Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 held því fram að ég sé viss um að það geti alls ekki allir gert það sem ég er að gera í tónlistinni. Ég segi þarna á einum stað: hvað ertu að tala um? heldur’að þú getir gert það sem við gerum, nei ég verð að segja það efast ég um, já hvað heldur’eiginlega að við séum ha? Samt læt ég líka skína í efasemdir mínar og hógværð, þar sem ég tala í textanum um annað lag frá mér sem heitir Morgunmatur: ég gaf út Morgunmat og allir fór’að syngja það hugsað’um næsta plan já hvað ég ætt’að gera næst svo stórar hugmyndir að ég fékk næstum kvíðakast en ég er með þetta og þið munið sjá seinna Þannig að maður er stundum að fjalla um það hvernig maður sveiflast milli þess að vera alveg viss um sig og með efasemdir. Það kannast margir við þetta,“ segir GKR. „Mér finnst alltaf mikilvæg- ast að tala um alvöru tilfinningar.“ Arnar Freyr bendir á að öll góð list komi að innan, sé mót- uð af reynslu og skoðunum lista- mannsins. „Það er hressandi að blása aðeins frá sér, hreyta út úr sér skoðunum á hinum og þessu og ybba gogg. Þá er galdurinn að hljóma ekki eins og predikandi „besserwisser.“ Það er munur á því að fá fólk til að hugsa og að segja fólki hvað það eigi að hugsa.“ Skoðanir og pólitík En eru pólitík og samfélags- mál áberandi umfjöllunarefni í íslensku rappi? „Það er óhjá- kvæmilegt að það smitist inn hjá manni pólitískur undirtónn,“ seg- ir Jóhanna. „Það er stundum bara allt að fara til helvítis og maður veit stundum ekki í hvaða heimi mað- ur býr lengur. Við þetta blandast að maður er ungur einstaklingur í landi og heimi sem er í ruglinu. Stundum er það samt þannig að maður vill bara tala um að mann langi til að djamma, en svo hina dagana verður maður að spyrja: „Hvað í „fokkanum“ er að gerast hérna?“ Maður þarf að finna hvar samviska manns liggur og fylgja því.“ Arnar Freyr segir að pólitík og rapp haldist oft í hendur. „Sumir sleppa samfélagsrýninni algjörlega og fjalla um ljúfa lífið, á meðan póli- tík er kjarninn hjá öðrum. Rapp er pönk og það er hlutverk pönkara að nota rödd sína til undirstrika það sem miður fer í samfélaginu. Það er engin skylda en það er tilvalið.“ GKR segist oft halda fram skoðun- um sínum í textum en hann segist alls ekki vera að predika yfir nein- um. „Ég er til dæmis ekkert sérstak- lega pólitískur náungi þannig að það myndi aldrei virka fyrir mig að fara að rappa um einhverja pólitík, en ég fíla það vel þegar aðrir rapp- arar gera það, ef það er einlægt.“ Sumum finnst rapptónlist óþarf- lega orðljót og halda að hún snúist helst um að ganga fram af fólki. En er það ætlunin og er eitthvað sem ekki má tala um í rapptónlist? „Að ganga fram af fólki er eitt það auð- veldasta í heimi,“ segir Arnar Freyr. „En ég held að það sé ekki hægt Jóhanna Rakel Jónasdóttir segir óhjákvæmilegt að pólitískur undir- tónn smitist inn í rappið sitt. „Það er stundum bara allt að fara til helvítis og maður veit stundum ekki í hvaða heimi maður býr lengur.“ GKR er trúr því að það virki best að vera einlægur í rapptextum. „Ég er bara að rappa um minn veruleika og hann hlýtur að vera íslenskur.“ að ganga of langt. Í kvikmyndum finnst sumum gengið of langt þegar einhverjum blæðir á meðan aðrir eru ekki sáttir fyrr en karakterar eru slitnir í sundur og jörðin ferst.“ Jóhanna er sammála. „Nei, nei, það er ekkert sem er „off-limits“ í rapptextagerð. Ég held ég hafi aldrei stoppað mig af í neinu sem ég var að hugsa um og vildi setja fram. Ég vil frekar koma því út sem ég er að hugsa og líða þá kannski illa eftir á, frekar en að þegja.“ Ísland – útlönd Eftir því sem íslenskt rapp slítur fleiri pörum af barnsskóm og vex og dafnar þá skapast saga og hefð í tón- listinni. Tónlistarmennirnir láta af hreinni eftiröpun og fjalla um líf sitt og reynslu í íslenskum veruleika. „Við erum ekkert að tala um stríð við lögguna eins og í rappinu sem sprettur upp úr fátæktarhverfunum í Los Angeles eða eitthvað þannig,“ segir Jóhanna. „Ég veit ekki ná- kvæmlega hvað var að gerast hér fyrir tíu árum en ég held að þetta hafi færst nær okkur. Einlægni er að aukast í íslensku rappi og veruleiki okkar er alveg nógu fínn til að rappa um.“ Og íslenskt rapp virðist eiga er- indi við heiminn. Hljómsveitin Qu- arashi átti góðan sprett með tón- list sína í útlöndum um nokkurra ára skeið. Hún notaði enskuna og nú er líka einhver útrás í gangi. Til dæmis voru Reykjavíkurdætur á Hróarskelduhátíðinni í sumar og Úlfur Úlfur hefur lagt land undir fót, hélt tónleika í Póllandi á dögun- um. „Við fórum út án þess að pakka niður neinum væntingum,“ segir Arnar Freyr. „Við spiluðum fyrir ríflega 1000 manns í miðborg Var- sjár sem söngluðu með öllu útgefna efninu, á íslensku. Núna á tímum internets og alþjóðavæðingar er þetta hægt. Tónlistaráhugafólk er opnara fyrir framandi list en áður, öllu því sem rímar ekki endilega við grunnhugmyndir þess um listform- ið. Ég hef alltaf verið opinn fyrir framandi þvælu frá löndum sem ég veit ekkert um og ég dýrka að það sé að færast í aukana. Ég sjálfur nenni alveg að gaula aðeins í heitari löndum.“ Úr BARNAEFNI – CYBER rommí kókómjólk, vodkí trópí landi í svala, ég hjalí sturtunni, freyðivín og plastönd í bala. mér er drullusama um flest nema hvernig ég er í framan en vanalega með þér verð ég óör- ugg með þér með gallana mína mína mína mína mína Mús Fröllur, kjöltur Meiri beibslur handa moi ég er toi, toy story þú er viddi ég bósi ljósár ljóst hár langir leggir ekkert nema rimlaveggir óumbúið rúm en búið vín er ég orðin fantasía, fantasían þín? Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.