Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 23

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 23
| 23FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 The Future sem nú er mikið deilt í netheimum í ljósi nýjustu tíðinda. „Geturðu ekki glaðst yfir neinu?“ spurði vinkona hans, Jennifer Warnes, hann af því tilefni. Þegar Cohen varð sextugur yfir- gaf hann hina gullfallegu leikkonu Rebekku De Mornay og gekk í klaustur á Baldy fjalli í Kaliforníu og virtist hafa sagt skilið við heim- inn. Snemma í október 2001 birtist hann þó aftur með nýja plötu, Ten New Songs, og í laginu „Land of Plenty“ vonast hann til þess að ljós- ið í landi allsnægtanna muni lýsa á sannleikann einhvern daginn. Lagið var tekið upp fyrir at- burðina 11. september, en á næstu plötu á eftir brást hann við þeim beint með laginu „On That Day.“ Þar syngur hann um þá sem særðu New York og öfunda hana vegna gulls hennar og þræla. Afstaðan er því tvíbent til þessarar nútíma Ba- bylonsborgar. En þannig var það alltaf. Blóm fyrir Trump Cohen kom í heiminn í heimskrepp- unni miklu, ári eftir að Hitler tók völd. Hann var tíu ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og orti síð- ar um gleðina sem því fylgdi. En hann og vinir hans litu síðar á eft- irstríðsárin sem glatað tækifæri, samheldni stríðsáranna var rofin, konurnar sendar aftur í eldhúsið og kaup og sala komu í stað hinn- ar nýju Eden sem menn höfðu barist fyrir. Og ofan á öllu trónuðu Bandaríkin. Hann heillaðist af kántrítónlist og af rokkinu, þó hann hafi verið ári eldri en Elvis. Hann upplifði mótmæli gegn Víetnam og enda- lok hippatímans, sem hann þó var aldrei fyllilega hluti af. Þó hann hafi komið fram á hátíðum á borð við Isle of Wight rak faðir hans herrafataverslun og honum leið aldrei nógu vel í lörfum, ekki einu sinni frægum bláum regnjökkum. Hann var hvað vinsælastur und- ir lok Reagan tímans þegar hann steig aftur fram, nú sem snyrtileg- ur og vitur eldri maður, kom til Ís- lands og hitti sjálfan Hrafn Gunn- laugsson. En ekki trúði hann á þetta tímabil heldur, og söng um að hinir fátæku yrðu áfram fátæk- ir en aðeins hinir ríku yrðu ríkir. Mestur spámaður gerðist hann við upphaf 10. áratugarins, þegar frjálshyggjumenn spáðu því að nú væri sögunni lokið en hann söng um framtíð þar sem hinn gamli vestræni sáttmáli yrði rofinn, einkalífið sprengt í tætlur, eldar loga á götunum en hvíti maðurinn dansandi, konu sem hangir á hvolfi og öll lélegu skáldin sem reyna að hljóma eins og Charlie Manson. Hvað hefði Cohen sagt um þá veröld sem hann skildi við, veröld Donalds Trump? Kannski einmitt þetta. Og þó sá hann það góða í Bandaríkjunum, sem hann kallaði vöggu þess best og hins versta. Eða eins og hann orti í örkvæði í sinni síðustu ljóðabók: „Eitt að lokum. Þið munið sakna Bandaríkjanna þegar þau eru horf- in.“ Og við munum sakna þín, Le- onard. Hæsta fjallið. Fékk aldrei Nóbelinn en veitir hér hinum virtu Asturias verð- launum viðtöku. Kvennamaður deyr. Cohen á fyrri hápunkti sínum, í kring- um 1970. Cohen sló í gegn, en ekki í Ameríku, held- ur í Evrópu. Platan Various Positions, sú með „Hallelujah“ á, var ekki einu sinni gefin út þar í landi í fyrstu. Myndir | Getty Doddi - Bók sannleikans! Hressandi, spennandi og sjúklega fyndin unglingabók eftir verðlaunahöfundana Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Elín Elísabet Einarsdóttir myndskreytti. Ný íslensk barnabók! WWW.BOKABEITAN.IS HJÁ ÖLLUM BETRI BÓKSÖLUM Að heiman er einstök kynslóðarsaga frá Íslandi ferðmennsku og eftirhruns.Yfirvegaður, meitlaður og ísmeygilega ljóðrænn stíll Arngunnar Árna dóttur gerir þessa skáldsögu að einni eftir tektar verðustu frumraun íslenskra bókmennta á þessari öld. „Skemmtileg bók um óróleikann og sársaukann í hjartanu í byrjun 21. aldar.“ Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur partuspress.com | Bókaforlagið Partus

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.