Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 12.11.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Samar sveipaðir ævintýrablæ Bjarni Sigurðarson, betur þekktur sem Bjarni í Mínus, ólst upp við þá trú að hann ætti ævintýralegar rætur. Hann deilir hrifningu föður síns af samískri menningu og ber stoltur hinn litríka Samabúning „Ég er mjög heillaður af Söm- um og hef alist upp við sögur af þeim í náttúrunni. Þær voru sveipaðar ævintýrablæ. Við áttum teiknimyndabók sem ég marglas um lítinn Samastrák sem var rænt af úlfum og farið með á einhvern úlfafund undir norðurljósum. Svo kom fjölskylda hans og bjargaði honum, öll klædd í Samabúninga. Ég man hvað mér þótti þetta flott. Því var fastlogið að mér þegar ég var krakki að ég væri varúlfur og ég beið þess spenntur fram á full- orðinsár,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa kynnst því lítillega þegar hann bjó í Noregi að Norðmenn væru ekki hrifnir af Sömum. „Þeir voru ekki beinlínis uppnumdir þegar ég var að monta mig af uppruna mínum. Þeim fannst Samarnir vera frekir og íhaldssamir. Þeir urðu náttúru- lega fyrir menningarlegu þjóðar- morði hér á árum áður. En ég lít á mig sem Sama og finnst ég þurfa að gera það.“ Bjarni er hrifinn af Samatón- list segist lengi hafa leitað að samískri söngkonu til að starfa með. Hann hefur áður tekið þátt í samstarfi með samískri söngkonu sem pabbi hans flutti til landsins fyrir nokkrum árum. „Það birtast miklar tilfinningar í tærri tónlist þeirra, þar sem þeir eru einir í norðrinu að syngja til víðáttu nátt- úrunnar og mér finnst það mjög heillandi.“ það hafði sannarlega átt við um ömmu. Þó hún hafi verið rosalega skemmtileg kona, lærði hún aldrei almennilega íslensku og lokaði sig af frá umheiminum. Það var reyndar mjög gest- kvæmt á heimilinu en af einhverj- um ástæðum fór amma aldrei út.“ Sigurður fékk á fullorðinsárum algjöra dellu fyrir Sömum eftir að hann hitti samískan frænda sinn á frumbyggjaráðstefnu í Alaska. Síð- ar hefur hann sótt ættarmót í Tana og heimsótt Samaland margoft. Hann stofnaði meðal annars Vina- félag Sama á Íslandi í slagtogi við Einar Braga rithöfund sem meðal annars flutti inn samíska lista- menn til landsins. Með SAMÍS beitti Sigurður sér fyrir því að Samar fengju aðild að Norðurlandaráði og að með því yrði leiðrétt hið langvinna rang- læti sem Samar höfðu verið beittir á vettvangi norrænna þjóða. „Samar eru einstök þjóð sem á sér eigin sögu, tungu og menn- ingu sem er eldri en nokkur þjóð á Norðurlöndum. Þeir eru þjóð án landamæra, þjóð sem ekki var spurð þegar sterkari grann- ar neyttu aflsmunar til að skipta samísku landi milli sín og draga landamæri að geðþótta um feng sinn. Sú sérstaða Sama að búa í þremur norrænum löndum veldur því að þeir hugsa fremur en nokk- ur önnur norræn þjóð á norræna vísu. En launin eru útskúfun úr norrænu samfélagi!,“ sagði Sig- urður á einum af viðburðun- um sem SAMÍS hélt til heiðurs Sömum á Íslandi. Bjarni ólst upp við ævintýralegar frásagnir föður síns af lífi Samanna í norðri. Mynd | Saga Sig Þjóðsöngur Sama Ortur af Isak Saba 1906. Nyrst, á heimsins Norðurkollu, nafnfrægt liggur Samalandið; teygir sig um túndru’ og skóga, tignarlegt og seyði blandið. Hlíðar, ásar, hamraborgir, himingeiminn víðan kyssa. Vötn fram streyma, vindar þjóta, við hin gráu nesin fyssa, sem þar ganga’ í hafið út. Vetrartíð með veðurkulda, vefur lífið örmum sterkum. Samísk þjóð, í sátt og friði, sinnir glöð þar öllum verkum. Stór er máni’ í stjörnugeri, stórfellt norðurljósin braga. Heið er nóttin, hreinar rymja, heyrist rakin gömul saga undir húð, við glóðareld. Sigurður Helgi var orðinn unglingur þegar hann komst að því að hann væri af samískum ættum. Hér er hann ásamt dóttursyni sínum, Vígsteini Frosta, í fullum Samaskrúða. Mynd | Saga Sig HEILSURÚM ÍSLENSK HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLA Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. sterkar og glæsilegar AFSLÁTTUR UM HELGINA-20% BYKO Breidd 12.11. kl. 13-16 KYNNING

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.