt að standa á einhverskonar tímamótum. „Ég ákvað þetta með tveggja vikna fyrirvara, fór í nokkrar fjallgöng­ ur, las mér til og bara bókaði miða,“ segir Kristín Eysteinsdóttir Borgar­ leikhússtjóri en hún gekk Jakobs­ veginn árið 2011, ein á fjórum vik­ um. „Upphaflega var það Kata, kon­ an mín, sem ætlaði í þessa ferð því hana hafði lengi dreymt um að ganga þetta en vorið 2011 var hún kosin í Stjórnlagaráð en ég var með mánuð í frí á milli verkefna og ákvað að fara,“ segir Krístín og bætir því við að þessi ganga henti vel fyrir þá sem vilji ekki plana of mikið. „Ég fór í maí, sem er ekki háannatími, og þurfti því ekk­ ert að bóka gistingu. Maður fær pílagrímapassa í upphafi ferðarinn­ ar og sýnir hann í klaustrum til að Ferðin mikilvægari en áfangastaðurinn „Af hverju að ganga rúma 700 km á einum mánuði þegar þú getur tekið einn dag í að keyra?“ Kristín Eysteinsdóttir lét gamlan draum eiginkonu sinnar rætast og gekk Jakobsveginn ein á fjórum vikum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Í lífinu erum við alltaf að reyna að komast stystu mögulegu leið að einhverju markmiði því nútíminn er þannig að við viljum helst fá skyndilausnir,“ segir Kristín Eysteinsdóttir sem gekk ein tæpa 800 kílómetra á fjórum vikum. Mynd | Hari fá gistingu og þau eru alla leiðina með mjög jöfnu millibili. Ég planaði bara einn dag í einu og náði að vera bara algjörlega í mómentinu. Ég velti því mikið fyrir mér hvort það væri sniðugt að fara ein og vera í heilan mánuð en það var alveg frá­ bær ákvörðun. Það er svo ótrúlega magnað að gera þetta einn og ef maður vill félagsskap þá er hann mjög auðfenginn. Maður hittir svo mikið af skemmtilegu fólki þegar maður er að ganga. Þetta var algjör­ lega stórkostleg upplifun og eitt af því besta sem ég hef gert.“ Líkamlegt og andlegt tímabil „Maður gengur í gegnum mismun­ andi stig og ferðin skiptist eig­ inlega niður í tvö tímabil,“ segir Kristín sem byrjaði í Pamplona og gekk þaðan tæpa 800 kílómetra til Santiago de Compostela. „Fyrstu tíu dagana er maður mest í líkam­ anum, með harðsperrur og blöðr­ ur og stöðugt þreyttur. Ég var með mikið af hljóðbókum með mér sem ég hlustaði stöðugt á, á þessu tímabili. En á seinna tímabilinu fer maður yfir í andann. Þá er líkaminn kominn í þennan rytma og gangan verður ekkert mál, maður bara tætir 35 kílómetra á dag án þess að finna fyrir því. Þá vildi ég ekki hlusta á neina tónlist né hljóðbækur heldur bara á náttúruna.“ „Það er mjög mikilvægt að vera með léttan poka og það er talað um að maður megi ekki vera með meira ein 10% af eigin líkamsþyngd í pok­ anum til að njóta þess að ganga. Það eru mjög margir sem byrja með allt of þungan poka og henda svo úr honum á leiðinni og enda með nánast ekkert, svo pokinn verður dálítið eins og myndlíking fyrir líf­ ið sjálft.“ Erum alltaf að leita skyndilausna „Ég eignaðist mjög góða vini á göngunni og við gengum saman inn í Santiago síðasta daginn. Í hópn­ um var franskur maður sem var ný­ kominn á eftirlaun. Hann kvaddi konuna sína og gekk út af heimili sínu í París, klæddur í venjulega skó og gallabuxur og byrjaði bara að labba. Flestir eru að labba af ein­ hverri ástæðu, hvort sem hún er lík­ amleg eða andleg, og maður heyr­ ir ótrúlegar sögur á leiðinni. Fólk er ekkert í „small­talki“ heldur fer oftast beint í að segja sögur af sínu lífi svo maður tengist mjög nánum böndum. En ef maður vill einveru þá er það líka mjög auðvelt.“ „Það er eitthvað sem gerist við hugann á manni að ganga í svona langan tíma, maður núllstillist og kemst í þetta núvitundarástand. Í lífinu erum við alltaf að reyna að komast stystu mögulegu leið að ein­ hverju markmiði því nútíminn er þannig að við viljum helst fá skyndi­ lausnir. Af hverju að ganga rúma 700 km á einum mánuði þegar þú getur tekið einn dag í að keyra? Það er vegna þess að fyllingin sem kem­ ur við það að gera hlutina hægt er svo rosalega mikils virði, þú færð svo mikla endurgjöf. Og það er þannig með allt í lífinu, hvort sem það er sambandið eða hversu mikl­ um tíma þú eyðir í að undirbúa máltíð. Ferðin sjálf er miklu mikil­ vægari en áfangastaðurinn.“ Jakobsvegurinn er í raun margar leiðir sem byrja þar sem ferðamaðurinn ákveður að leggja af stað í átt til Santiago de Compostela í Galicia-héraði á Spáni. Nokkrar leiðir liggja um Spán, Frakkland og Portúgal eftir því hvaðan verið er að koma en sú leið sem kallast „franska leiðin“ er vinsælust og liggur hún frá landamærum Frakklands í gegnum Pamplona, Burgos og León til Santiago de Compostela þar sem sagan segir að líkamsleifar heilags Jakobs séu grafnar. Elstu heimildir um komu pílagríma til borgarinnar eru frá 9. öld. Úrvalið af Lifeplan finnur þú í verslunum Lyfju og í Heilsuhúsinu Korean Ginseng Kröftugur og náttúrulegur orkugjafi

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.