Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 14

Fréttatíminn - 12.11.2016, Side 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Takið því rólega. Ég ætla ekki að skrifa um Trump. Við erum öll búin að Trumpa yfir okkur. Kjósendur hans eru áhugaverðari. Eru þeir allir eins og hann eða hafa þeir verið skildir eftir í vegkantinum í sókn annarra eftir lífsgæðum. Og finnst þeim þá frekir og dónalegir kallar meira spennandi en kerfiskallar og -kell- ingar. Þótt Bandaríkin séu full af fólki, öfgum, mótsögnum og einstak- lega móttækileg fyrir alls konar vit- leysu eru Trumparnir víða. Í Evrópu spretta þeir eins og arfi í hægri-öfga- samtökum sem beina spjótum sín- um aðallega að innflytjendum og múslimum. En er einhver íslenskur Trump? Eða erum við bara saklaus og góð?v Popúlistabyltingin í heiminum er drifin áfram af hinum ósýnilega meirihluta sem er orðinn ringlað- ur og vonsvikinn af misskiptingu gæðanna. Bolurinn hefur tekið sér alræðisvald og gefur skít í orðræðu elítunnar sem er löngu búin að gefa öllu venjulegu vinnandi fólki langt nef. Í stað þess að krefjast þess að auðæfum sé skipt á réttmætan hátt og fulltrúar í stjórnmálunum séu ekki bara þjónar forréttindastétt- arinnar vill hinn dæmigerði hægri sinnaði bolur henda ýmsum gælu- verkefnum fyrir borð sem varða alla framtíðina, þar má nefna loftslags- málin og önnur umhverfismál og jafnrétti kynjanna. Popúlistar reyna að segja okkur að auka megi lífsgæði venjulegs fólks með því að draga úr ferðafrelsi, um- burðarlyndi og mannréttindum. Hættan er sú að frjálslyndara fólk sé ýmist of hrokafullt til að ræða vand- ann, of reitt til að taka afstöðu eða of sundrað til að veita viðnám. Umræðan hér heima býður upp á ýmsa möguleika fyrir popúlista. Sigmundur Davíð komst nærri því að vera okkar Trump áður en líkneski hans var velt af stalli. Hann er sá „popúlisti“ sem hefur höggvið næst því að sameina hægri og vinstri óánægju á síðari tím- um þegar hann lofaði að leiðrétta skuldirnar. Þjóðfylkingin reyndi að færa okkur hráa og ómengaða þjóðernispólitík en frambjóðend- ur ruku saman áður en að kosn- ingum kom. Píratar hafa líka verið svo elskulegir að fresta popúlista- byltingunni hér á landi með því að taka við stórum hluta óánægðra kjósenda sem eru vinstra megin við miðju en fyrirlíta stjórnmálael- ítuna og nómenklatúruna í kring- um hana. „Trump er svona kall sem segir það sem allir hinir eru að hugsa,“ sagði bandarísk unglingsstúlka, ánægð með sinn frambjóðanda. Og það er vissulega rétt, hann langar að menga meira, græða meiri pen- inga, éta meira, rífa kjaft og hann „grípur í píkuna“ á konum sem hann langar í því þær eru hvort eð er til í að gera allt fyrir svona ríka kalla sem eru alltaf í sjónvarpinu. Alveg frábær náungi. Víða er hægt að sjá mikil skil milli landsbyggðar og höfuðborgar þegar kemur að fylgi við popúl- ískar hugmyndir. Á Íslandi er líka munur á skoðunum höfuðborgar og landsbyggðar sem virðist mun hægri sinnaðri. Meirihluti þjóðarinnar kaus breytingar og felldi ríkisstjórnina. Hún hélt þó velli í öllum lands- byggðarkjördæmunum og kannski uppfylla þingmenn stjórnarflokk- anna að einhverju leyti þarfir bols- ins á landsbyggðinni. Tökum sem dæmi Suðurkjördæmi. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi röðuðu þremur körlum fremst á framboðslistann fyrir alþingiskosn- ingar. Það hefði sumstaðar talist dapurlegir mannasiðir með tilliti til jafnrar stöðu kynjanna en ekki í Suðurkjördæmi. Nokkrar konur urðu reyndar brjálaðar, þær gengu úr Sjálfstæðis- flokknum og nærri því af göflunum. En kallarnir létu ekki hagga sér. Og hvað gerðist? Konurnar snið- gengu ekki flokkinn, nýi hægri flokk- urinn Viðreisn vann ekki stórsigur. Sjálfstæðiskarlarnir þrír runnu ljúf- lega inn, nánast undir húrrahrópum kjósenda og flokkurinn vann sinn stærsta sigur í kjördæminu frá ár- inu 2007. Í fyrsta sæti er „sjónvarpsstjarnan“ Páll Magnússon sem ver af mikl- um móð hagsmuni stórfyrirtækja í sjávarútvegi sem vilja ekki greiða almenningi markaðsverð fyrir auð- lindir hafsins. Í öðru sæti er Ásmundur Friðriks- son, fulltrúi hins hrædda, miðaldra, hvíta karlmanns sem upplifir sig eins og hann sé í útrýmingarhættu. Frægt varð þegar hann vildi að lög- regla réðist í að kanna bakgrunn allra múslima eða „múslimista“. En þrátt fyrir að fjölmiðlar hafi hamast á þingmanninum virðist tiltækið hafa aflað honum mikilla vinsælda í Suðurkjördæmi. Þriðji þingmaðurinn hefur eink- um getið sér gott orð fyrir að hafa lagt fram enn eitt frumvarpið um að gefa áfengissölu frjálsa í verslunum. Saman eru þessir þrír nýju þing- menn ágætir fulltrúar fyrir mörg þeirra gilda sem Trump stendur fyrir. Kannski segir hann það sem þeir hugsa? Og ef maður bregður fyrir sig slagorðum af Austurvelli. Er þá, kall nýrra tíma, Ásmundur Friðriksson og Páll Magnússon, kall þjóðarinn- ar? Kjósendur í Suðurkjördæmi eru að minnsta kosti stórhrifnir. Trumpaðu það. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir KALL(AR) NÝRRA TÍMA Ævintýri Bjarna Ben 9.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 13.999 kr. TORONTO f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 13.999 kr. MONTRÉAL f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BRISTOL f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - j a n ú a r 2 0 1 7 9.999 kr. KANARÍ f rá T í m a b i l : n ó v e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 Við fljúgum! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. Eftir stíf fundahöld tóku putarnir fram reipin

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.